Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 19
ar, þetta yrði hamingja, því að
hún efaðist ekki um það að
Charles elskaði hana (það
elskuðu hana allir) og faðir
hennar var svo hrifinn af hon-
um, að hann myndi einhvern
veginn finna ráð til að ganga
framhjá þessum hlægilega gift-
ingarsáttmála konungsfjöl-
skyldunnar, því að hjúskapur
þeirra hlaut að vera mjög
ákjósanlegur.
Hún gerði sér þetta allt ljóst
og var ákveðin í að hafa frum-
kvæði í málinu. Ungfrúrnar
sátu að venju við spil, eitt
kvöldið og prinsessan naut sól-
arlagsins, þar sem hún lá á
sófa við gluggann. Kvöldið var
unaðslegt og fuglasöngurinn
barst inn um gluggann. Ein-
mana riddari þeysti upp heim-
reiðina. Amelia heyrði dyr
opnaðar og lokaðar, heyrði
fótatak þjónanna fjarlægjast
og hælaskelli riddarans á park-
etgólfinu í forsalnum. Hann
gekk framhjá dyrum hennar á
leið sinni upp á loft. Hún kall-
aði:
— Sir Charles!
Eftir andartaks hik, opnaði
hann dyrnar og svo stóð hann
kyrr, glæsilegur í reiðfötum
sínum, með undrunarsvip á
langleitu Stuartsandlitinu. —
Yðar hágöfgi?
Amelia sendi honum töfrandi
bros. — Ég hélt þú hefðir
gleymt að bjóða mér góða nótt.
— lig hélt að yðar hágöfgi
hefði gengið til náða, sagði
Charles, nokkuð þrjózkulega.
Málverk eftir Copley af systruri'
um Mary, Ameliu og Sophiu.
Hann var búinn að þola sitt af
hverju við hirðina í Windsor
og London og hann hafði von-
azt eftir svolítilli hvíld í fá-
menninu í Weymouth, en sem
hermanni fannst honum þetta
varðarstarf frekar ómerkilegt.
— Jæja, ég er ekki gengin
til náða, sagði prinsessan. Hún
rétti fram höndina á konung-
legan hátt og hann beygði sig,
til að votta henni lotningu á
venjulegan hátt. En hún kippti
til sín höndinni Qg rétti honum,
þess í stað, rósrauðan munn.
— Góða nótt, Charles.
Hann varð skelfingu lostinn,
undrandi. í huganum þeysti
hann til Windsor, til að biðja
um lausn frá þessu embætti.
En svo varð karlmaðurinn í
honum yfirsterkari, Stuartinn.
Hann kyssti hana.
Og þetta varð upphafið.
Hann gat ekki staðizt þessa
dásamlegu stúlku, sem var
bæði ástfangin og ástríðufull.
Hann var ókvæntur, miðaldra
um þetta leyti og tilbeiðsla
ungu konungsdótturinnar kitl-
aði hégómagirnd hans. Og eft-
ir þennan fyrsta koss varð
samband þeirra æ innilegra,
meðan kennslukonurnar sátu
rólegar við sína sauma og
spilamennsku. Þær tóku ekki
eftir neinu, en það gerði þjón-
ustufólkið aftur á móti. Það
fór því að kvisast að vinfengi
væri milli prinsessunnar og líf-
varðar hennar, meira en góðu
hófi gegndi.
Hávaxni, dökkhærði maður-
inn og stúlkan ljóshærða, voru
saman öllum stundum, í hús-
inu, á göngu við sjávarborðið
og á reiðtúrum um skógana.
Einu sinni kom prinsinn af
Wales í heimsókn frá Brighton
og færði uppáhaldssystur sinni
bæði hatta og falleg bönd.
Hann var nokkuð þungur á
brúnina, þegar hann fór og
hugsandi frekar venju.
Þð var ekki hægt að leyna
sambandi þeirra. Weymouth
var mjög dáður baðstaður og
þan-gað sótti fólk frá London,
til að njóta sjávarloftsins og
hlusta á hneykslissögur. Orð-
rómur var því ekki lengi að
berast til London um að ein
af konungsdætrunum hefði
legum ástæðum, og í
hjónabandi Kents fædd-
ist dóttir, sem siðar
varð Victoría drottning
Breta.
