Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 28
ÞAÐ ER
ALLTAF
EINHVER
SLAGUR
list í París árin eftir stríðið,
enda kannski meiri heimsborg-
ari en nokkur annar íslenzkur
rithöfundur sem nú er uppi. En
mér var ekki kunnugt um að
hann hefði stundað Ameríku-
ferðir. Hvað drægi hann þang-
að vestur?
— Það er vegna bókmennta-
verðlauna, sem veitt eru á
tveggja ára fresti, og annast
það tólf manna dómnefnd, sem
ég var meðal annarra útnefnd-
ur í að þessu sinni, útskýrði
Thor. — Það var byrjað að
veita þessi verðlaun 1970. og
þau eru kennd við stórt og
ágætt tímarit, sem heitir Books
Abroad og fjallar um heims-
bókmenntir. Það hefur að bak-
hjarli ríkisháskólann í Okla-
homa, og hefur menn um all-
an heim til að skrifa um bók-
menntir; þannig hefur það nú
ágætan mann til að skrifa um
íslenzkar bókmenntir, sem er
Njörður Njarðvik. Þeir hugsa
sér hátt með þessum verðlaun-
um, sem til þeirra stofnuðu, að
minnsta kosti sagði New York
Times að þeir ætluðu að keppa
við Nóbelsverðlaunin. Þeir hafa
sumir gagnrýnt nóbelsverð-
launaveitingar vegna þess að
þær væru nokkuð íhaldssamar,
að menn væru ekki verðlaun-
aðir fyrr en þeir væru orðnir
gamlir og andlausir og hrumir
og næstum dauðir. Ekki hefur
það nú sannazt á okkar nó-
belsskáldi.
- Einhvern tíma hefðu það
þótt tíðindi að svona mikil
menning væri á kreiki í miðju
villta vestrinu, og það í ríki
eins og Oklahoma.
Ég veit nú ekki alveg
hvernig í þvi liggur, en ég held
að það komi að einhverju leyti
til af áhrifum frá ágætum
manni, sem hefur setzt þarna
að. Hann heitir Ivar Ivask,
upprunninn í Eistlandi, mikill
gáfu- og menningarmaður. Ég
get því miður ekki dæmt um
hans skáldskap á eistnesku, en
þetta er skarpgáfaður maður
og ákaflega vel að sér, hefur
ski líka rökstyðja það að póli-
tísk viðhorf hafi ráðið þegar
Sjólókof fékk bókmenntaverð-
launin, og Soltsénitsín, en iíka
má benda á bókmenntaverð-
leika Sjólókofs, þótt mér sé
hann ekki að skapi. Það verð-
ur aldrei gengið framhjá þvi
að hann skriíaði Lygn streym-
ir Don, þótt hann hafi ýmis-
legt gert annað, sem gert hef-
ur að verkum að virðing mín
fyrir honum hefur rénað. Það
er dálítið líkt með Steinbeck.
sem skrifaði Þrúgur reiðinnar
og fleiri fallega hluti. Það var
leitt að hann skyldi svo fara
að mæra morðin í Víetnam
mjög fjálglega og andstyggí-
lega, svo að maður varð bara
innilega sorgmæddur. Það var
eins og maðurinn væri sjúkur.
eða kannski búinn að drekka
of mikið.
Fram að þessu hefur skáldið
verið ljúfmennskan sjálf í við-
móti, þar sem við sitjum i
kvöldkyrrðinni í stofunni
heima hjá honum, dreypum á
te og röbbum, á veggjunum í
kring eru málverk eftir Kjar-
var, Svavar Guðnason, Karl
Kvaran, Eirík Smith m. a„ og
Thor sjálfan, en hann er ágæt-
ur myndlistarmaður þótt hann
sé sennilega minna þekktur
fyrir það en bækur sínar og
greinar. En málverkin bera
höfundi sínum glöggt vitni.
ekki síður en bækurnar. —-
Þegar viðurstyggð heinismál-
anna berst i tal, verða augu
skáldsins öndótt og þvi er lík-
ast sem hárvöxtur hans auk-
ist; 'reiðr vas þá Vingþórr.
