Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 4
f HvaS cr vcrið ^
I að skamraa mann?
Eru þetta ekki Sommcr-teppin,
v frá Litaveri sem þola allt^i
Teppin sem endastendast og endast
á stigahús og stóra gó ffleti
Sommer tepp'in eru úr nælon. Það er sterkasta teppaefnið
og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá-
róttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt,
sfslétta áferð og er vatnsþétt.
Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppjn
hafa staðizt ótrúiegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu
járntorautarstöðvum Evrópu.
Vi3 önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboð og gefum
góða greiðsluskilmála. LeitiS til þeirra, sem bjóSa Sommer verS og
Sommer gæSi.
UTAVER
GRENSÁSVEGI 22-24
SÍMAR: 30280 - 32262
P@STURINNÍ
Svar til Simma
Sinalkó
Okkur þykir Ieitt, að þú skyidir
biðja okkur að birta ekki bréfið
þitt, sem var ærið skemmtilegt
og sýndi, að þú hefur hæfileika
til að taka erfiðleikum létt og
skynsamlega. Við ráðleggjum
þér að fara sem fyrst til læknis,
sennilega er eitthvað bogið við
hormónastarfsemina, sem okkur
finnst liklegt að megi lagfæra.
Nautið virðist yfirleitt komast
vel af við flesta. Hrútur, naut,
tvíburi, krabbi og jómfrú eiga
bezt við nautið, en ekkert hinna
merkjanna á heldur beinlínis
illa við það.
Ekki er nú skriftin beint falleg,
en út úr henni lesum við m. a.
að þú sért glaðlyndur og sam-
vinnuþýður.
Svar til Lóu
Þitt vandamál er ekkert óvenju-
legt, svona er þetta hjá mörgum
konum fyrst í stað. Venjulega
lagast þetta með frekari reynslu
og góðum vilja beggja aðila.
Vissulega geturðu sjálf séð um
þessa hluti í einrúmi, og það
er ekkert hættulegt, ef þú lætur
það ekki koma alveg í staðinn
fyrir eðlileg samskipti við hitt
kynið. í öllum bænum farðu
ekki að fá þessa hluti á heilann,
finndu þér einhver skemmtileg
áhugamál til að leiða hugann
frá þessu og láttu tímann vinna
með þér. Sá „rétti" kemur ef-
laust og hjálpar þér í fyllingu
tímans. Stelpa í bogmanns-
merkinu og strákur í vatnsber-
anum eiga ágætlega saman. Það
er rétt hjá þér, að skrift og staf-
setning eru ekki upp á það
bezta, við fundum 9 stafsetning-
arvillur í bréfinu þínu, og sér-
staklega virðist þér í nöp við y.
Og vertu ekki svona svartsýn,
drjúgur skammtur af lífsgleði er
öllum nauðsynlegur.
Hjúkrunarnám
Kæri Pósturl
Við erum hérna tvær stelpur,
sem höfum mikinn áhuga á að
læra hjúkrun. En okkur langar
tíl að vita, hvaða menntun við
þurfum að hafa til að komast í
hjúkrunarnám og hvort við þurf-
um að sækja um með einhverj-
um fyrirvara.
Hvernig fara vogin og drekinn
saman? Hvað lestu úr skrift-
inni?
Tvær að vestan.
Það er alltaf mikil aðsókn að
Hjúkrunarskóla íslands, og þið
skuluð drífa ykkur í að leita
ykkur nánari upplýsinga þar um
námið. Skrifið til Hjúkrunar-
skóla íslands, Eiriksgötu 34,
Reykjavík, og þið fáið þar allar
upplýsingar, sem þið þurfið. —
Ekki sakar þó að segja ykkur
það, sem við vifum: Þið þurfið
að vera orðnar 18 ára, og því
betri' undirbúningsmenntun sem
þið hafið, þeim mun meiri líkur
eru til að þið fáið skólavist. —
Landsprófið gildir að sjálfsögðu
eða tveir vetur í framhalds-
deildum gagnfræðaskólanna, en
þið hafið víst ekki greiðan að-
gang að slíkri menntun í ykkar
heimabyggð. Hjúkrunarnámið
sjálft, bæði bóklegt og verk-
legt, tekur svo 3 ár. En leitið
ykkur endilega frekari upplýs-
inga hjá Hjúkrunarskólanum
sjálfum.
Vogin og sporðdrekinn eiga
nokkuð vel saman, en sambúð
gæti reynzt stormasöm. Skriftin
sýnir dugnað og vilja til að iáta
gott af sér leiða.
Ein í vafa
Kæri Pósturl
Ég hef aldrei skrifað þér áður,
og því vona ég, að þetta bréf
lendi ekki í ruslakörfunni frægu.
Ég kaupi alltaf Vikuna, og mér
finnst margt gott efni í henni,
þá sérstaklega framhaldssagan
„Konan í snörunni".
En nú kem ég mér að efninu.
Þannig er mál með vexti, að ég
var með sama stráknum tvær
helgar í röð. Ég held ég sé
hrifin af honum, en ég veit
ekki, hvort hann er hrifinn af
mér. Um daginn hitti ég hann,
og þá spurði hann mig, hvort
ég vildi fara með honum á ball,
og ég svaraði játandi. Ég hitti
hann oft, en ég hef það á til-
finningunni, að hann vilji ekk-
ert með mig hafa, því hann er
alltaf svo fámáll, þegar ég tala
við hann. Hvað á ég að halda?
Hvernig fara hrúturinn og bog-
maðurinn saman? En fiskarnir
og bogmaðurinn? Hvernig er
skriftin, og hvað lestu úr henni?
Með fyrirfram þökk. Skrugga.
4 VIKAN 44. TBL.