Vikan


Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 16

Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 16
\ Barnið grét, jafnvel áður en það var tekið úr faðmi móður- innar. Það var eins og drengur- inn skynjaði að hann ætti ekki afturkvæmt í arma hennar. Hann var mjög ungur, aðeins 5 daga. Andlit, staður, fólk, skipti ekki miklu máli fyrii hann, það eina sem hann skynj- aði var sætur ilmurinn og mýkt armanna sem umvöfðu hann, arma móðurinnar. En nú var eins og eitthvert dýrslegt eðli segði honum að hann væri að glata þessu hæli. Hún grét líka, ofsafengnum örvæntingargráti, sem skók líkama hennar í ekkasogum. Hávaxni, dökkhærði maðurinn, sem leit út fyrir að vera svo gamall að hann gæti verið fað- ir hennár, en var reyndar fað- ir barnsins, strauk viðutan Ijósa lokka frá enni hennar með vasaklút, sem hún kreisti i Jófa sér. Fangamarkið á klút- beðlinum var stórt, gullið „A“. — Vina mín, sagði ofurst- inn, velæruverðugur Sir Char- les Fitz Roy, — þú mátt ekki taka þetta svona nærri þér. Þú verður bara veik og læknirinn hefur verið svo ánægður með hve fljót þú hefur verið að hressast. Svona nú. — En ég get ekki látið hann frá mér! snökkti hún. — Hann er okkar barn, Charles, sonur okkar. Það hlýtur að vera ein- hver leið til þess að ég geti íengið að hafa hann hjá mér! — Nei, það er engin leið, vina mín. Þú ættir að vita það manna bezt. Við erum búin að ræða þetta svo oft, fram og aftur. Það mátti greina óþol- inmæði í rödd hans og Amelia prinsessa tók eftir þvi. A svip hans mátti sjá djúpa hryggð, þegar hún ýtti barninu sínu frá sér. Charles benti hljóð- lega til konu, sem hafði staðið þögul álengdar og beðið eftir þessu augnabliki. Hún flýtti sér að hvílu prinsessunnar, greip barnið, vafði það inn 5 sjal og gekk hljóðlega burt, eins og skuggi. Amelia grúfði sig niður í koddann og lá grafkyrr. Hún grét ekki lengur, hún var kom- in yfir það stig sorgarinnar. Ástvinur hennar blandaði ein- hverju saman í glas, sem stóð á náttborðinu hennar. Hann hrærði í glasinu, lyfti henni upp af koddanum og hélt glas- inu að vörum hennar. — Þú sofnar af þessu. Þeg- ar þú vaknar lítur þú á þetta allt með skynsemi. Amelia drakk úr glasinu, 16 VIKAN 44. TBL. Þótt fólk sé konunglegrar ættar, Iiagar það sér ekki alltaf eins og skyldi. Konungar, drottningar, hertogar og prinsessur, eru mannlegt fólk, þótt það búi í ein- hverri ósnertanlegri fjarlægð frá okkur hinum, en sá er munurinn, að þetta fólk er alltaf i sjónmáli. Og ef það liendir að einhver þeirra verði ástfangin af óæski- legum aðila, er hlásið upp hneyksli, sem ósjálfrátt nær til mannsins á götunni, eftir að búið er að fjalla um það meðal hirðanna og framáfólksins. Og það var haf.t eftir fólkinu á götunni i upphafi nítjándu aldai^ að hin engilfagra Amelia prinsessa, yngsta dóttir konungsins, hefði búið i ástasambandi . . . hefði verið leynilega gift . . . verið barnshafandi . . . En hvað sem því leið, þá var Amelia ástfangin . . . hallaði sér á koddann og lok- aði grátbólgnum augum sínum. - 'Ég er fegin að hitt barn- ið skyldi deyja, sagði hún. Henni fannst undarlegt að hugsa til þess að barnið henn- ar skyldi vera dæmt til að al- ast upp meðal ókunnugra; ekki neins manns barn, ekki sérstakt yndi nokkurrar mann- eskju, éins og hver annar út- burður, aðeins betur borgað fyrir hann en aðra útburði. Og þó rann blátt kóngablóð í æð- um hans frá báðum ættum, Hannover ættarinnar móður- i \

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.