Vikan


Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 33

Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 33
að losna úr læðingi. Eg veit ekki hvort mér fannst það sumpart af því að ég kom héð- an að heiman, þar sem verið hafði stormahlé miðað við þessi voðalegu ár, sem þá gengu yf- ir heiminn. Það hafði því mik- il og örvandi áhrif á mig að koma til Parísar; það lá svo mikið í loftinu. Þá gilti ennþá eins konar alþjóðasamkomulag um það að það væri stefnumót í París, að þar væri fundar- staður til að bera fram hug- myndir og meta þær og mæla. Og þegar maður kom þangað héðan, stóð maður á öndinni, vissi ekkert hvernig maður ætti að snúast við þessu, hafði enga tækni þá til þess heldur. Og svo þurfti maður náttúr- lega talsverðan tíma til að átta sig á því hvar maður var, hvað var að gerast í manni sjálfum. Mér fannst ákaflega spennandi að vera í París; þar var aldrei kyrrt, alltaf svo mikið að ger- ast andlega. — Þið stofnuðuð Birting skömmu síðar. Var megintil- gangurinn með honum ef til vill sá að opna íslandi glugga út í rómanska heiminn, glugga í stað þess sem segja má með miklum rétti að lokazt hafi með siðaskiptunum? — Ja, það má segja það að sumum parti; það var margt sem vakti fyrir okkur. En nú vona ég að ég sé ekki farinn að tala eins og gamall maður; það er mörgum áratugum of snemmt, finnst mér, eða ég vona það. En ég held að okkur hafi verið það sameiginlegt, flestum sem stóðu að Birtingi, að við vorum dálítið róman- tískir, höfðum upplifað eitt og annað og notið eins og annars úti í heimi, sem. okkur þóttu kannski stórir hlutir. Okkur fannst við hafa þær skyldur við okkar þjóð að reyna að bera heim eitthvað af því, sem okkur fannst geta komið að gagni hér, til að örva og ýta við ýmsu hér heima, hvernig sem það nú tókst. Ég held að stærstu hlutirnir í íslenzkri menningu hafi alltaf orðið þannig til að menn, sem höfðu upplifað einhver — ég veit ekki hvort ég á að kalla það stórmerki — úti í heimi og komu svo heim og reyndu að tengja þetta sínu fólki. Sumir þessir menn, sem skrifuðu fornsögurnar, þeir voru miklir listamenn og heimsmenn, sem vissu hvað þeir voru að gera. Þá var ekki búið að finna upp þetta heimavarnarlið, sem nú er í okkar menningarlífi, til þess að reyna að viðhalda smæðinni, og það sjónarmið að halda menningunni fyrir alla muni innan landhelginnar, það var þá ekki heldur til. Þegar því Snorri fór út fyrir land- helgina og gerði Noreg að sínu sögusviði, þá var það alveg ókei. Það var enginn til að banna honum það. enda var hann nú svo voldugur líka að það hefði ekkert þýtt fyrir þá, og svona helgar sæmundssyn- ir þess tíma hafa áreiðanlega smjaðrað fyrir honum, af því að hann var svo mikill höfð- ingi og ríkur. Þessir kallar fóru víða, sumir alla leið til Býs- ans, og til Parísar fór Sæmund- ur fróði, sem var sem dugleg- astur við að andskota andskot- anum til og frá. Og Jón Ög- mundsson fór til Bologna. f sambandi við stjörnufræðina útveguðu þeir sér áhrif frá Árabíu, eða það gerði Völu- Steinn. Það ríkti sem sé engin Monroe-kenning í menningunni á Islandi í þá daga. — Voruð þið alltaf mjög samhentir í ritstjórn Birtings? — Nei, síður en svo, við höfðum meira að segja inn- byrðis ritdeilur í ritinu. En eitt af því sem okkur var sameig- inlegt var að við höfðum hver í sínu lagi látið okkur detta í hug að stofna tímarit; fannst þurfa að vera tímarit, einhver vettvangur, þar sem hægt væri að tala frjálslega og segja ná- kvæmlega það, sem manni sýndist. Við sáum ekki að neinn annar vettvangur væri til hér á landi, en þótti fásinna að fara að hleypa af stokkunum tímariti hver fyrir sig, svo að við slógum okkur saman. Og eitt megineinkennið við Birt- ing var alltaf að hann var al- frjáls skoðanavettvangur, enda höfðum við aldrei fjárhagslegan bakhjarl eða neitt stórveldi til þess að takmarka ritfrelsið. Við vorum oft mjög ósammála, enda aldrei ætlunin að stofna þarna neinn halelújasöfnuð. Þarna áttu margir sæti í ritstjórn lengur eða skemur; við Hörð- ur Ágústsson, sem höfðum ver- ið saman í París og höfðum að ýmsu leyti lík viðhorf, Geir Kristjánsson, sem líka hafði verið