Vikan


Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 20

Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 20
<Ð & Framhaldssaga eftir W. D. Roberts 8. hluti Ef ég hefði aSeins látið orð drengsins verða mér að varnaði! Hann var næmur fyrir því sem fram fór í húsinu, vissi meira en ég um fólkið á Rensjöholm ... Ég fór inn til mín, en kvöld- ið með Klemens hafði komið mér svo úr jafnvægi að mér var ljóst að ég myndi ekki geta sofnað strax. Það var komið fram yfir miðnætti, en samt var ekkert kul í lofti. Það hafði verið talsverð gola um daginn, en nú var stillilogn og þegar ég andaði að mér, fann ég ilm af nýslegnu heyi. Það greip mig löngun til að fara út. Ég heyrði í hundunum í fjarska, en ég vissi að þeir gátu ekki komizt inn í blóma- garðinn, svo það var ekkert til fyrirstöðu að fara þangað. Ég hafði aldrei farið út í garðinn, en ég vissi að það voru dyr, sem lágu þangað út, í hinni álmunni. Það var smekklás á hurð- inni, en ekki læstur, líklega var ekki hirt um að læsa þess- um dyrum, vegna þess að hlið- ið að garðinum var alltaf lok- að með slagbrandi á nóttunni. Ilmurinn frá blómstrandi runnum og blómabeðum var mjög sterkur, en ég gat ekki greint litina, sá þetta allt eins og á svarthvítri filmu. Ég heyrði skvampið í gosbrunn- inum og gekk eftir hvítum ganghellunum út að litlu tjörn- inni. Konan, sem sat á bekk við tjörnina, hafði verið í skugga runnanna og ég sá hana ekki fyrr en hún sagði: — Ó, eruð það þér, ég var að furða mig á hver þetta gæti verið. Það var ungfrú Dickman og ég gekk til hennar og settist við hlið hennar á bekkinn. — Jæja, svo þér hafið ekki held- ur getað sofið. — Eg á bágt með að sofa og ég vil heldur sitja hér en að velta mér í rúminu. Ég er búin að skoða alla höllina, ég held ég gæti teiknað hana alla eftir minni. Hún var alúðlegri en venju- lega og það var ljóst að hún var fegin að fá einhvern fé- lagsskap. — Ég hefði gaman af að skoða mig um, en ekki á nótt- unni. Ég held það hljóti að vera hálf draugalegt að ganga um svona stórt hús á nóttunni. En ungfrú Dnckman . . . —• Kallið mig heldur Veru, ég heiti Vera og ég er orðin dálítið þreytt á að heyra þetta ungfrú Dickman, sagði hún æst. — Við erum í sama báti, báðar utan við, við ættum að halda saman. — Ég skil hvað þú átt við, svaraði ég varfærnislega. — En allt fólkið er svo vingjarnlegt. Mér finnst þetta einhverjar elskulegustu manneskjur, sem ég hef kynnzt. — Elskulegustu, jú þau eru öll ákaflega ópersónulega elskuleg, svo elskuleg að mér býður við því! Raunverulega erum við alls ekki til í þeirra augum, sagði hún biturlega. —- Ég hef verið hér í tvö ár og ef ég færi á morgun, myndi ekki líða nema nokkrir mánuðir þangað til þau vissu ekki einu sinni að ég væri til. Ungfrú Dickman, hver er það? Fólk eins og við er þannig í þeirra augum. Láttu þér ekki detta annað í hug! — En hvers vegna ertu þá hér? Það getur ekki verið erf- itt fyrir þig að fá vinnu. — Ekki svona vel borgaða vinnu og hér get ég sparað. Eg hef allt frítt og þarf engu að eyða. Eg er í þörf fyrir pen- ingana, til . . . Hún þagnaði og hló feimnislega. — Ég er ekki hjátrúarfull, en ef ég fer að segja frá því, getur það kann- ski orðið