Vikan


Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 47

Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 47
SKRIFVÍLIN B°x 1232 —— C>ÁHAII Suðurlandsbraut 12 Reykjavík, sími 19651 UMBOÐIÐ CANON er mest selda rafeinda-reiknivélin á íslandi í dag. Sendum myndir og verð, eftir beiðni, hverl á land sem er. KONUNGLEG HNEYKSLI Framhald af bls. 19. Hún varð að skrifa oft og mörg bréf. í stórri byggingu eins og Windsorkastala var varla hægt að hafa nokkurt samband við fólk, nema gegn- um sendiboða. Það var næst- um ókleift fyrir þau að hitt- ast, svo Amelia tók stundum það ráð, þegar farið var á veið- ar eða í útreiðatúra, að hún lét sig heltast úr lest systkin- anna og lét þá hest sinn skokka þar til hann gat riðið upp að hlið hennar augnablik og þau gátu þá stolið nokkrum augna- blikum. Að vísu gátu þau séð hvort annað við messu, horfzt í augu yfir höfðum þeirra, sem lutu í bæn í kapellu heilags Georgs. En þetta fór ekki framhjá öllum, jafnvel ungfrú Gomm var farið að gruna margt. Hún tók Ameliu tali. — Yðar hágöfgi er að leita sér að eldi. Það er ekki hægt að eiga leyndarmál við hirð- ina. Amelia hristi höfuðið, svo hljóp hún upp um hálsinn á kennslukonunni. ,,Þú myndir aldrei segja frá, þú myndir al- drei gera það, elsku Gomm? En „elsku Gomm“ sagði frá. Hún talaði um grun sinn við Mary, systur Ameliu og Ame- lia lofaði að tala við ungfrú Goldsworthy, sem ekki þóttist heyra þetta leyndarmál, sem greinilega var orðið mörgum kunnugt. En ungfrú Gomm gafst ekki upp, hún vildi þá alveg eins taka skrefið til fulls, svo hún fór til drottningarinn- ar, alveg yfirkomin af ábyrgð- artilfinningu. Amelia varð fokvond, hún skrifaði sjálf móður sinni og mótmælti því harðlega að verið væri að hlusta á slúður gamalla kvenna, sem væru að breiða út um sig óhróður. En drottningin, sem þó var þekkt fyrir að beita börn sín hörku, skrifaði Ameliu hóg- vært bréf, þar sem hún bað dóttur sína að gæta velsæmis og umfram allt að vera var- kár, svo þarflaus orðrómur kæmist ekki til eyrna föður hennar, það myndi valda hon- um áhyggjum. Með öðrum orð- um var drottningin hrædd um að hann fengi þá geðveikis- kast, sem gæti orðið örlaga- ríkt. Hann hafði komið í veg fyrir hjónabönd hinna systk- inanna og hvað yrði þá, ef hann heyrði að „litla lambið“ hans ætlaði að yfirgefa hann. Caroline, eiginkona prinsins af Wales, hafði alveg sérstakan áhuga á öllu hneyksli, sem snerti konungsfjölskylduna. Hún trúði einni vinkonu sinni fyrir því, að allir héldu að A. prinsessa vildi giftast herra F. og að hún væri búin að leggja það fyrir konung. (Vinkonan var ekki lengi að koma sögunni áleiðis). Þetta var auðvitað rangt. Hvað sem kjaftasögur hermdu, þá þorði þessi uppáhaldsdóttir konungsins ekki að hætta á að segja föður sínum frá ást sinni. Hún vildi heldur lifa í lyginni, heldur en að grátbiðja hann um hamingju. En einn liður í slúðursögun- um var réttur. Árið 1804 sagði hún við Charles: —• Eg vil og skal giftast þér. — Það er ómögulegt, sagði hann. — Þú veizt að ég elska þig, Amelia, er það þér ekki nóg, eins og aðstaða okkar er. Hvers virði er einhver athöfn? — Það myndi verða mér vernd, svaraði hún. Það kvöld talaði hún lengi við George bróður