Vikan

Issue

Vikan - 13.09.1973, Page 42

Vikan - 13.09.1973, Page 42
r Hl Electrolux Elecírolux Frystlklsta TC 14í 410 lítra, Frystigeta 28 kg á dag. Sjálfvirkur hitastíll- ir (Termostat). Öryggisljós með aðvörunarblikki. Hraðfrystistill- ing. Plata með stjórntökkum. Lás á loki. Tvær körfur. Skilrúm. Útbúnaður, sem fjarlægir vatn úr frystihólfinu. Segullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. Vörumarkaðurinnhf. ARMULA 1A. SlMI 08112, REVKJAVlK. hann var þá ekki greindari en þaö. — Hvað áttuð þér við með þvi, að hún hafi þekkt yður aftur? endurtók hún. — Ég fann það, þegar hún opn- aði fyrir mér. Ég kom i þeim til- gangi að selja þessa garðyrkju- bók, það er mitt starf. Ég þekkti hana við fyrstu sýn og ég sá,að hún þekkti mig lika. Ég hefi orðið fyrir þvi áður, að hafa þetta á til- finningunni, en aldrei eins greini- lega og hérna. Ég gat ekki gert neitt annað en að romsa upp úr mér öllu um bókina og að það væru aðeins þeir, sem fremstir væru i garðrækt, sem áttu að vera meö i þessu og að við ætluðum að taka litmyndir af garðinum. Þá varð hún strax svo áköf og ég varð að skoða hvern einasta rósa- runn, svo ég tali ekki um alparós- irnar. En svo sagði hún, allt i einu: — Ég held ég hafi séð yður einhvern tima áður! — Hafið þér þá ekki komið hingað fyrr og verið að selja eitt- hvað? — Ég er nýbyjraður á þessu, sagði maðurinn. — Ég hefi unnið aðallega fyrir félög, velgerðarfé- lög og annað slikt. Tekið myndir af stjórnarfundum og safnað aug- lýsingum fyrir ýmsa pésa. Heyrnarhjálpina, hugsaði Cilla, sem er eitt af óskabörnum Dag- mar. Að líkindum hafði hún séð Isaksson á einhverjum stjórnar- fundinum f þvi félagi. Dagmar var i einum tiu félögum, svo það gat viða verið, sem fundum þeirra hefði borið saman. — Að minnsta kosti þekkti hún mig, sagði Isaksson. — Hún fór beint inn til að hringja i lögregl- una, það var alveg öruggt. — Hún hringdi ekki til lögregl- unnar. — Simtalið var örugglega ekkert i sambandi við yður. — Já, þér segið það. Ég held að hún hafi skyndilega munaö eftir mér, einhvers staðar frá. Hvers vegna hefði hún annars þurft að flýta sér svona heim i simann? Cilla vissi, að það eina sem gat komið Dagmar til að gleyma tim- anum, var ef einhver hefði áhuga á garðinum hennar. Hún hafði ábyggilega litið á klukkuna og svo brugðið við, þegar hún sá hve framorðið var og Cilla ekki kom- in. —Gerði það nokkuð til, þótt hún hefði borið kennzl á yður? spurði hún. — Það kom nokkuð fyrir mig fyrir skömmu siðan. Það er ástæðulaust að tiunda það fyrir yður nú. Það varð æ ljósara, að Isaksson var haldinn einhverri þráhyggju, Eitthvað, sem hafði komið fyrir hann, hafði bitið sig svo fast i hann. — Hvað hefðuð þér gert, ef húsið hefði verið mannlaust, þeg- arþérkomuð til baka? spurði hún. — Ég hefði tekið það verðmæt- asta sem ég hefði fundið og reynt að finna peninga. Og að sjálf- sögðu bilinn. Og ég hefði farið i kápu af henni og sett upp hattinn, til að vekja ekki eftirtekt. — Gerið það þá núna, sagði Cilla áköf. — Ég skal sverja og sárt við leggja, að ég hafi aldrei séð yður. Hann brosti og það var sannar- lega ekkert bliðubros: — Þér haf- ið þó ekki látið yður detta þetta i hug. Ekki i alvöru? Ef einhver finnur hana, þá er ljóst, að það litur ekki út sem slys og lögreglan myndi fá yður til að segja frá á nokkrum minútum. Það horfir öðru visi við, ef hún finnst ein- hvers staðar annars staðar. Ég hefi alveg ljómandi hugmynd og við höfum allan eftirmiðdaginn fyrir okkur til að undirbúa hana. Það truflar okkur ekki nokkur sála. Húsið er kyrfilega læst og ef einhver kemur, þá snýr hinn sami strax við, þegar enginn anzar dyrabjöllunni. Hugmynd Isaksson var hvorki ný né sniðug, að minnsta kosti ekki i augum þess, sem hefir mik- ið lesið af glæpasögum. En Cilla var svo upptekin af þvi að hugsa um Dagmar og hvort þær hefðu eiginlega nokkra möguleika til að komast lifs af, að hún heyrði varla hvað hann sagöi. — Ef hún er meidd, þá getum við ekki flutt hana til, án þess að láta lækni skoða hana, sagði hún. — Haldið þér aö henni liði bet- ur, ef við skiljum hana eftir i skýlinu? Það geta liöið fleiri vik- ur, þar til hún finnst. Og það get ég fullvissað yður um, að hún kemst ekki út af sjálfsdáðun. Gerið nú það sem ég segi yður, þá hafið