Það var því ljóst að
prinsamir höfðu með
einhverju móti losnað
undan innilokun og
jámaga í Windsor og
Kew. En systumar sex,
• sem ekki síður en bræð-
ur þeirra, voru ákaf-
lega fagrar, urðu að
lúta ægivaldi föðurins
og búa við innilokun,
sem líktist helzt fang-
elsi. Ást hans á dætr-
unum var eiginlega
hrollvekjandi í allri
sinni eigingimi. Hann
ákvað fljótt að engin
þeirra mætti giftast og
hann „öskraði bókstai'-
lega“, eftir því sem
einn samtíðarmanna
hans hefur sagt, þegar
það kom til tals að þær
myndu nú ekki dvelja
í föðurgarði alla ævi.
Þeim þótti of vænt um
hann og vora of hrædd-
ar um geðheilsu hans
til að malda í móinn.
Allar systur Ameliu
voru undir sömu synd-
ina seldar. Þrjár þeirra
giftust þó að lokum,
Charlotte prinsessa,
þegar hún var þrítug,
Mary fertug og Elisa-
beth var næstum fimm-
tug, og á þeim tímum
þótti þetta nánast
hlægilegur giftingar-
aldur.
Eiginmenn þeirra
voru allir ákaflega óað-
laðandi menn. Eigin-
maður Charlotte var
sagður hafa myrt fyrri
konu sína, eiginmaður
Elisabethar var bók-
staflega ljótur og hin
undurfagra Mary gift-
ist frænda sínum, her-
toganum af Gloucester,
sem lék hana grimmd-
arlega. Þær urðu allar
fyrir vonbrigðum í
lijónaböndum sínum.
Ágústa prinsessa,
sem var mjög falleg
stúlka og George bróð-
ir hennar kallaði „vesa-
lings kisu“, varð ást-
fangin af Brent Spenc-
er hershöfðingja.
Þau vonuðu að þeim
yrði leyft að giftast
og í mörg ár
var Ágústa ást sinni
sloppið undan gæzlu nunnu-
reglunnar, en það kölluðu kon-
ungsdæturnar heimili föðurins
í gamni.
Árið áður hafði það gengið
fjöllunum hærra að Sophia,
systir Ameliu, hefði eignazt
barn, óskilgetið að sjálfsögðu,
með Garth hershöfðingja og að
Tommy litli Garth væri í fóstri
hjá klæðskerakonu í Wey-
mouth en þetta hafði þó ekki
verið staðfest. Nú leit út fyrir
að Amelia ætlaði að fara að
dæmi hennar. Fólk var yfir-
leitt ánægt með hve konungs-
fjölskyldan sá fyrir góðu slúð-
urefni, þar var alltaf eitthvað
nýtt að frétta.
Sumarleyfið tók enda og
Amelia fór aftur til Windsor
og Charles Fitz Roy fylgdi
henni þangað. En eftir það áttu
þau ekki hægt með að hittast,
því þar hvíldu allra augu á
þeim. Þegar hann var ekki á
verði, svo hún gæti að minnsta
kosti sent honum ástríkar augn-
gotur, skrifaði hún honum.
Hann var „elsku engillinn
hennar“ í þessum bréfum og
hún kvartaði undan þeirri
mannvonzku að leyfa þeim
ekki að sitja við sama spila-
borðið. Hafði hún gert eitthvað
til að reita hann til reiði,
augnaráð hans hafði verið
kuldalegt? Hún var afbrýði-
söm, jafnvel út í systur sínar.
En „ástin mín eina, ég veit þú
elskar mig samt eins heitt og
áður . . .“
Framhald á bls. 47.
trú, en þegar hann dó,
var hann með smá-
mynd af henni í nisti
um hálsinn. Hún gift-
ist aldrei.
Sophia prinsessa, sem
var elskuleg og ástrík
stúlka, gaf hjarta sitt
óþekktum manni, sem
aldrei hefur verið nafn-
greindur og hún eign-
aðist með honum barn.
Amelia, sú yngsta af
þessum óhamingjusömu
systmm, lézt fyrst. —
Faðir hennar lifði í tíu
ár eftir dauða hennar.
44. TBL. VIKAN 19