Vikan


Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 22

Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 22
;aiissiis — Að þér hefðuð oft farið inn til hennar á nóttunni. Orð- in voru varla töluð, fyrr en ég óskaði að ég hefði heldur bit- ið af mér tunguna. Þetta var svo einfeldnislegt, svo barna- lega kjánalegt. — Hvernig í fjandanum komst hann að því? — Hann lagði það í vana sinn að rölta um húsið, þegar hann gat ekki sofið. Hann sá og heyrði þá eitt og annað. Mér til undrunar rak hann upp hlátur. — Jæja, það er svona! Það er bezt að ég vari fjölskylduna við. Svo varð hann alvalrlegur aftur. ■—■ Jæja, það er þá Yvonne, sem stendur á milli okkar! — Nei, alls ekki, mér kem- ur það ekki við, sagði ég, í öngum mínum. — Þetta er yð- ar einkamál. Ég vil ekki vita neitt um það, ég vil ekki að þér farið að skýra það á nokk- urn hátt . . . — Yvonne var fallegasta stúlka, sem ég hef augum lit- ið, sagði hann og hlustaði ekki á mótmæli mín, — og ef ég hefði hitt hana fyrst, þá er mjög líklegt að ég hefði gert sömu vitleysuna og Carl-Jan og kvænzt henni. Henni hefði verið alveg sama hvor okkar það var, aðeins ef hún fengi nafnið og peningana. En hún var eiginkona Carl-Jans, sem mér þótti ákaflega vænt um og ég leit varla í áttina til hennar, svo lengi sem Carl- Jan var á lífi. En eftir lát hans, ja, — þá fór 'ég að leggja út netstúfa. Rétt í þessu komu hundarn- ir æðandi að bílnum, en Klem- ens stakk höfðinu út um glugg- ann og hastaði á þá og mér til mestu undrunar hlýlddu þeir honum samstundis. — En furðulegt, þeir hlýða! — Að sjálfsögðu hlýða þeir. Þeir eru vel tamdir. Það er ekki hægt að hafa ótamda hunda lausa. Þessi bíll er nýr, þeir eru ekki farnir að kannast við hann ennþá. En svo við snúum okkur aftur að þessu með Yvonne . . . Eftir nokkra mánuði var ég alveg læknað- ur og þar með er sagan öll. Það er mjög leiðinlegt ef drengurinn hefur fengið ein- hverjar rangar hugmyndir og tekið það nærri sér. — Ég veit ekki hvort hann tók það nærri sér, hann nefndi þetta aðeins. Mér finnst hann yfirleitt ekki taka neitt nærri sér og það finnst mér áhyggju- efni. Klemens brosti. — Það er sama hverju við bryddum upp á, þér getið alltaf leitt talið að Claes. — Það er líka hans vegna, sem ég er hér. — Já, það veit ég, þér eruð víst búin að þrýsta því svo kyrfilega inn í mig. En þarf það endilega að orsaka það að ég sé loft í yðar augum? Mér fannst þetta svo fyndið að ég var að " því komin að skella upp úr. Hann hefur kannski haldið að ég væri að hlæja að honum, þegar hann heyrði hve rödd mín skalf. — Það er víst ekki mörgum kon- um sem finnst það. — Nei, það getið þér bók- að. Rödd hans var reiðileg. — Og nú skulum við sjá hve vel þér tekst að láta sem ég sé ekki til, Malin mín litla. Mig grunaði strax hvað hon- um var í huga, en var ekki nógu fljót að stökkva út úr bílnum. Armar hans voru sterkir og munnur hans ákveð- inn. Ég veit ekki hvernig þetta hefði farið, ef Claes hefði ekki sagt, með svefn- þrunginni rödd: — Hvers vegna förum við ekki út úr bílnum? Klemens sleppti mér og ég vék mér undan, eins og ég hefði brennt mig. Það gerði ég líklega. Hann kom ekki með okkur inn, en ók bílnum strax upp að bílskúrnum. —• Hvers vegna var hann að kyssa þig? spurði Claes. Þótt ég hefði átt að vinna 5f!