Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 32
RENSJÖHOLM
Framhald af bls. 22.
hypjuðu sig urrandi í burtu.
Ég lagðist á kné við hlið
Veru Dickman, sem lá graf-
kyrr og ég fann hvernig tárin
runnu niður kinnar mínar.
— Er hún lifandi? spurði
Klemens.
Ég hristi höfuðið.
— Barkinn — þeir hafa . . .
Meira gat ég ekki sagt.
Framhald í næsta blaði.
VIÐTAL VIÐ THOR
VILHJALMSSON
Framhald af bls. 29.
þeir, sem eiga heima d þessu
landi og eiga þetta land, að
þeir fari til dæmis út í það að
uppræta allan gróður þar og
sitt fólk. Svona fer stundum
með menn, þegar þeir eru að
reyna að tala gegn betri vit-
und og þjóna einhverjum ann-
arlegum öflum. Þá njóta þeir
ekki síns vits. Þeir voru fyrst
og fremst svo andskoti ragir
við að segja nokkuð, þannig að
ég held að jafnvel finnist ekki
svona hræddir menn í sjálfri
Ameríku. En það er náttúrlega
gamla sagan, að menn verða
kaþólskari en páfinn.
Ég vík nú talinu að bókum
Thors, einkum þeirri síðustu,
Ópi bjöllunnar; get þess að
mér virðist í henni hljóma all-
sterkur dómsdagstónn.
— Já, finnst þér sá tónn
ekki eðlilegur? segir Thor. —
Mín kynslóð hrökk allt í einu
upp við það, þegar atóm-
sprengjan sprakk, að hægt
væri að tortíma öllum heim-
inum; nú væri fundið upp til
þess tæki og nú væri spurs-
málið það hvort ætti að nota
það eða ekki. Þetta hefur sjálf-
sagt haft nokkuð mikil áhrif á
marga af minni kynslóð. Síð-
an koma aðrar kynslóðir, sem
fæðast inn í heiminn, sem er
undir þessari ógn, og ég skal
ekki um það dæma hvort betra
er að koma inn í heiminn þeg-
ar þetta er orðin staðreynd,
eða hrökkva allt í einu upp við
þetta. Fæðast inn í heim, sem
var óendanlegur, en er svo allt
í einu orðinn endanlegur. Og
hvernig eiga hinir vitrari menn
að hafa hemil á hinum? Og
þegar við höfum séð svona
fyrirbæri eins og nasismann,
hvað þeir gátu vaðið langt.
Eru þá nokkur undur að menn
séu hræddir við þá tilhugsun,
að það séu möguleikar fyrir
þess konar fólk til að draga
allt með sér til helvítis. Eins
og nasistarnir, þegar þeir
höfðu verið reknir öfugir áleið-
is til helvítis, þá reyndu þeir
að draga allan heiminn þang-
að með sér. Það 6r erfitt að.
loka augunum fyrir þeirri
hættu að aftur skjóti upp úr-
þvætti eins og þessum Hitler
þeirra, með einhverja magí
sem verkar á hans þræla.
Hverjum getum við treyst til
að hindra að svoleiðis komi
fyrir aftur? Þú varst nú þarna
í Indlandi, hvernig heldurðu
að sé með þessa kalla, þessa
helgu menn, sem þar sitja á
fjallatindum, heldurðu að þeir
séu nógu sterkir til þess að
hafa uppi nógu þéttriðið hug-
sendinganet til að halda öllum
dónum niðri?
— Ætli aðrir aðilar, sem
hafast við neðar, hafi ekki
önnur net þéttriðnari á móti?
En svo við höldum okkur við
bækurnar, þá virðist mér þú
hafa skipt um ham, ef svo
mætti segja, sem rithöfundur
með Fljótt fljótt, sagði fugl-
inn. Þýddi það ekki veruleg
átök að breyta svo mjög um
form, sem mér virtist þú gera
með þeirri bók?
