Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 17
innar megin og blóð Stuart-
anna frá föðurnum.
Svefnlyfið hreif ekki. Tárin
fóru aftur að seitla undan
augnlokum hinnar hrelldu
móður. Æska hennar sjálfrar
hafði verið svo yndisleg. Hún,
Amelia prinsessa, var yngsta
barn konungshjónanna, Ge-
orgs konungs III. og Charlotte
drottningar hans. Fjölskyldan
var gríðarstór, Amelia var
fimmtánda barnið, en hún var
ekki síður velkomin en hin
systkinin, því að foreldrarnir
voru mjög barnelsk. Systur
hennar fimm voru allar mjög
fagrar og sjálf var hún hrein
fegurðardís, „litli engillinn“
var hún kölluð. Hún var ást-
úðlegt barn, enda umvafin ást-
ríki og hún átti það til að
heilsa gestum, sem komu til
Windsorkastala með kossi, í
stað þess að hneigja sig á he,fð-
bundinn hátt. Hún var Ijós-
hærð, dálítið feitlagin og mjög
gáskafull og systkini hennar
höfðu gaman af að aka henni
í barnakerru um grundirnar
kringum konungshöllina: hún
brosti í allar áttir og ljómaði
af ánægju, þegar hún hélt 1
stóra hönd . föðurins, þegar
fjölskyldan kom fram fyrir al-
menning.
Georg bróðir hennar, prins-
inn af Wales, var guðfaðir
hennar og hann varð tuttugu
og eins árs, þegar hún fædd-
ist, árið 1783 og það virtist
alltaf vera innilegt samband á
milli þessara tveggja systk^na
þrátt fyrir aldursmuninn, hans
með allar sínar ástkonur og
furðulega vini og hennar í
barnslegu sakleysi. Hann kall-
aði hana alltaf barnið sitt og
í bréfum hans til hennar, mátti
aila tíð finna innilega og
fölskvalausa ást, sem hann al-
drei sýndi nokkurri annarri
manneskju.
En þegar hún var sex ára,
dundi ógæfan yfir konungs-
fjölskylduna og um leið yfir
England. Georg konungur varð
veikur og það reyndist síðar
vera hið fyrsta af mörgum geð-
veikiköstum hans. Þetta veik-
indatímabil varð ekki lang-
vinnt og gleði fjölskyldunnar
yfir bata hans var svo mikil
að drottningin lét gera geysi-
stórt málverk, málað á gegn-
sætt efni, svo hægt væri að jjlp
lýsa það upp aftan frá og ná
44. TBL. VIKAN 17