Vikan


Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 26

Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 26
Skáldif) á vinnustofu sinni. ÞAÐ ER ALLTAF EINHVER SLAGUR Rætt við Tlior Vilhjalmsson, rithöfund Það er náttúrlega anzi hart fyrir þá menn, sem eru að fást við bókmenntasköpun, að til þess að fjalla um þeirra verk séu kvaddir menn, sem hafa ekki Prumstæðustu forsendur til að botna nokkuð I því, sem þeir eru að gera . . .Svo að það, sem á að greiða fyrir bókmenntasamgöngum okkar við umheiminn, það verður bara sem stifla. Texti: Dagur Þorleifsson Myndir: Sigurgeir Sigurjórisson Það er alltaf eitthvað að ger- ast kringum Thor Vilhjálms- son; ný bók eftir hann kemur út núna á næstunni og sjálfur var hann rétt í þann veginn að þjóta af stað til Ameríku þeg- ar Vikan náði tali af honum eina kvöldstund fyrir skemrhstu. Án alls vafa hefur hann farið sjóleiðis, því að eitt af prinsippum Thors er að stíga aldrei upp í flugvél, og þykir ýmsum furðu gegna á timum, þegar flugvélar eru ríkjandi farartæki. — Ég fæ svo mikið af flug- inu þegar ég sit við mitt skrif- borð, sagði skáldið og brosti ljúfmanniega við barnalegri spurningu minni út i þessa venju hans. — Þá er ég svo mikið í flugmálunum að ég vil helzt hvíla mig frá þeim þeg- ar ég stend upp frá skrifborð- inu. Þar að auki er vakandi í mér einhver svona sæfara- draumur, eitthvað í ætt við Sindbað — nei, ég ætla ekki út í goðsögurnar. En mig langar alltaf ó sjó. — Þú varst sjómaður annað veifið hér áður fyrr? — Ja, það var nú svona bara kafla og kafla. En það var afskaplega góður skóli, sem ég er þakklátur fyrir. Ég var dá- lítið á togurum og svo á far- skipum. Síðan kemur alltaf yf- 26 VIKAN 44. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.