Vikan


Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 02.11.1972, Blaðsíða 9
Pálmason þá í annað sæti á fram- boðslista Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, og mun sú ráðstöf- un mjög hafa verið að áeggjan Ilannibals, er lagði mikið upp úr stuðningi Bolvíkinga. Karvel var þó aðeins ætlað að fylgja Hannibal á orrustuvöllinn, þar sem gamla kempan skyldi þreyta sókn og vörn í baráttu um pólitískt líf sitt, en liinn sjálfmenntaði og vaski kenn- ari úr Bolungarvík gekk og fram til viðureignar, þegar á hólminn kom. Söfnuðust þeim félögum 1229 at- kvæði Vestfirðinga og því nær fjórðungur heildaraflans. Stikaði Hannibal suður fjöll að kosningum loknum þriðji fulltrúi kjördæmis- ins og Karvel Pálmason á liæla hon- um sem uppbótarmaður, en Stein- grímur og Birgil- lágu óvígir eftir i valnum, og Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu einnig goldið afliroð. Karvel Páhnason sætti sie ekki O við að vera aðeins liandbendi Hannibals Valdimarssonar í kosn- ingabaráttunni á Vestfjörðum. Hann tók virkan þátt í bardaganum og þótti harla liðtækur. Karvel er lip- urt málí farinn, gætinn og raunsær og liöfuðburður hans ólíkur hinum reista grákolli á herðum Hannibals Valdimarssonar. Karvel er þéttur á velli og i lund, og stendur al' honum vestfirzkur gerðarþótti. Hann tem- ur sér ekki neinn viðvaningshátt á alþingi, en starfar þar af röggsemi og kostgæfni og telst enginn veifi- skati. Karvel er einkum styrkur að þvi, að hann þekkir mætavel störf íslenzkrar alþýðu á sjó og landi, skilur lnigsunarhátt vinnandi fólks miklu betur en þeir landsfeður, sem klæðast sparifötum dag hvern, og liður hvorki af mikilmennsku né minnimáttarkennd. Hann er trygg- lyndur og vinfastur og Hannibal Valdimarssyni áreiðanlega þakklát- ur, en hikar ekki að rísa gegn hverj- um þeim, sem honum finnst duga lilt eða gerast fífldjarfur, og sýnd- armennska er eitur í lians beinum. Fékk Bjarni Guðnason að kenna á þessu, þegar i odda skarst á lands- fundi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna fyrir skönnnu. Leit Karvel tillnirði hans óhýru auga og hugsaði uppreisnarseggjum Reykja- vikurdeildarinnar þegjandi þörf- ina. Mun hann liafa átt drjúgan þátt í viðbúnaðinum gegn Bjarna Guðna- syni og liði hans bak við tjöldin, þó að meira bæri á Hannibal og Birni Jónssyni í ræðustóli og sjálf- sagt við að setja Magnúsi Torfa Ól- afssyni úrslitakosti, en hann reynd- ist Bjarna að lokum svipað og Bolli Þorleiksson Kjartani Ólafssyni foi'ð- um. Er og við þvi að búast, að ein- arður maður og harðhendur eins og Karvel Pálmason reynist ske- leggur, þó að hann sé enginn skap- ofsi i málflutningi og geipi ekki á mannfundunr. Hann er láknrænn fulltrúi þeirra greindu, sjálfmennt- uðu og öruggu manna, sem þekkja landsliagi og þjóðlíf af reynslu, vaxa gjarnan af verkefnum og bregðast sjaldan trúnaði. Hitt er enn óséð, hversu honum lætur ref- skák sfjórnmálanna, þó að hann sómi sér dável á löggjafarsamkom- unni. Og því má ekki gleyma, að Karvel hefur til þessa verið meiri stoð að Hannibal Valdimarssyni en forkólfinum að honum. Meginsigur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna í síðustu alþingis- kosningum vannst tvímælalaust á Vestfjörðum með kjöri Hannibals og Karvels. Hannibal drýgði þar enn dáð, en ef til vill sætti eigi minni tiðindum, er verkalýðsfor- inginn og kennarinn i Bolungarvik hófst þar svo liátt sem raun varð á. Árangur Karvels Pálmasonar skar úr um, að alþýðusamtökin mega sín ennþá nokkurs á stjórnmálasviðinu og að fleiri en þaulvanir atvinnu- menn geta látið þar til sín taka. Hannibal Valdimarsson gerist senn aldraður. Ríkir nokkur óvissa um framtíð flokksins, sem þeir Björn Jónsson stofnuðu eftir óblíðan skiln- að sinn við Alþýðubandalagið, en þó mun fremur um áhrif hans og viðgang allan á Vestfjörðum. Marg- ir ætla, að Ivarvel Pálmason erfi það ríki eða þann liluta þess, sem Hannibal kemur til með að láta eftir sig, en víst leikur vafi á um þau iirslit. Karvel þarf á allri sinni röggsemi að halda, ef hann hyggst gerast eftirmaður Hannibals Valdi- marssonar sem einn helzti leiðtogi Vestfirðinga. Svo gæti farið, að hann ætti von á samkeppni af hálfu ættar Hannibals, þegar fram líða slundir, og er honum þvi óráðlegt að bæla sig eins og bliki í dúnmjúku hreiðri. Kynþáttur Hannibals festir um þessar mundir nýjar rætur á Vestfjörðum og kynni enn að vilja ráða. Hitt er þó ósennilegt, að Kar- vel Pálmason kippi sér upp við slíkt. Hann er vanur misjöfnum veðrum í Bolungarvík. Lúpus. 44. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.