Vikan


Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 34

Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 34
I LEITIÐ UPPLYSINGA HILNIR hf Síðumúla 12 — Sími 35320 Látið prenta alls konar aðgöngumiða, kontrol- númer, afgreiðslumiða og fleira á rúllupappír. Eina prentsmiðjan á landinu, sem prentar slíka miða. Höfum einnig fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiss konar afgreiðslubox. MIDAPRENTUN það, sem þú hefur skrifað, og hafir því ekkert meira um það að segja. — Ég held það sé alveg þýð- ingarlaust að reyna að útfæra það meira. "Ég reyni að af- greiða málin með því að skrifa, og annaðhvort hefur það tek- izt eða ekki, og engu hægt að bjarga með neinum yfirlýsing- um á eftir. Það verður bara að standa og falla með því, sem stendur í sjálfri bókinni. — Er þessi bók að einhverju leyti í svipuðum stíl og tvær þær síðustu? — Ja, hún er líklega tals- vert öðruvísi að mörgu leyti. Það vakir nú eiginlega fyrir mér að áður en langt um líð- ur komi út bók, sem sé í tals- verðum tengslum við þessar tvær fyrri, tematískum tengsl- um. En það verður ekki núna í ár. — Þessi, sem nú kemur, er þá dálítið sér á parti? —' Þetta er náttúrlega allt tengt saman; öll þessi afkvæmi manns eru skyld, en þessi bók er sem sagt dálítið annað. En mér finnst ég verði að hóta því að koma með eina bók enn sem sé í tengslum við þessar tvær fyrri, Fljótt fljótt, sagði fuglinn og Óp bjöllunnar. Það hefur komið upp úr dúrnum í rabbi okkar að Thor fer með hlutverk í Brekku- kotsannál, sem nú er verið að kvikmynda eins og allir vita. Thor er að vísu kunnur leik- húsmaður, en ég spyr, hvort það sé ekki samt sem áður nýtt fyrir hann að vera sjálfur á sviðinu. — Já, segir hann, — þegar þú segir að ég sé leikari í Brekkukotsannál, þá halda menn kannski að það sé eitt af aðalhlutverkunum. En þar sem þegar er búið að tilkynna hverjir séu í þeim, þarf ég kannski ekki að taka fram að ég er ekki í stóru hlutverki. Þetta er ekki nema pínulítið, en dálítið gaman að gera það, því að ég hef ekki leikið áður nema í menntaskóla, að minnsta kosti ekki hérlendis, svo ég viti, nema ég lék einu sinni í Mývatnssveit með flokki, sem byrjaði að leika í Reykjavík undir merkjum félags, sem heitir Heimdallur; hét þá Leik- hús Heimdallar. En þetta var yndislegt fólk, er losaði sig við heimdallarnafnið og ferðaðist undir sínum eigin merkjum um landið og lék leikrit, þar sem aldrei kom fram persóna, sem oft var rætt um. Nema einu sinni. Ég hitti þetta fólk austur á fjörðum, þar sem ég var svona á flakki, komst í slagtog með þeim. Ég var svo nokkra daga að flækjast með þeim, fékk í mesta lagi að hjálpa þeim að bera inn leik- tjöldin og raða þeim upp, en hafði annars engar skyldur, naut bara góðsemi þessa ágæta fólks. Þangað til komið var í Mývatnssveit, þá segir leik- stjórinn, sem var Lárus Páls- son, að nú sé kominn tími til fyrir mig að leika. Svo samdi hann handa mér nokkrar setn- ingar. Ég átti að koma fram í lok leikritsins og vera reiður maður. Ekki veit ég hvers vegna honum datt í hug að láta mig fara að leika reiðan mann. — Á þeim tíma mun hafa verið komið talsvert í tízku að tala um unga reiða menn. —• Já, það var látið mikið með þetta í Englandi; þar voru nokkrir ungir menn skírðir þetta, ég held af einhverjum sölumönnum. Eins og núna, þegar verið er að selja Jesú- búmið. En þá var það reiði, sem þeir seldu. En svo við víkjum aftur að leikflokknum, þá var þetta mjög skemmtilegt fólk. Lárus Pálsson og Helga Valtýsdóttir og Rúrik Haralds- son, þau þrjú sem léku aðal- hlutverkin, og svo var þarna frændi minn Björn Thors, hvíslari með meiru. Enda þótt Thor hafi marg- tekið fram í viðræðu okkar að hvað hann snerti séu bækur hans útrætt mál þegar hann hefur skrifað þær, er ég hald- inn nógu mikilli blaðamanns- frekju til að leiða talið enn einu sinni að þeim er hann fylgir mér til dyra. Bækur þínar, allavega tvær þær síðustu, eru að mín- um skilningi það nýstárlegar að ekki mundi ofmælt að með þeim sé komin upp ný stefna í bókmenntum, að minnsta kosti ef miðað er við íslenzk- ar bókmenntir. Hvað segir þú um það? Thor brosir þolinmóður. — Það verða einhverjir allt aðrir menn en ég að segja til um það, segir hann, — hvort þetta sé alveg nýtt í íslenzkum bókmenntum; ég hugsa nú að það sé dálítið til í því. En það er annarra manna verk að segja til um það. 'Ég veit það eitt að þetta eru mínar bækur, ég hef skrifað þær sjálfur, og gert það á þann hátt sem ég þurfti að gera. Þær eru mín eigin svör við því, sem ég hef þurft að fást við. dþ. 34 VIKAN 44.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.