— Það eru nú alltaf talsverð
átök í sambandi við það að búa
til bækur og skrifa. En þetta
kom nokkuð eðlilega hjá
mér. En þegar maður skrifar
þessar bækur fer alltaf fram
eitthvert stríð, sem maður ætti
nú sem minnst að tala um,
kannski. Ég reyni á hverjum
tima að finna form, sem hæfir
því sem vakir fyrir mér. Form-
breyting? Já, þær eru kannski
dýrar kveðnar að mörgu leyti,
þessar tvær bækur, en hinar
fyrri, þéttriðnari. Maður þarf
alltaf að vera að svara ein-
hverju, sem verið er að senda
inn í mann. Finna það svar
sem á við hverju sinni. Eg veit
eiginlega ekki hvernig ég á að
gera grein fyrir því; það er
alltaf einhver slagur, sem fer
fram inni í manni sjálfum.
Annars er ég ónýtur að tala
um mínar bækur. Þetta eru
stórir hlutir, sem koma til álita,
og maður verður að reyna að
vanda sig við þetta. Kannski
sérðu eitthvað nýtt út úr nýju
bókinni, sem nú er á leiðinni?
Ég vona það. Og þá kemurðu
kannski aftur til mín og spyrð,
hvort það hafi ekki kostað átak
að breyta svona til, og það er
alltaf átak, það get ég sagt. Og
ég held ekki að aðrir ættu að
fást við listsköpun en þeir, sem
hafa hæfileika til að hafa dá-
lítið fyrir því. f svoleiðis nokk-
uð hafa engir helgar sæmunds-
synir að gera.
-— Hvernig lízt þér á þróun
íslenzkra bókmennta í dag?
— É'g veit ekki alveg hvort
ég á að segja mikið um það, til
þess er málið mér of skylt. En
maður heyrir stundum sagt í
bölsýnistón, að það sé allt orð-
ið ómögulegt og ekkert að ger-
ast í íslenzkum bókmenntum,
það sé eitthvert svona niður-
lægingartímabil. Hvernig í
ósköpunum er hægt að segja
svona meðan menn eins og
Halldór Laxness, Gunnar
Gunnarsson, Þórbergur Þórð-
arson eru hinir miklu burðar-
ásar, og svo vona ég nú að
eitthvað sem gildi hefur hafi
komið eftir aðra yngri. Ég veit
varla hverjir það eru helzt, sem
alltaf eru að tala um að ekkert
gerist í bókmenntunum, ætli
það séu ekki þeir sem eru orðn-
ir steingeldir sjálfir, og að
þeirra eigið náttúruleysi geri
þá blinda. Heyrandi heyra þeir
ekki og sjáandi sjá þeir ekki.
Það er fullt af þessum mönn-
um allt í kringum okkur, sem
ganga um með fýlusvip af því
að þeim dettur ekkert í hug
sjálfum, og verða sárir og
koma herpingar í andlitið á
þeim, þegar þeir sjá einhvern
mann, sem er að detta eitthvað
í hug, eða segja eitthvað, gera
eitthvað. Það er bagalegur
skortur á hrifnigáfu í vissum
hópum hér í Reykjavík. Það
held ég nefnilega að sé náðar-
gáfa að geta orðið hrifinn. En
það eru vissir hópar, sem eru
að reyna að afla sér viðurkenn-
ingar fyrir gáfur og mannvit,
og halda að það felist í því að
vera aldrei glaður. Heldur ekki
hryggur. Ég veit ekki hvort
þeir þekkja kvæði Gríms um
Halldór Snorráson og miða við
það, en sé svo held ég að það
sé mikill misskilningur, bæði
á Grími og Halldóri.
Og öllu.
Það er vaxandi hiti í rödd
skáldsins, þegar hann fjallar
um meðferðina á bókmenntun-
um hérlendis.
— Þeir eru eins og svolitlir
kekkir í þjóðfélaginu, segir
hann. — Svona menn, sem
sitja og raga allt niður, og ef
það kemur snilldarverk, þá
segja þeir ooo, ætli hann hafi
það ekki frá einhverjum öðr-
um. Eða: maður hefur nú heyrt
annað eins. Og þá segir ein-
hver: eins og hvað? Þá er svar-
að: það þarf ekkert að vera að
tiltaka það, eins og það viti
ekki allir.
Talið berst nú að Parísarár-
um Thors, sem vitaskuld áttu
mikinn þátt í mótun hans.
Sennilega er enginn núlifandi
rithöfundur okkar mótaðri af
rómönskum áhrifum.
— Þeir voru náttúrlega að
koma upp úr öldudal þá, Frakk-
arnir, segir Thor. — Mér fannst
mikið vera að gerast og mikið
32 VIKAN 44. TBL.