Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 18
^Amelía var ástfangin
með því meiri áhriíum. Á mál-
verkinu mitti sjá forsjónina
og Britanniu, tvær gyðjur,
sem settu lárviðarkrans á höf-
uð konungs og því var komið
fyrir á grundunum fyrir fram-
an Kew Palace, til að sýna
honum hve glaðir allir voru
yfir því að „Georg bóndi“ væri
nú aftur orðinn heilbrigður.
Málverkinu fylgdi fagurt ljóð
og Amelia litla var látin færa
föður sínum það. Hún féll á
kné fyrir föður sínum og leiddi
hann svo út að glugganum, svo
hann gæti horft á ljósið og
heyrt gleðilæti fólksins.
Konungurinn las ljóðið, sem
hljóðaði eitthvað í þá átt, að
þegar hann læsi það og horfði
á gegnsæja málverkið, skyldi
hann minnast ástar og þakk-
lætis ástríkrar konu sinnar.
Svo var eftirskrift: „Litli bréf-
berinn biður um koss frá
elskulegum föður sínum sem
þakklæti fyrir bréfburðinn".
Að sjálfsögðu fékk hún koss-
inn og marga fleiri. Faðir henn-
ar og reyndar öll fjölskyldan
sýndi henni óspart blíðuhót.
Hún var dekruð af þeim öll-
um, en hún bar þess engin
merki, en hún „var alltaf þakk-
lát fyrir vingjarnlegt viðmót
og ástúð“, skrifar ein systir
hennar. Þegar hún óx upp varð
hún töluvert lík hinum há-
vaxna og glæsilega bróður sín-
um Georg og hún hafði þykkt
og ljóst, liðað hár, stór, blá
augu og fagurlagaðan sibros-
andi munn. Hún var fljót að
roðna og það var eitt af þvi
sem gerði hana sérstaklega að-
laðandi.
En þrátt fyrir yndisleik
hennar og fegurð, var hún
heilsulítil. Það getur verið að
um það leyti sem hún fæddist
hafi konungsfjölskyldan verið
að úrkynjast. Og þegar hún
var fimmtán ára fékk hún
berkla í hnéð, kvalafullan sjúk-
dóm, sem líka gerði hana bækl-
aða. Nú gat hún hvorki setið
hest eða hlaupið um í gáska
eins og áður.
Amelia lá því stöðugt i rúm-
inu og á sófa á daginn og gat
lítið gert annað en að lesa. Hún
las ósköpin öll af ástarsögum
og ljóðum. Henni fannst hún
sjálf lifa í þessum sögum,
verða ástfangin og lenda í
hættum, þar sem hraustir ridd-
arar björguðu henni frá bráð-
um dauða, eða hún lá á fagur-
búnum banabeði og andaðist,
umkringd ástvinum, sem hún
fyrirgaf allt á banastund . . .
hún hafði aldrei sjálf upplifað
gleði eða sorg brennandi ást-
ar, þótt systkini hennar hefðu
fengið drjúgan skammt af ást-
arsorgum.
Samkvæmt ákvæði í hjú-
skaparlögum konungsfjölskyld-
unnar, mátti enginn af fjöl-
skyldunni giftast án leyfis kon-
ungsins og leyndarráðsins, Am-
elia hafði heyrt um mörg sorg-
leg tilvik í þessu efni. Hún
vonaði að sjálf bæri hún gæfu
til þess að verða hamingjusöm,
þegar hennar tími kæmi.
Málverk eftir Gainsborough af
prinsessunum Augustu, Charlottu
og Elisabeth.
Og sá tími kom fljótar en
varði. Þegar hún var átján
ára, fór fjölskyldan tíl Wey-
mouth um sumarið.
í Dorset var loftið tært, sjór-
inn blár og glitrandi og Amelia
varð miklu hressari og batnaði
vel í hnénu. Það var svo ákveð-
ið, að þegar fjölskyldan færi
aftur til Windsor, ætti hún að
verða eftir í Gloucester Lodge.
Hún hafði oft verið þarna við
sjóinn á undanförnum árum og
henni þótti miklu meira gam-
an að vera í Weymouth en í
Worthing. Þótt hún saknaði
systra sinna, þá var það líka
dálítið kitlandi að vera sjálf
eins og drottning, með sitt eig-
ið heimilisfólk. Hún fór létt
með það að snúa kennslukon-
um sinum, ungfrú Gomm og
ungfrú Goldsworthy, um fing-
ur sér. Og svo var Charles Fitz
Roy þarna líka.