|P5Sppf!*! mér til lífs, hefði ég ekki get- að svarað. Ég var glóheit í kinnum, reyndar um allan lík- amann. — Líkaði þér það vel? Augu hans voru svo svefnþrungin að vonandi myndi hann halda að hann hefði dreymt. — Fannst þér það gott, Malin? — Ég veit það ekki, svar- aði ég, alveg hjálparvana. — Auðvitað veiztu það. Mað- ur hlýtur alltaf að vita svo- leiðis. Hvort manni þykir gott að kyssa einhvern eða ekki. — Claes, ég er þreytt og það er kominn tími til að fara í rúmið. Ég beið þar til hann var kominn í náttfötin, svo fór ég inn til mín. Það var mjög hljótt í húsinu og mjög svalt. En ég var með hita, að minnsta kosti þrjátíu og níu, það var ég viss um. Ég fór í kalt steypibað, en það var til lítils. Mér var svo heitt að það var engu líkara en ég hefði brennt mig og ég fann énnþá þrýstinginn af vörum Klemens. Ég slökkti ljósið, en var of eirðarlaus til að fara upp í rúmið. Ég opnaði því glugg- ann upp á gátt og settist á bekkinn í gluggaskotinu, spennti greipar um hnén og andaði að mér svölu nætur- loftinu. Ég heyrði einhvern opna dyrnar að blómagarðinum. Það var greinilega ekki ég ein, sem gat ekki sofið. Ég fór að gera mér í hugarlund að það væri Klemens, að hann rölti þarna um í sama eirðarleysi og sömu þrá og ég. En það var ekki sennilegt. Ég gat ekki gert mér í hugarlund að hann yrði and- vaka vegna konu, allra sízt vegna mín. Þetta hlaut að vera Vera Dickman. Svo heyrði ég hælaskelli á steinhellunum, jú, það hlaut að vera Vera Dickman, sem gekk þarna fram og aftur. Hundarnir voru nú aftur komnir nær. Ég hafði alltaf hugsað mér að varðhundar geltu yfirleitt ekki að ástæðu- lausu, en það gat verið að þessir væru öðruvísi þjálfaðir, að þeir væru einmitt þjálfaðir til að fæla ókunnuga frá með geltinu. Það var sannarlega ekki hjá því komizt að heyra til þeirra. Nú voru þeir komnir svo ná- lægt að það var engu líkara en að þeir væru komnir inn í blómagarðinn. Þeir hlutu að vera fast við hliðið. Þeir voru í blómagarðinum og geltið var öðruvísi en venjulega . . . Og urrið . . . Ég heyrði hana ekki stökkva, en hún hlaut að hafa fleygt sér á hurðina. Hún hljóðaði, — guð hjálpi mér, þvílík hljóð! Og aftur og aftur öskraði hún, hljóðin voru ekki mannleg . . . Ég þaut á fætur, — en and- artak stóð ég grafkyrr, gat varla náð andanum og þvisíð- ur hreyft mig. Svo þögnuðu ópin og ekkert heyrðist nema í hundunum, það var ennþá ógnarlegra. Að lokum gat ég hreyft mig. Ég man ekki nú hvernig ég þaut eftir ganginum og niður þrepin, sem lágu niður í blómagarðinn, en ég hlýt að hafa hlaupið hraðar en nokkru sinni fyrr á ævinni, því ég gat ekki komið upp nokkru orði, þegar ég rakst á Klemens. Hann var með blautt hár og greinilega að koma úr baði, en hafði klætt sig í náttbuxurnar. Við komum samtímis að dyr- unum. — Þær eru læstar, sagði hann og trúði því varla, því hann hristi lásinn. Ég hefði viljað gefa ár af ævi minni, til að losna við að fara út um þessar dyr, en neyddi mig samt til þess, brynjaði mig, eins og ég hafði oft þurft að gera í hjúkrunar- konustarfinu. Klemens réðist á hundana, öskraði og bölvaði og þeir Framhald á bls. 32. 22 VIKAN 44. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.