Vikan

Eksemplar

Vikan - 02.08.1973, Side 18

Vikan - 02.08.1973, Side 18
Awili Otin tók á móti Önnu og Onyango, klæddur Inni i maurabuinu var hunangsgul leója. viðhafnarbúningi. Þriðja og síðasta grein önnu Nyman um þorpið i Kenya, þar sem hún á leirhús og dvelst í fríum sínum. í þessari grein segir hún frá mauraveizlu og heimsóknum til höfðingja Luoættbálksins. Einn morguninn, þegar ég var að þvo kastarholurnar eftir morgunverðinn, heyrði . ég Onyango kalla. — Flýttu þér hingað með vatn i krukku. Ég fann maura, sem þú átt að steikja i kvöldmatinn. Flýttu þér nú, áður en þeir sleppa allir. Þegar ég kom á vettvang, hafði Onyango byrjað að brjóta maura- þúfu úr grjóthörðum leir og maurarnir skriðu um allt. Þeir voru griöarlega stórir, sumir allt að þvi tveir sentimetrar á lengd. Onyango sýndi mér, hvernig ég átti að taka maurana og setja þá i vatniö, svo að þeir gætu ekki flogið i burtu. Ákafi hans smitaði mig svo að ég vann bug á við- bjóðnum, sem heltók mig i fyrstu. En ég gat ekki fengið mig til þess að stinga þeim upp i mig og tyggja þá hráa eins og Onyango og Ogenya frænka hans gerðu. Þess i stað lét ég Lonu kenna mér að steikja þá til þess að ég gæti matreitt ljúffengan kvöldverð handa okkur öllum. — Nú er uppskerutiminn i nánd, sagði Lona, Næstum allir maurarnir eru orðnir fleygir. Hún sagði mér lika frá voldugu hvitu drottningunni, sem felur sig inni i dimmri kúpunni, og snýr alltaf i sömu átt og tunglið kemur upp i á kvöldin. Rétt á eftir komum við inn i miðjan leirköggulinn, þar sem maurarnir höfðu byggt sér bú. Búið var einna likast hunangs- köku og af þvi draup klistrug leðja, svipuð sirópi. Ég fylgdi ráðum Lonu og safnaði leðjunni i krukku, sem ég geymdi til þess að hafa með pönnukökunum siðar um daginn. Þriðja og síðasta greinin um Afríku Mauramir smök 18 VIKAN 31.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.