Vikan


Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 5

Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 5
Ef þú hefur farið með honum á ballið, veiztu líklega núna, hvað þú átt að halda, og alla vega er ólíklegt, að hann byði þér á ball, ef hann hefði ekki ein- hvern áhuga á þér. Fámælgi hans stafar sennilega af feimni. Vertu glaðleg og uppörvandi við hann, þá er líklegt, að allt gangi vel. Hrúturinn og bog- maðurinn eiga ágætlega saman, en bogmaður og fiskur skilja hvort annað ekki alveg eins vel. Skriftin finnst okkur skemmti- leg og læsileg, þótt hún sé ekki beinlínis falleg, og við þykjumst lesa úr henni, að þú sért frum- leg, en kannski svolítið sérvit- ur. Það gerir vonandi ekkert til. Ofsalega hrifin Elsku Póstur! Ég hef lengi ætlað að skrifa þér, og loksins geri ég það. Svo er mál með vexti, að ég er hrifin af strák og er búin að vera það í tæpt ár. Ef þetta verður nú svona áfram og ég get ekki náð í hann, þá get ég alveg eins dáið úr sorg, því ég er alveg ofsalega hrifin af hon- um. Og þó ég sé með öðrum strákum, þá gleymi ég þessum aldrei. Kæri Póstur, birtu nú þetta fyrir mig. Svo þakka ég þér allt gamalt og gott í Vik- unni, sérstaklega allar góðu og skemmtilegu sögurnar. Hvernig er skriftin og stafsetningin? Og hvernig eiga meyjarmerkið og Ijónsmerkið saman? >v Fyrir nú utan það að vera ofsa- lega hrifin, virðistu vera ofsa- lega eigingjörn. Því ef þú ert raunverulega hrifin af þessum strák, þá áttu ekkert að vera með öðrum strákum, það er ekki rétt gagnvart þeim. Hver v.eit, nema einhver þeirra yrði ofsalega hrifinn af þér og dæi jafnvel úr sorg, af því að þú ert ofsalega hrifin af öðrum! (Skelfing er annars búið að mis- nota þetta OFSALEGA orð). - Nei, Sigga min, sýndu nú svo- litla stillingu og reyndu að vinna hug piltsins þíns með einhverju öðru en uppslætti með öðrum strákum. Skriftin lýsir talsverðri vanstill- ingu og flumbrugangi. Staf- setningin er góð, nema á stöku stað hefurðu hreinlega sleppt orðum úr setningum og stöfum úr orðum. Þar birtist aftur óþol- inmæðin í þér. Meyja og Ijón eiga alveg þokkalega saman. Hún vill verða úrsmiður Komdu sæll, Póstur góður! Ég ætla að biðja þig að svara nokkrum spurningum fyrir mig: 1) Hvað tekur langan tíma að læra úrsmíðar? 2) Hvaða undirbúningsmenntun er áskilin? 3) I hvaða skóla þarf maður að ganga? 4) Geta stúlkur jafnt og strákar lært úrsmíðar? Hvað lestu úr skriftinni, og hvernig er stafsetningin? Von- andi lendir þetta bréf ekki í ruslakörfunni. — Með fyrirfram þökk fyrir allt gott efni, sem Vikan flytur. Spurul. 1) Þetta er fjögurra ára nám, bóklegt og verklegt. 2) Gagnfræðapróf. 3) Iðnskólann. 4) Já, en við vitum ekki um neina stúlku við nám í úrsmíði, þær hafa frekar farið út í gull- smíðina. Þessu til viðbótar viljum við segja þér, að þú þarft að byrja á því að komast á samning hjá úrsmíðameistara, og það getur orðið þrautin þyngri, því tals- verð ásókn er í nemastöður í þessari grein. Gefstu samt ekki upp við þær fréttir, þolinmæðin þrautir vinnur allar. Við þykjumst lesa út úr skrift- Inni, að þú sért talsvert ná- kvæm og smámunasöm, sem ætti einmitt að koma þér til góða f úrsmíðinni. Stafsetning- in var rétt í þessu litla bréfi, nema þú varst of spör á n í orðunum ruslakörfunni og skrift- inni. SAMKVÆMISSPIL FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 6 spil í einum kassa • DAM - DERBY - HALMA - GÆSASPIL LUDO - MYLLA • Spilareglur á íslenzku Heildsölubirgðir: PáH SsmDrissu Laugavegi 18A - Símar 14202 - 14280 44. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.