Hann heldur áfram:
— Mér finnst það furðulegt
hve margir eru hræddir hér á
landi við að tala um þessa
hræðilegu hluti, sem Banda-
ríkjamenn eru að fremja í Ví-
etnam. Þú manst eftir að það
var þáttur í sjónvarpinu, þar
sem var sýnd kvikmynd, sem
mér þykir ólíklegt að margir
hafi verið ósnortnir af, þeir
sem sáu. Að hugsa sér til dæm-
is það hugvit, sem beitt er til
þess að hugsa út meiðingar og
limlestingar, hvernig hægt sé
að skemma fólk og gera það
örkumla, helzt ekki drepa það
alveg, heldur láta það lifa við
eins mikil harmkvæli og hægt
sé að útvega því án þess að
drepa það alveg. Og svo koma
menn á eftir og ræða um þetta
og tala flestir alveg eins og
hálfvitar. Einhver sagði; hvern-
ig væri ef svona kvikmynd
yrði gerð frá hinni hliðinni?
Eins og það sé nú trúlegt að
Framhald á bls. 32.
Thor Vilhjálmsson.
laugað sig í evrópskri menn-
ingu, talar fjölmörg tungumá!
mjög vel og fyrirhafnarlaust
og er ekki í neinum vandræð-
um með að skipta frá einu máli
til annars. Hann er ritstjóri
Books Abroad.
— Eftir hvaða reglu er skip-
að í dómnefndina, og hve lengi
situr hver nefndarmanna í
henni?
—- Það er skipt um alla
nefndina hverju sinni, og í
hana eru hverju sinni kallaðir
tólf bókmenntamenn og rithöf-
undar víðs vegar að úr veröld-
inni. Verðlaunaféð nemur tíu
þúsund dollurum. í fyrsta og
eina skiptið, sem verðlaunin
hafa verið veitt, fékk þau
skáldið Ungaretti, sem er ný-
látinn; síðasta ferð hans var
einmitt vestur um haf að sækja
verðlaunaféð. En það hafði
verið þrátefli milli hans og
Neruda í dómnefndinni; það
voru jöfn atkvæði með þeim,
þangað til formaðurinn, sem er
Ivask, skar úr, en hann getur
einmitt skorið úr þegar stend-
ur á jöfnu, og er eini fasta-
maðurinn í nefndinni. Svo vildi
nú svo vel til að Neruda fékk
sínar sárabætur skömmu síðar,
sjálf Nóbelsverðlaunin, sem
mörgum þótti nú að hefði mátt
verða miklu fyrr, og furðulegt
að svo lengi skyldi vera hægt
að ganga framhjá slíku önd-
vegisskáldi.
Hverjir koma helzt til
greina við verðlaunaveitinguna
nú, ég á við verðlaun Books
Abroad?
— Það er búið að tilnefna
ellefu, en ég veit nú ekki hvað
ég má mikið rausa um það að
öðru leyti, þótt það væri gam-
an. En það er ákaflega álitleg-
ur hópur. Og það er ætlazt til
þess að þeir sem eru tilnefnd-
ir hafi ekki hlotið Nóbelsverð-
laun, svo mikið get ég sagt þér.
— Já, Nóbelsverðlaunin. Því
heyrist oft fleygt að pólitisk
sjónarmið ráði stundum miklu
um veitingu þeirra.
Já, við munum nú báðir
eftir því þegar Winston Churc-
hill fékk bókmenntaverðlaun
Nóbels, og þótti mörgum ein-
kennilegt að hann skyldi ein-
mitt fá bókmenntaverðlaunin.
Það hefur kannski ekki þótt
viðeigandi að láta hann fá frið-
arverðlaunin fyrir hans þátt í
því að vinna stríðið, þótt kann-
ski hefði vel mátt réttlæta það
að maður fengi friðarverðlaun
fyrir að eiga hlut að þvi að
berja niður viðurstyggð nas-
ismans. Það mætti kann-
28 VIKAN 44. TBL.