Vikan


Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 8

Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 8
HÓFST ÚR SÆTI SÍNU EINS OG FLUGDREKI AF JÖRÐU Kosningasigur Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna á Yest- fjörðum í íyrrasumar var frækn- asta afrek þeirrar kosningabaráttu og jók mjög á frægð Hannibals Valdimarssonar. Hann geystist þá á ný i sitt gamla ríki vestra eftir að framboð í höfuðborginni varð hon- um ógeðfellt, þar eð hinum skap- bráða leiðtoga fannst Bjarni Guðna- son gerast of ráðríkur með fulltingi meiribluta Reykjavíkurdeildarinn- ar. Ilafði og flokkurinn verið stofn- aður Iianda Hannibal og Birni Jóns- syni, þó að Bjarni væri gerður að varaformanni i upphafi til að reyna að fá á samtökin nýstárlegt svipmót. Fóru ekki miklar sögur af atgangi Hannibals vestra, en at- kvæðatalningin leiddi brátt i Ijós, að mjög hafði um bann munað. Tölvan, sem spá átti um úrslit, glaptist af fylgisröskuninni og sprakk eins og fluga í óvenjulegum sumarhita. Samtökin sópuðu að sér fylgi uin gervalla Vestfirði. Ilanni- bal felldi auðveldlega frambjóðend- ur Alþýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins, Steingrím Pálsson og Birgi Finnsson, og tiyggði ennfrem- ur förunauti sínum uppbótarþing- sæti. A þeirri stundu varð Karvel Pálmason landskunnur af föruneyt- KARVEL PÁLMASON EITIR LttPUS inu við Hannibal, en hafði áður naumast heyrzt nefndur sem stjórn- málamaður nema í afskekktum átt- högum sínum vestra. Hannibal reyndist eigi að siður ærið lið að Karvel i bardaganum. Hafa varla aðrir kappar baldnari liei’jað á Vestfjörðum síðan þeir vopnfimu svarabræður, sem frá segir í Gerplu. Að öðru leyti verður Hannibal alls ekki líkt við Þorgeir Hávarsson og Karvel þvi síður við Þormóð Kol- brúnarskáld. Haft er fyrir salt, að Karvel liafi vakað nóttina eftir kosningar og vonað um sólsetur, að Hannibal Valdimarsson næði kosningu, en eigi gert sér neinar gyllivonir. Svo byrjaði atkvæðatalningin. Hannibal liélt lengi fram eftir mjög til jafns við frambjóðendur stóru flokkanna og fékk mikið fylgi umfram nauð- svn. Hófsl Karvel þannig úr sæti sínu eins og flugdreki af jörðu og bafði komizt alla leið á óskatind- inn áður en dagur rann. Réttinda- lítill kennari í Bolungarvik var allt í einu orðinn alþingismaður. Karvel Steindór Ingimar Pálma- son fæddist í Bolungarvík í Norður- Isafjarðarsýslu 13. júlí 1936, sonur Pálma Árna Karvelssonar sjómanns þar og bústýru hans, Jóninu Egg- ertinu Jóelsdóttur. Nam Karvel við unglingaskóla í Bolungarvík að lok- inni barnafræðslu, en hóf sjó- mennsku upp úr fermingu og þótti bráðger og kappsamur. Karvel var og um slceið verkamaður i áttliög- um sínum og siðar lögregluþjónn og liefur einnig stundað smíðar, en réðsl kennari við barna- og ungl- ingaskólann í Bolungarvík 1962. Kennir bann þar einkum lianda- vinnu og leikfimi og kvað nýtur í því starfi, þó að prófréttindi vanti. Bolungarvík er Sjálfstæðisflokkn- um öruggt virki, enda Einar Guð- finnsson kaupmaður og útvegs- bóndi sveitarstólpi þar og nýtur í ellinni góðrar liðveizlu sona sinna. Karvel Pálmason er bins vegar ekki svo skapi farinn að liann gerist hlýðinn og auðsveipur þjónn. Varð hann ungur róttækur í skoðunum og bneigðist til fylgis við Alþýðu- bandalagið. Mundi Karvel naumast hafa veitt Sósialistaflokknum að málum eins og forustu lians var liáttað og honum féll heldur engan veginn þreldeysi og kyrrstaða Al- þýðuflokksins. Aftur á móti blaut hann að eiga samleið með Ilanni- bal Valdimarssyni. Gekk Karvel i verkalýðs- og sjómannafélagið í Bolungarvík strax á æskuskeiði og varð varaformaður þess tvítugur, en formaður tveimur árum síðar 1958. Karvel var kosinn í hrejips- nefnd heimbyggðar sinnar 1962 og endurkjorinn 1966 og 1970, en þar ,er Sjálfstæðisflokkurinn í meiri- hluta, og lýtur staðurinn um flest vilja og forsjá Einars Guðfinnsson- ar. Karvel Pálmason sinnti hins vegar litt eða ekki þjóðmálum framan af og virtist ætla að una litlum hlut í Hólshreppi undir Stigablíð. Samt skipaði hann sjötta sæti á framboðslista Alþýðubanda- lagsins á Vestfjörðum í alþingis- kosningunum 1967, þegar Stein- grimur Pálsson réðst í fylkingar- brjóst eftir að Hannibal Valdimars- son vék þaðan á síðustu stundu og þeysti gramur til Reykjavíkur með vopn sin á lofti. Sú breyting á fram- boði Alþýðubandalagsins var likt og persónulegur greiði við Birgi Finnsson, enda náði liann aftur kosningu vestra, en Steingrímur Pálsson varð landskjörinn. Endur- koma Hannibals á Vestfirði sumar- ið 1971 hlaut hins vegar enn að raska viðhorfum. Valdist Karvel 8 VIKAN 44. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.