þér kannski möguleika á að koma henni undir læknishendur i tæka tið. Isaksson var nú búinn aö taka við stjórn. Cilla þorði ekki að malda i móinn, það yrði aðeins til þess, að hann gæti fundið upp á einhverju uggvænlegu. Staffan Jernberg var ennþá i huga henn- ar, sem björgunarmaður. Hann var eini maöurinn, sem vissi að Dagmar var horfin, sá eini, sem gat bjargað lifi þeirra, ef hún aö- eins gæti komið til hans boðum. óþolinmóð rödd Haralds Isaks- son turflaði hugsanir hennar: — Heyrðuð þér ekki, að ég var að tala við yður? Hvar eru sima- tækin? — I anddyrinu, svefnherberg- inu og dagstofunni. — Já, þá förum við inn i dag- stofuna. Haldið þér að hún hafi eitthvert minnisblað. Ég á við þar sem hún skrifar niður heimboð, fundarhöld og annað slikt? — 1 skúffunni i simaborðinu. — Sækið það. Við þurfum lika pappir og penna. Gangið á undan og reynið ekki neinar kúnstir. Hann kom sér fyrir i sófahorn- inu i stofunni og skipaði Cillu að setjast i hægindastól beint á móti sér. Siminn stóð á borði á milli þeirra. — Mér er svo hræðilega illt i höfðinu, sagöi Cilla. Getið þér ekki náð i magnyltöflu handa mér i lyfjaskápnum i baðherberginu. — Nei, þér megið ekki vera svona einföld, haldið þér raun- verulega, að ég skilji yður eftir eina hér hjá simanum. Þér getiö farið þangað sjálf, þér komizt ekki út hvort sem er og yður veitir sannarlega ekki af einhverju sem gæti róað yður. Þér fáið tvær minútur. Cilla flýtti sér inn i baðherberg- ið, greiddi sér i snatri, tók upp varalit og rúllu af pappir. Hún reyndi ákaft að hugsa út einhver skilaboö til Staffans Jernberg. Ef Isaksson kæmi inn, gat hún ein- faldlega látið sem hún væri að þurrka af sér varalit. Hún skrifaði með varalitnum mjúkan pappirinn: „Jernberg. Dagmar slösuð i skýli Curts. Morðinginn hér. Cilla”. Hún braut bréfið samán og stakk fívi I vasann á svuntunni, sem hún var ekki búin að taka af sér. — Það var kominn timi til að snúa við, sagði Isaksson óþolin- móður. — Hlustið nú á mig, svo við getum farið að snúa okkur að alvörunni. Og svo fór hann að útskýra fyrir henni hina stórkostlegu hugmynd sina. Cilla átti að hringja til allra, sem Dagmar hafði samband við, eftir þvi sem stóð á minnisblað- inu, og segja þeim, að þær syst- urnar ætluðu aö fara i ferðalag saman og myndu verða fjarver- andi nokkurn tima. Þeim hefði dottið þetta i hug i dag, svo hún væri að hringja fyrir systur sina, til að spara henni tima, til að segja að hún gæti ekki verið við- stödd á þessum ákveönu stöðum. Þegar hún væri búin að til- kynna þetta og vinkonur Dagmar vissu um ferðina, þá átti Cilla að setja eitthvað niður i nokkrar töskur og svo, þegar dimmt væri orðið, áttu þau að bera Dagmar út i bilinn og fara burt. Þegar þau væru komin hæfilega langt i burtu, átti Cilla að sleppa honum út, á einhverjum eyðilegum stað. — Þá megið þér fara meö hana til læknis, eða gera við hana hvað sem yður þóknast, sagði Isaks- son. — Þér getið sagt, að hún hafi orðið fyrir bil og að þér hafið fundið hana við vegbrúnina. — En ef hún man eftir öllu sjálf? — Það er sama hvað hún segir, læknirinn heldur að það sé rugl á henni. — En læknir sér hvers konar slysi hún hefir orðið fyrir. . . Cillu varð nú ljóst, hvað Isaks- son hafði i huga. Hann ætlaði sér ábyggilega að láta bilinn, sem þær Dagmar voru i, aka fram af veginum, niður gil- ið i ána, langt frá mannabyggð- um. Það gætu liðið margar vikur, þangað til nokkur maður rækist á leyfar þeirra. — Hvaða vangaveltur eru á yð- ur? Hann var ergilegur og rödd hans bar það með sér, að hann var að verða reiður. — Ætlið þér ekki að gera eins og ég segi? — Ég er búin að segja, að ég fer að öllu eins og þér segið. En við verðum nú að ihuga vel, hvað ég á að segja þessu fólki. Ég þekki systur mina, en það gerið þér ekki. Ég verð að finna einhverjar skýringar, sem hljóma sennilega. — Þér getið sjálfsagt gert það, án þess að vera að tefja timann. Farið nú að snúa yöur að þessu. Byrjið á garðyrkjumanninum, Knud eða Curt, eða hvað sem hann nú heitir. Svo skuluð þér snúa yður að ræstingakonunni. — Hvorugt þeirra er heima. Curt er i veiðiferð og ræstinga- konan, Solbritt, fór til borgarinn- ar og verður þar fram á nótt. — Þvi betra, þá látið þér liggja 42 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.