Vikan

Issue

Vikan - 13.09.1973, Page 39

Vikan - 13.09.1973, Page 39
— Hefur hún sagt þaö? Já, ég verð aö viðurkenna, að hún sagði mér þaö. En ég trúi þvi ekki. Það er útilokað. Inga, elsku Inga, við erum skynsamar miöaldra manneskjur. Eigum við að láta mál eins og þetta komast upp á milli okkar nú? Mér hefur alltaf þétt væntum þig, Ingalunda. A ég aö þurfa einu sinni enn að skiljast við þig? Og vegna þessarar stúlku? Hún er litil og einföld — gullgrafari! Þá hlær Ingalunda. Þau eru komin ab hliði hennar. Hún hall- aði sér upp að grindverkinu og hlær og hlær. Hún er hlæjandi, þegar hún opnar hliðið og hleypur viö fót, litla spölinn til útidyranna. Hlær, krampakenndum hlátri, með tár- in brennandi undir augnalokun- um. En þegar hún hefur opnaö dyrnar, þagnar hún og horfir á Eyvind, sem stendur enn viö hlið- ið. Fölur og þögull. — Eyvindur segir hún hægt. Það er eitt sem ég vil, að þú vitir. Ég á enga peninga á kistubotnin- um. Ég hef bara min litlu laun og á þribjunginn i húsinu. Svo ég er engin gullnáma. Þú ættir að snúa þér annað. Hún þegir eitt augnablik. Siðan dregur hún djúpt andann. Segir siöan hörkulega: — En sjúkrahúsreikning stúlk- unnar skal ég borga, ef þú hefur ekki efni á þvi. Vertu sæll, Eyvindur! Og Ingalunda gengur inn og lokar dyrunum á eftir sér. VIÐTAL VID SIGURD ÓLAFSSON Fiamhald af bls. 29 hring á vellinum, að dómpalli og taka þar við verðlaunum. Allt gekk þokkalega af stað, en svo stendur min allt i einu kyrr og veröur ekki þokað áfram. Næstur á eftir mér var Dagbjartur Gisla- son og þegar hann kemur til min, segir hann ,,Er ekki bezt aö hjálpa þér af stað Siggi minn?” Þá tekur merin af stað og þaö var heldurroka. Aumingja maðurinn, sem stóö við dómpallinn með verðlaunaumslagið i hendinni, þeyttist i aðra áttina og umslagið i hina, en merin rauk framhjá án þess aö ég fengi að gert. — Hvernig sérðu á ungum hrossum, hvort þau eru efnileg eða ekki? — Þvi get ég, ekki svarað. Það er ýmislegt i fari þeirra og svip og eyrnastöðu, sem maður tekur eft- ir. Þegar ég varð fimmtugur fyrir sjö árum, fór ég austur að Hvpls- velli til Jóns vinar mins i Garðs- auka. Hann var með mörg folöld inni og sýndi mér þau. Svo sagöi hann, að ef ég gæti bent á það folald, sem hann héldi aö væri bezta hestefnið, þá mætti ég eiga það. Ég virti hópinn fyrir mér um stund og valdi mér litiö móblesótt folald. Jón viðurkenndi að hann áliti að þetta væri efnilegasta fol- aldið, en hann væri bara búinn að selja það öðrum. Ég sagði honum, að það næöi þá ekki lengra. Jón var snöggur upp á lagið eins og hans er vandi, þegar hann svar- aöi: „Þaö gerir ekkert til. Hann hefur aldrei séö þaö og ég á nóg af skjóttu”. Ég fékk svo folaldiö og það hefur reynzt mér vel, en það þurfti að leggja mikla vinnu i tamninguna á þvi. Konan min á hann reyndar núna, þvi að þegar hún varð fimmtug, hafði ég ekki annað handbært, svo að hún fékk hann. 1 spjalli viö hestamann og söng- mann hlaut talið aö snúast að hestavisum. Sigurður sagöi, aö margt hefði veriö ort um hestana sina og þá einkum Glettu, en þvi miður ætti hann það ekki nærri allt. Honum tókst þó að grafa upp þessar visur eftir Benjamin Kristjánsson, sem hann sagði að Sigfús Halldórsson heföi haft góð orð um aö semja lag við. Kannski eigum við eftir aö heyra Sigurö syngja þetta ljóð Benjamins við lag Sigfúsar: Augun loga, eyrun blaka, inn á völlinn sækir hún. Vill úr höndum tauma taka, tifar ört og hvessir