Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 13.09.1973, Qupperneq 12

Vikan - 13.09.1973, Qupperneq 12
Hún minntist sumarsins fyrir þrjátiu árum, þegar allt var svo bjart. Þegar þau lágu hlið við hlið á sólbökuðum klettun- um og létu vel hvort að öðru. En síðan voru liðin þrjátíu sumur og enn hafði hún ekki gleymt honum .... Vein? óp? Or iðgrænum draumheimi, hlýjum og vingjarn- legum, böðuðum i mildu skini gylltra sólargeisla, hrökk Inga upp til skuggalegrar og grá- kaldrar hálfmeðvitundar. — Ég er að koma. Eg kem strax, mamma min! Það var fyrst, þegar hún sat á rúmstokknum með fæturna þreif- andi eftir inniskónum á köldu gólfinu, sem það rann upp fyrir henni, að það var liðið nærri eitt ár siðan mamma þurfti siðast hennar hjálpar við. Mamma var dáin. Elzta dóttir hennar, Inga, var frjáls, hún gat lifað sinu eigin lifi. Loksins. Það hafði hún hugsað á sjaldgæfu augnabliki sannleikans, þegar jarðarförinni var lokið, og hún ver ein eftir i rúmgóða, tveggja hæða einbýlishúsinu. Loksins. Þannig gat maður sem sagt hugsað. En aldrei að segja aldrei. Það var um að gera að komast frá hugsuninni. Gleyma, að hún hafði verið hugsuð. Þangað til henni skaut upp aftur. Óvænt á miðri nóttu. En hvað var það, sem hafði vakið hana? Henni fannst hún heyra óp... eða öllu heldur vein. Það var kannske allt saman bara draumur. Nú var að minnsta kosti þögn i húsinu. Bezt að leggja sig og reyna að sofna aftur.... Nei, þar heyrðist það aftur! Það var einhver, sem kveinaði. Leigjandinn? Stúlkan niðri? Guð munn góður! Henni liður kannske illa! Inga hentist niður stigann og yfir anddyrið. En þegar hún kom til dyra leiguher- bergisins, var allt hljótt. Hún lyfti hendinni, reiðubúin að banka. Ætti hún, gat hún þrengt sér inn á...? Neí, kannske ekki. Kannske hafði stúlkan bara haft leiðin- legar draumfarir. Það er til fólk, sem hefur svoleiðis. Og nú heyrð- ist ekki bofs. Þá var bara að brölta upp aftur og reyna að festa blund á ný. Hún vissi, að það gæti reynzt erfitt. Kannske glas af mjólk og smurt brauð? Með slæma samvizku gekk hún inn i eldhús, tók fram mjólk og brauð og settist á háa eldhússtólinn við eldhúsborðið. Náttverður, hún vissi, að hann var ekki góður fyrir linurnar. Og hún var of þybbin. Það var henni ekki til mikillar hjálpar, þó að hin indæla frú Palm i kjólaverzlun- inni segði, að hún væri akkúrat passleg og gæti vel bætt við sig nokkrum kilóum... Jæja, ein brauðsneið gerði hvorki til né frá. Og mjólk var góð fyrir taugarnar. Hún sat og tuggði og hugsaði um fyrsta sunnudagsmorgun stúlkunnar í húsi hennar. Hvernig hún, Inga, i skyndilegri þrá eftir mannlegu sambandi hafði dúkað borð og borið fram kaffi, ristað brauð og sett appelsinumar- melaðið i litlu postulinsskálina. Siðan hafði hún bankað á dyr stúlkunnar. — Hvort hún vildi kaffi, svona á sunnudags- morgnum bragðaðist það oft vel, sem fært væri i rúmið...? Hún sá fyrir sér litið dökkt höfuð stúlkunnar, sem reis frá kodd- anum — eins og ormur i varnar- stöðu — föla andlitið með skeifuna, ólundarlegu neðri vör- ina og augun sem eins og dökknuðu af ilisku undir svörtum augnahárum. — Nei takk. Hún vildi ekkert. Vildi bara sofa takk. Að auki var hún vön að borða ekki á morgnana... Inga hafði hörfað frá