Vikan


Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 27

Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 27
ir mig við og við óskapleg löngun til að fara á sjó, og vera lengi á hafi, og standa á skipi og horfa út á hafið. Og sjá fuglana . . . — Hvernig likaði þér tog- aralífið? A þeim tímum hefur það trúlega verið eitthvað erf- iðara en það er nú, skipin minni og öll vinnuskilyrði mið- ur þægileg. —■ Já, þetta voru kempur, þessir kallar í gamla daga, sem unnu alveg ómælt. Eg náði að- eins aftan i þann tíma þegar voru tólf tíma vaktir og sex tíma hvíld. É'g var þá fyrst á togara sem hét Skallagrimur, og þar kynntist ég ágætum mönnum, skemmtilegum mönn- um. Þetta voru kallar, sem ver- ið höfðu allan sinn aldur á sjó og voru alveg ósigrandi. Og gátu alltaf verið að segja sög- ur, sögðu þær svo vel að það skipti engu máli hvort þeir sögðu satt eða lugu, því að það var alltaf í þessu svo mikill sannleikur innan úr þeim sjálf- um. - Um þetta leyti, á árun- um eftir stríðið, varstu lengi í París. Voru umskiptin ekki mikil að koma kannski þaðan og fara svo á togara vestur undir Grænland? — Umskiptin voru nokkuð mikil, fyrs*. eftir að ég kom heim eftir Parísardvölina. Þá gekk ég á milli þeirra, sem stýrðu söfnum og öðrum stofn- unum sem voru kallaðar menn- ingarstofnanir, og var að falast eftir vinnu. Flestir tóku mér vel, buðu mér sæti og svoleið- is, voru þægilegir að tala við, en enginn þóttist þurfa á mín- um starfskröftum að halda. Og þá var það vinur minn Jón Axel, sem útvegaði mér pláss á einum bæjartogaranum, sem fór á Grænlandsmið. Ég var svo heppinn að stígvélin sem ég fékk lánuð, þau láku, og stakkurinn líka, svo að ég var alltaf blautur, enda hef ég al- drei á ævinni verið hraustari. — Þú ert þá svipaðs sinnis og Bjartur í Sumarhúsum, sem sagðist hafa verið votur meira en helminginn af sinni ævi. enda hefði sér aldrei orðið mis- dægurt. — Já, en ég hef nú ekki haft eins langa reynslu af því og Bjartur að vera votur, hvorki á þann hátt sem Bjartur né heldur hinn, sem nú er hug- stæðari orðinn nútímamönn- um, þegar menn eru hagvanir orðnir á öldurhúsum og í vín- stúkum. Nú er vitað mál að Thor Vil- hjálmsson hefur verið með annan fótinn suður í Evrópu allt frá þvi að hann nam líf og 44. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.