Hann var uppáhalds hesta-
vörður konungsins og það er
sagt að konungurinn hefði
jafnvel meira dálæti á honum
en sonum sínum, og hann var
kallaður í glensi „Charles
prins“. Það var nokkuð sanni
nær að kalla hann prins, þvi
að hann var afkomandi Karls
II. Stuart og lafði Castelmaine.
Hann hafði líka þung, dökk
augu Stuartanna, iangt nef og
dökkt hár. Hann var orðinn
næstum fertugur og Amelia
elskaði hann heitt.
— Þú verður örugg í vernd
Charles, væna min, sagði kon-
ungurinn og klappaði dóttur
sinni á vangann, þegar hinn
konunglegi vagn beið hans fyr-
ir utan Gloucester Lodge. —
Hann verður þér bæði bróðir
og faðir.
Amelia vonaði sannarlega að
hann yrði ekkert í þá veru.
Hún hafði tekið eftir honum
fyrir tveim árum og henni
fannst hann glæsilegur, en þá
var hún aðeins barn. Nú var
húo orðin fullvaxin kona, skil-
in ein eftir, hættulega ein, eða
næstum einsömul með Char-
les, í þessu notalega litla húsi
við sjóinn. Henni varð nú ljóst
að sú tilfinning, sem hún hafði t
gagnvart Charles, var hin [
mikla ást, sem hún hafði þráð
og beðið eftir allt sitt líf. Og
þetta yrði ekki eins og óham-
ingjusamar ástir systkina henn-
Georg konungur III.
og Charlotte drottning
hans áttu fimmtán börn
og af þeim náði) þrett-
án fullorðinsaldri: sjö
piltar og sex stúlkur.
George var ástríkur
faðir, en hinar furðu-
legu skoðanir hans á
uppeldi færðu þeim,
næstum því öllum, ekk-
ert annaff en vonleysi
og óhamingju. Sjálfur
hafði hann átt illa
æsku. „var eiginlega
læstur inni þangað til
hann kvæntist og var
kennt að tortryggja allt
og alla“, sagði einhver
af samtíffarmönnum
hans. Hann var sjúk-
lega trúrækinn og ákaf-
lega sérvitur og hann
reyndi aff móta konu
sína og barnahópinn
eftir sinni eigin furðu-
legu mynd.
Hann elskaði þau
innilega sem börn, en
þegar þau uxu úr grasi
sneri hann sér aðallega
aff því að aga þau. Ge-
orge, prins af Wales,
minntist þess síffar í
lífinu, aff faðir hans
hafði lamið hann með
hundasvipu. Það' var
því ekki aff undra að
þessir sjö hraustu
drengir færu sínar eig-
in götur, allt aðrar en
faffir þeirra hafffi valiff
þeim.
Prinsinn af Wales
snerist algerlega gegn
boffum föffur síns og
kaus skemmtanalífiff.
Hann fékk fljótt for-
smekk af völdunum,
vegna veikinda föður-
ins, en var samt rænd-
ur völdum mestan hluta
ævinnar, vegna þess
hve langlífur faðirinn
varð, þrátt fyrir geð-
veikina og hann breytt-
ist smátt og smátt úr
aðlaðandi ungum prinsi
í hryggan og feitan
mann, sem að lokum
varff George IV.
Yngri bræður hans,
Frederick af York og
Edward af Kent, gengu
í herinn. William af
Clarence fór til sjós
þrettán ára og gekk í
flota Nelsons og sem
Vilhjálmur IV. varff
hann fyrsti konungur
Breta, sem var sjómaff-
ur. Allir bræðurnir, að
tveim undanskildum,
hirtu ekki um hjúskap-
arákvæðin, sem faðir
þeirra lagði svo mikið
upp úr, en þeim fund-
ust hlægileg og þeir
bjuggu allir í óvígffri
sambúff meff konum,
sem þeir höfffu ekki
leyfi til aff kvænast. En
þegar hásætið fór að
verða innan seilingar,
vegna heilsubrests kon-
ungsins, þá ruku þeir
Clarence og Kent
til aff kvænast konum,
sem þeim var leyfilegt
aff eiga af stjórnarfars-
>
18 VIKAN 44.TBL.
f