Vikan


Vikan - 26.10.1972, Page 8

Vikan - 26.10.1972, Page 8
WmmM Forstofan er mjór gangur, eins og í svo mörgum gömlum íbú'ðum. En þegar komið er mjúkt teppi á gólfið og hlýlegur gulur litur á veggi, verða þrengslin ekki tilfinnanleg. Loftlampinn, spegillinn og kommóð- an voru keypt á nokkur hundruð krónur hjá fornsala. Þannig er hægt að búa um sig í 6 m2 herbergi. Hjónarúmið, sem nær þvert yfir herbergið, er heimasmíðað, sömuleiðis hillur að ofan og neðan. Það er ekki mikið gólfpláss eftir, þegar barnarúmið og stóllinn hafa fengið sinn stað, en hundurinn kann vel að meta notalegheitin. Hús og húsbúnaður Líklega eru ekki margar fjölskyldur á íslandi, sem búa í 38 m2 íbúð, hvað þá að það sé á margra færi að búa skemmtilega um sig í svo litlum vistarver- um. En allt er hægt, þegar liugmyndaflug, smekkvísi og handlagni fara saman, eins og hjá ungu norsku hjónunum Thiis-Evensen, sem bæði eru við nám i Osló. Hún er i kennara- skóla, liann í arkitektúr, og þau þóttust himin hafa höndum telcið, þegar þeim bauðst 38 m2 gamaldags íbúð handa sér og litla syn- inum og hundinum. Að vísu vantaði mikil- vægt herbergi í þessa ör- litlu íbúð, baðherbergið, eins og í svo margar gaml- ar íbúðir. En með u.þ.b. sem svarar 70 þúsund ís- lenzkum krónum tókst ungu hjónunum að lag- færa þessa niðurniddu íbúðarskonsu og búa hana húsgögnum, svo að útkom- an varð bráðskemmtilegt og fallegt heimili. Gólf- 8 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.