til þess að ekkert verði úr áformum mínum, en ég er búin að láta mig dreyma um það svo lengi. * Tvö ár og eiginlega alger- lega ókunriug þeim, þótt hún sæti daglega til borðs með þeim og þessutan vonlaust ást- fangin af Klemens, sem að öll- um líkindum leit á hana sem hluta af ritvélinni. Ég gat skil- ið biturleika hennar, jafnvel þótt ég í hennar sporum hefði verið löngu farin. Við heyrðum í hundunum og þeir voru komnir nær, svo ég leit ósjálfrátt á hliðið. — Það er engin hætta, sagði hún. — Hliðið er traust og alltaf læst. — Hafa þeir aldrei ráðizt á neinn? — Ekki svo ég viti. Þeir eru þjálfaðir til ^að ráðast á inn- brotsþjófa. Ég held ég verði að fara inn núna, mér er orð- ið kalt. En mikið var gaman að tala við þig. Næsta morgun höfðum við Claes nóg að gera við að út- búa vistarveru handa skjald- bökunni. Claes hafði fengið stóran trékassa og við bárum í hann mold og steina, gróður- settum plöntur og verkið var svo kórónað með því að koma fyrir lítilli tjörn í miðjunni. Það var tertumót, sem Claes hafði sníkt hjá frú Mattson, og við fylltum það af vatni. Fjölskyldan hafði ekið eitt- hvað í burtu og ég fékk Veru Dickman til að koma með okk- ur niður að sundlauginni eftir hádegisverð. Um kvöldið sát- um við um stund og horfðum á sjónvarp, en svo fór ég að draga ýsur og flýtti mér í rúm- ið, þótt klukkan væri aðeins hálf tíu. Það var eins og ég hefði hugboð um að þetta væri síðasta nóttin, sem ég gæti sof- ið vært um lengri tíma. Næsta morgun kom frú Matt- son og ein af þjónustustúlkun- um upp til að laga til á ein- hverju herberginu handa Ann Sterner. Þær spurðu mig hvaða herbergi þær ættu að velja, en ég vissi ekkert hvað hentaði henni. Eg vonaði innilega að hún væri ekki algert dekur- barn, eins og Claes. Hann hafði ekki sýnt neinn áhuga á komu hennar og þeg- ar Claes hafði ekki áhuga, var hann hreinn snillingur í að láta sem hann væri bæði heyrn- arlaus og mállaus. Framkoma hans var allt annað en róandi fyrir mig, sem átti minn þátt í komu hennar. Ég fór að hafa áhyggjur af því að það hefði verið misráðið. Skjaldbakan fékk að hvíla sig, meðan við Claes fórum að synda. Við vorum ein um laug- ina í hálftíma, en svo komu Klemens og Gabrielle og nokkru síðar Axel, en hann var ekki í sundskýlu. — Við fáum gesti til mið- degisverðar, sagði hann við Gabriellu. —- Þau koma í bíl og verða hér um áttaleytið, svo við verðum að seinka mat- málstímanum. — Ætla þau að gista? —- Nei, en ég held að það væri gott að laga til í einu her- berginu, svo þau geti snyrt sig fyrir matinn. Gabriella stóð upp og tók baðkápuna. — Ég skal fara inn og tala við frú Mattson. Hann hjálpaði henni í káp- una og þau gengu saman upp að húsinu. — Þetta verður of seint fyr- ir magann í mér, sagði Klem- ens. Hann var nýkominn upp úr vatninu og það gljáði á sól- brúnan líkama hans. — Hvað segið þér um að aka með mér til borgarinnar og fá bita á einhverjum veitingastaðnum? — Eg held ekki, sagði ég. — Ég er nú ráðin til að hugsa um Claes. — Við getum þá tekið hann rmm, .....% " V- ^ jrpi' ' BBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBHBHBBBBBBBBBBBBI 20 VIKAN 44. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.