Vikan


Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 48

Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 48
— Nei, ég hef ekki áhuga á að fara til Mallorca, ég fór þangað í fyrra! til í eigu fjölskyldu þessarar stúlku gullúr, sem Amelia átti og fíngert postulín, með fanga- marki hennar. En svo kom að því að öll þessi vandræði Ameliu urðu til þess að móðir hennar og jafn- vel systur hennar líka, óskuðu þess innilega að hún lifði ekki lengi, sem sagt, að þær ósk- uðu hana dauða, til að losna við allar óhyggjurnar af henni og hneykslið. En það getur ver- ið að þetta hafi verið hugar- fóstur sjúkrar konu. Þótt hún væri helsjúk, hafði hún samt alltaf von um bata og líka um að hagir hennar breyttust. Hún sendi George bróður sínum bréf, þar sem hún grátbiður hann um að beita sér fyrir að málum henn- ar verði komið í rétt horf. Hún var svo ung og svo langt frá ríkiserfðum, hún myndi aldrei giftast öðrum en Fitz Roy, „sem á ást mína alla og er mér kærari en mín eigin fjölskylda. Sg er fús til að afsala mér allra konunglegra hlunninda, til þess eins að helga líf mitt manninum, sem einn er ástæð- an fyrir því að ég óska að lifa lífinu . . Sumarið 1810 var henni ljóst að hún átti ekki langt eftir ólifað. Hún hafði verið flutt frá Weymouth, þar sem henn- ar beztu minningar voru geymdar, til Windsor. Hún var þó orðin alveg rúmföst, en enn- þá var hún fögur og róleg, hendur hennar voru „glærar“, sagði einn gestur, sem heim- sótti hana. Systur hennar gáfu henni fugl í búri, sem söng lágt og unaðslega. Faðir hennar, sem var hálfblindur og ruglað- ur, kom og hélt í hönd hennar. — Þú skalt minnast mín en ekki syrgja mig, sagði hún við hann. Hann kinkaði kolli, brosti bjánalega og skildi ekki hvað hún var að fara. Hún dró hring á fingur hans, hring, sem hún hafði lótið gera sérstak- lega handa honum. Lokkur úr gullnu hári hennar var settur undir lok úr kristal og dem- öntum og innan í hann var grafið: „Amelia — mundu mig“. Hún kyssti hann og sagði: — Eg vona að þú gleymir mér ekki. Þá skildi hann hvað hún var að segja og hallaði sér grátandi yfir hvílu hennar. — Hvernig ætti ég að gleyma þér, sagði hann. — Þú ert óafmá- anleg í hjarta mínu. Charles Fitz Roy var ekki viðstaddur lát hennar. Hann var sjálfur veikur af gallstein- um. Þegar hann komst á fæt- ur var hún búin að liggja um hríð við hlið feðra sinna í kap- ellu heilags Georgs. í erfðaskrá hennar stóð að allt sem hún hfeði átt, að nokkrum smá- munum undanteknum, skildi renna til „míns ástfólgna, elsk- aða Charles". Það varð að skýra þessa erfðaskrá fyrir konunginum og til þess var fenginn læknirinn, sem stundaði hana. Það reynd- ist auðvelt, konungurinn skildi að það var mjög eðlilegt að hún arfleiddi manninn, sem lengst hafði verið lífvörður hennar og sinnt henni svo vel í Weymouth. Það hefði eins verið hægt að segja konunginum sannleikann mörgum árum áður, því að áfallið við lát þessa uppáhalds- barns hans ruglaði hann alveg. Hann hélt því fram að hún væri alls ekki látin, en að hún lifði góðu lífi í Hannover, ung og ódauðleg. Hann var alger- lega geðveikur upp frá því. Charles Fitz Ryo var alla ævi trúr minningunni um „horfna elskaða engilinn“ sinn, en eftir sex ár kvæntist hann samt ekkju. Hin sorglega ástarsaga Ame- liu og Charles Fitz Roy var lengi höfð í minnum og þegar Charles kvæntist, var ekkert lát á söguburðinum. Það gekk svo langt, að Mary systir henn- ar sagði við prinsinn af Wal- es, bróður sinn, að nú væri sannarlega kominn tími til að leyfa henni að hvíla í friði og hennar vegna reyna að kæfa slúðursögurnar um Fitz Roy. En það lifir lengi í gömlum glæðum og þessi óhamingju- sama ást Ameliu hafði raunar áhrif á söguna. Þetta hneyksli rak eiginlega smiðshöggið á slæmt mannorð Hannoverfjöl- skyldunnar. Þrjátíu árum eftir lát Ameliu þegar Victoria drottning giftist Albert prins, þá lagði hann mikið upp úr því að hreinsa til innan hirð- arinnar. Framvegis átti að koma í veg fyrir hneyksli og leynilegar giftingar innan kon- ungsfjölskyldunnar og þannig varð ástarævintýri þessarar saklausu stúlku á sinn hátt þess valdandi að við hirð Victoriu og Alberts fór tepruskapurinn út í öfgar og varð tákn þess tímabils, sem kallað er Victor- íutímabilið. En sagan er, eins og lífifs sjálft, ákaflega óréttlát. iir 48 VIKAN 44. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.