um hríð í París samtíma mér. Hann skrifaði eitt smá- sagnasafn; því miður hefur nú ekki komið mikið meira frá honum, en í þessum smásögum var margt mjög efnilegt. Svo voru þarna Hannes Sigfússon, Jón Óskar, Einar Bragi, sem var duglegastur allra, að öðr- um ólöstuðum. Björn Th. Björnsson var með okkur um tíma og ágætur liðsmaður, og svo varð okkur á það glappa- skot að taka Jóhann litla Hjálmarsson inn í ritstjórnina; ætluðum með því að ná sam- bandi við yngra fólk, en hann hafði dálítið greindarleg augu þegar hann var sextán-sautján ára gamall. Því miður reyndist það ekki mikið að inarka. Og skáldið hlær á sinn ljúf- mannlega hátt. Ég leiði talið að ferðinni vestur um haf og verðlauna- veitingu Books Abroad undir forustu eistneska snilldar- mannsins Ivasks. Óneitanlega verður það að teljast veruleg- ur heiður að hljóta útnefningu í hlutaðeigandi dómnefnd. í henni eiga sæti menn úr hópi þekktustu rithöfunda og skálda um víða veröld. — í fyrstu dómnefndinni, segir Thor, — áttu meðal ann- arra sæti Vosnesenský frá Sov- étríkjunum, Allen Tate frá Bandaríkjunum — Stephen Spender sagði í mín eyru að hann væri eitt bezta ljóðskáld- ið á enska tungu núna — Hein- rich Böll frá Þýzkalandi, Jan Kott, sá pólski, sem skrifaði bókina Shakespeare, Our Con- temporary, Mario Vargas Llosa frá Perú. Þar, í Suður-Ameríku, blómstrar skáldsagan einmitt sérstaklega núna, stendur lík- lega hvergi í heiminum með meiri blóma, ef grunur minn er réttur. í dómnefndinni núna eru til dæmis eitt af helztu ljóðskáldunum í Grikklandi, sem heitir hvorki meira né minna en Odysseifur, Odyss- evs Elítis. Frá Júgóslavíu er Jovan Hristic, ágætt leikrita- skáld, og svo einn frá Gíneu, Camare Laye, tékknesk kona, Vera Linhartova, Kenneth Rex- roth frá Bandaríkjunum. Jorge de Lima frá Portúgal, sem býr í Brasilíu núna, Francois Bon- dy frá Sviss, Carmi frá fsrael, Laitinen frá Finnlandi. Hann er kunnur ýmsum íslendingum, hefur verið hér tvisvar sinn- um, í sambandi við Norður- landaverðlaunin, en hann er í dómnefnd þeirra. Hann er ágætur maður, víðförull og víð- menntaður. Það virðist svo sem að á hinum Norðurlöndunum sé reynt að hafa í nefndinni menn, sem vita eitthvað um heiminn, en við höfum allt önnur við- horf i því, íslendingar. í sam- bandi við útflutning á bók- menntum höfum við fulltrúa þeirra viðhorfa, sem felast í nafni tímarits fyrir norðan, Heima er bezt. Þeir hafa lent — Hvernig finnst þér peysan hans? Ég leyfði honum sjálfum aS velja hana! í þessum bókmenntaútflutningi fyrir hönd ríkisins, en ættu hvorki að vera í innflutningi eða útflutningi á bókmenntum, því að auðvitað er frumskil- yrði þess að geta staðið sig í svoleiðis starfi að vita eitthvað um það, sem gerist í veröld- inni, helzt eitthvað um það sem gerist í kringum þá, jafnvel næst þeim sjálfum. Ég held að þeim væri bezt ráðstafað með því að láta þá sitja í kofa við einhverja mæðiveikigirðingu og tefla þar. Það er náttúrlega anzi hart fyrir þá menn, sem eru að fást við bókmenntasköpun, að til þess að fjalla um þeirra verk séu kvaddir menn, sem hafa ekki frumstæðustu forsendur til að botna nokkuð í því, sem þeir eru að gera, og annar þeirra engan vilja til þess. Svo að það, sem á að greiða fyrir bókmenntasamgöngum okkar við umheiminn, það verður bara sem stífla. Það erfiðasta fyrir þá, sem eru að fást við að búa til bókmenntir, verður þá kannski að komast framhjá þessum varðpóstum. Þessir póstar eru nú ekki beinlínis kerúbar með logandi sverð, en standa þó í hliðinu og afstýra bókmenntasamgöngum í stað- inn fyrir að greiða fyrir þeim. — Viltu meina að þeir hindri' bókmenntaútflutninginn nærri alveg? — Þeir flytja þá kannski helzt út það, sem ætti alls ekki að flytja út, heldur kannski miklu fremur að flytja inn í einhverja sérstaka sveit á land- inu, og þá er bara að finna hvaða sveit það á að vera. — Mér er forvitni á að frétta eitthvað um bókina, sem nú er von á eftir þig. — Já, þá kemur nú það, að mér er óskaplega ósýnt um að tala um það, sem ég hef skrif- að. -—• Þú lítur kannski svo á, að þú sért búinn að afgreiða 44.TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.