sinn. Hvað þeim fór á milli, veit enginn, en líklega hefur hann lofað henni bless- un sinni, þegar hann yrði kon- ungur, sem ekki yrði langt að bíða, þegar litið var á heilsu- ástand konungsins. Hann hafði einu sinni orðið að kvænast á laun, til að vernda þá konu sem hann elskaði . . . Og svo hittust þau um mið- nætti hjá presti, sem svarið hafði þagnareið; hringur var dreginn á fingur Ameliu, sem hún varð síðan að hafa í festi um hálsinn. Og hún skrifaði Charles: „Ó, hve heitt ég elska þig! É'g hef elskað þig síðan ég sá þig fyrst; ég leitaði til þín og ég þakka guði fyrir að ég fékk að njóta þín!“ I ótrúlegu andvaraleysi fór hún að skrifa sig A.F.R. -— Amelia Fitz Roy og hún lét grafa fangamark Charles fyrir neðan sitt konunglega fanga- mark á allt sitt silfur. En jafn- vel þótt hún hefði ekki verið svona opinská, þá er það rétt, sem sagt er, að ekki sé hægt að leyna jnnilegri ást og hósta. Öll hirðin vissi um leyndarmál hennar, en af ást til hennar og og umhyggju fyrir heilsufari konungs, var þessu haldið nokkurn veginn innan hirðar- innar. Einn hirðmaður skrif- aði: „Ástarsamband hennar og Fitz Roy er fyrir löngu kunn- ugt allri hirðinni.“ Hún hafði reyndar hósta, ekki síður en ástina. Það var ósköp auðvelt fyrir hana að fá að fara til Weymouth, þegar henni varð ljóst að hún varð, umfram allt, að komast frá hirðinni í Windsor. Heilsu hennar hrakaði. Hún hafði svo mörg sjúkdómseinkenni að það var auðvelt að leyna því að hún var barnshafandi. Fæðingin gekk illa og hún fæddi tvíbura. Annar, sem var stúlkubarn, lézt í fæðingunni, en drengurinn lifði. Amelia bað þess innilega að fá að hafa drenginn hjá sér, en það var útilokað. Honum var komið fyrir hjá bændafjölskyldu og hann alinn upp sem sonur hjónanna. — Þú hefur nú þegar verið alltof kærulaus, Amelia, sagði Charles. — Ef þú hefur þetta barn hjá þér, þá er það ljós vottur um samband okkar — hjónaband —- og allur heimur- inn fær að vita það, Hans Há- tign, faðir þinn, fyrstur allra. Og þá gafst hún upp, blind- uð af táriim og önnur kona tók að sér frumburð hennar. Það leið ekki á löngu þangað til varla var um annað talað en þetta hneyksli í Weymouth. Amelia og Fitz Roy heyrðu auðvitað þessar sögur. Amelia reyndi að taka af þeim brodd- inn, með því að trúa beztu vin- um sínum fyrir því að hún væri gift Charles aðeins í hjarta sínu, ekki raunverulega. Hún var orðin hrædd við slúðrið og illmælgina og hugs- aði með sér hve lengi hún gæti haldið þetta út. Hún reyndi að telja Charles á að flýja með sér, en það var hugsunin um „elsku föður“ hennar, sem lét hana hverfa frá því að hugsa um slíkt. En konungurinn dó ekki. Hann varð æ veikari andlega en líkamlega var hann við hestaheilsu, meðan dóttur hans hrakaði stöðugt. Það var nú orðið ljóst, bæði læknum henn- ar og fjölskyldu að hún var með berkla. Læknarnir lögðu sig alla fram, en það bar ekki árangur og stundum var hún svo þjáð að hún þoldi ekki einu sinni golu. Meðal annars, sem sagt var, þá átti hún að hafa eignazt annað barn, stúlku; henni var gefið nafn, Selena Ehza og hún var alin upp hjá írskum vin- um prinsins af Wales sem þeirra eigin dóttir. Ennþá er 44. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.