Vikan


Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 25

Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 25
Fyrir nokkrum árum greip um sig hnýtingaræði mikið hér á landi sem viðar. Konur hnýttu smáa sem stóra muni, smámottur, stór gólfteppi, veggteppi, púða. Já, og ekki bara konur, þvi að svo brá við, að karlmönnum þótti þetta ekki of kvenlegt dútl, og margan húsbóndann mátti sjá við hlið konu sinnar með langan strar»ma fyrir framan sig og hauga* af spottum til hnýtingar við hliðina á sér. Allir, sem einhvern tima hafa reynt að hnýta teppi, vita hversu auðvelt það er og skemmtilegt. Maður byrjar dálitið hikandi og hugsar stöðugt um, hvað þetta er stór botn, sem eftir er að fylla. Svo heldur maður áfram - og áfram og áfram, getur varla hætt, það er svo spennandi að sjá munstrið taka á sig mynd i strammanum. Eitthvað hefur þó dregið úr þessari skemmtilegu og nyt- samlegu tómstundaiðju, hvort sem um er að kenna sjónvarpinu eða bara þvi, að menn séu búnir að fylla allt hjá sér af röggvar- mottum og púðum. Auðvitað er hægt að fá allrahanda teppi og mottur i búðum hér, en það er ólíkt ódýrara og skemmtilegra að gera hlutina sjálfur. Motturnar, sem við sjáum á meðfylgjandi myndum, eru ákaflega auðgerðar, og við trúum ekki öðru en einhver gripi til nálarinnar og langi til að prýða heimili sitt með þessum mottum. I 1. Þessi kringlótta motta fer jafnvel á vegg sem á gólfi. Hún er 95 sm i þvermál, og það er auðvelt að likja eftir munstrinu. 'L Svona motta hlýtur að lifga upp á hvar sem er, og munstrið getur varla einfaldara verið. Stærðin cr 80 x 110 sm, 3. Renningur á gang eða i hol i 60x200 sm stærö. Hver vill ekki hafa svona nokkuð hjá sér, mýkt, notalegheit og litadýrð? 4. Þessi motta er sömu stærðar og sú á 1. mynd, en munstriö öriitið flóknara. Og svo er auövitaö sjáifsagt að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og fá fram ný munstur og liti. 44. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.