brún. Knáir, æstir keppinautar kynda glatt aö öru skapi. Er þá kyn, þó örvist knapi, augum leiöi mörkin brautar. Leitt er aö þurfa á linunni aö biöa I lundina blandaö er metnaöi og kviöa. Merkiö ómar, opnast leiöin, örir fákar hefja keppni. Ýmsir treysta á eigin heppni, aörir magna viljaseiöinn. Þegar skeiöiö gripur Gletta, gripin veröa löng og há: logaheit er lundin þá. Hófaslögin háttum bundin, hlaöin stuölum, dýru rimi, geröarmikill geösins brimi. Gert var út um fundinn, metiö sett og sigurkransinn bundinn. A heimleiöinni létt er lundin, ljúfan Gletta stigur dans. Hófaslögin háttum bundin hrynja aö söngrödd gleöimanns. ÞEGAR JÖRÐIN FÓR AF STAD_________________________ Framhald af bls. 11 á ferö og ég þrýstist upp við vegg i horninu hjá dyrunum. — Leðjan streymdi inn og upp aö mér. Kæliskápur þrýstist upp aö bakinu. Mér tókst aö teygja upp hendina og hrópaði skelfingu lostin á hjálp. — Húsið hafði klofnað i miðj- unni og leðjustraumurinn geystist inn um opiö. Ég var klemmd i leöjunni frá mitti og niöur og ég fann til mikils sársauka Miljónir rúmmetra leðju hafði losnað frá bröttum hliöum Göta alv dalsins og á aðeins fjórum minútum rann leöjan niöur til ár- innar. Hiö þráláta regn siðustu dægra hafði veikt árbakkann. 31 hús sóp aðist með leðjunni. Nokkur tré- húsanna brotnuðu i spón og önnur skemmdust mjög mikiö. Kjallar- arnir fylltust af leöju eöa brotn- uðu saman. Leðjan tók einnig með sér járn- brautarteinana og þjóöveginn til Gautaborgar. HEIMILISLAUSIR 300 manneskjur urðu heimilis- lausar, þegar jörðin fór af stað og húsin brotnuðu . Húsin rákust hvert á annaö, veggir riöuðu og stór göt opnuðust á veggjunum, þegar björgunarliðiö kom á vett- vang. Klukkan 8.08 byrjaöi skriðan — án nokkurs fyrirboða. Fjórum minútum seinna flúðu skarar heimilislauss fólks burt frá svæð- inu. Þau höfðu misst heimili sin, húsgögn voru i smápörtum og innbúið á floti. En þrátt fyrir allt var gæfan með Surtebúunum þennan morg- un. Flest barnanna voru komin til skólans, heimilisfeðurnir voru á vinnustaö eða á leiö þangað, far- þegalestin var lögð af staö frá Surte. Náttúruhamfarirnar i Surte urðu einni manneskju aö bana. Fimmtug kóna, Hilma Wenner berg hai'ði lciTað skjóls i kjallar- anum. Þegar húsið rann burt brustu veggir kjallarans og hún klemmdist til bana i kjallara- tröppunum. Klukkan 10.10 lá Ragnhild Rydh á börum úti á leöjusvæöinu. — Ég heyrði hvernig þeir brut- ust i gegnum þakiö á söluturnin- um til aö losa mig. En það gekk ekki. 1 staðinn urðu þeir aö grafa sig niður i gegnum leðjuna. Það voru erfiöar stundir. Þegar leðjan þrýstist að mér fann ég að eitt- hvaö slitnaði innan i mér. Skömmu seinna missti ég meövit- und. Björgunarsveitin hafði erfitt verkefni. Hættan á nýrri skriðu vofði stöðugt yfir. TVÖ AR A SJÚKRAHuSI Ragnhild Rydh var flutt á Sahlgrenska sjúkrahúsið i Gauta- borg, mjaðmargrindarbrotin, meö skaddaöa hryggjaliöi og lömuö fyrir neðan mitti. Hún lá tæp tvö ár á sjúkrahúsi meðan brotin gréru. — Það sem bjargaöi mér var að mér tókst aldrei að komast út um dyrnar. Þvi ef ég hefði sloppið út hefði ég borizt með leðjunni og leifum hússins niöur á botn ár- innar, segir Ragnhild Rydh. Þegar hún kom heim frá sjúkrahúsinu, gat hún ekki séð um sig sjálf. Fyrst bjó hún hjá systursinni Nú býr hún með unn- usta sinum i tveggja herbergja ibúð. LÍFIÐ GENGUR SINN GANG — Stundum hugsa ég um slys- 37. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.