og muldrað einhverja afsökun um leið. Hún óskaði, að hún hefði aldrei leigt út biáa gestaherbergið til nýja lyf jafræðinemans, ungrar ókunnrar stúlku frá höfuðborg- inni. Eftir dauða mömmu hafði hún helzt viljað selja húsið og fá sér minni bústað, nær bankanum þar sem hún vann. En það var ekki svo auðvelt að fá hæfilega ibúð nú á dögum, ekki einu sinni i litlum bæ eins og Kulleras. Og svstrunum og mönnum þeirra fannst ekki ráðlegt að selja núna, verðið átti eftir að hækka, hélt Einar, um leið og nýja skipulagið yrði samþykkt og iðnaðarlóðir yrðu éftirsóttari. Auðvitað vilja þau fá eins mikið og hægt er fyrir fasteignina i smábænum, það eina sem mamma hafði látið eftir sig. Það var bara eðlilegt. Það var kannske ekki jafn eðlilegt, að þau voru ekki reiðubúin að skjóta saman nokkrum krónum til við- halds húsinu. Það var i slæmu ástandi, það þarfnaðist málningar, þakið lak við skor- steininn. Hún þarfnaðist smá leigutekna, hafði hún hugsað. Og að auki, þegar það var Eyvindur, sem bað hana.... — Ég verð að fá huggulega ibúð fyrir nýja lyfjafræðinemann minn, hafði hann sagt. Þú veizt. Sú sem var á undan, flutti vegna þess, að hún var óánægð með litla herbergið yfir apótekunu. Það hefur nú dugað siðan á dögum tengdapabba... En kröfurnar aukast. Ég bjó þar nú sjálfur einu sinni. Eins og þú kannske manst... Hún mundi. Það var eins og hiti færi um hana, ennþá eftir 30 ár. sumarið það. Svo spennandi, svo hlýtt, svo ljúft. Svo ólikt öllum öðrum sumrum. Það sumarið talaði bærinn um nýja lyfjafræði- nemann, sem var með dóttur læknisins... nei, það var ekki fallega Marianne eða litla glað- væra Berit, heldur sú elzta, þessi stóra klunnalega, sem var ný- byrjuð i bankanum. Stór og klunnaleg, já. En hún sá sjálfa sig i þokukenndum spegli stúlkna- herbergisins: ungmeyjarljómi yfir háum kinnbeinunum, rauð- leitur gljái i brúnu hárinu, áköf undrandi dökk augu. Næstum þvi fögur. Tuttugu og tveggja ára. ung og ástfangin. Einnig elskuð. A sólbjörtum stundum á hlýjum klöppum skerjagarðsins, á allt of stuttum leynilegum nóttum i litla þrönga herberginu yfir apótekinu. Þefurinn, apóteks- þefurinn, sem nú var varla til, þegar næstum þvi öll lyf eru framleidd i verksmiðjum, smaug upp i litla herbergið með súðinni. Hún gat enn fundið hann, og það minnti á stæltan likama Eyvindar við hennar, varir hans yfir henni, hið heita hvisl hans við kinn hennar: Ingalunda, Ingalunda, Ingalunda.... Það var hið hlægilega gælunafn hennar. Félagarnir héldu þvi fram, að það hafi verið hún sjálf, sem sagði það fyrsta daginn i sjö ára bekk. Það gagnaði ekki, að Inga Lund mótmælti. Frá þeirri stundu hét hún Ingalunda i bekknum. Og um leið og Mari- anne byrjaði i skólanum, — það leið ekki á löngu, þvi hún var bara einu ári yngri, — fylgdi nafnið henni heim. Foreldrarnir byrjuðu að nota það, þvi þeim þótti það sniðugt. Sjálf kunni hún ekki við það, fyrr en Eyvindur lét það hljóma eins og gælu, sumarið það fyrir þrjátiu árum. Ingalunda . . . Titrandi andvai;p, glöð undrun vegna sætleika fyrsta fundarins. Það sumarið giftist Marianne Einari i lok ágúst. Stórt kirkju- brúðkaup. Marianne var sem Framhald á bls,,i4 Smásaga eftir Ulla Hornberg 12 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.