Vikan - 05.12.1974, Page 13
milli, aö miðvikudagur væri sist
til heilla, en þó skárri til sjósetn-
ingar en mánudagur. Það vairð
þvi svo aö vera, og tvö skip, sem
stóðu i dokkinni voru sjósett
þennan dag, þau Július og Brúni.
Þrem dögum siðar, laugar-
daginn 11. mars héit Július frá
Akureyri og sigldi út Eyjafjörð i
hægum sunnan byr.
Þilskipið Július EA 6 var 39,73
brúttósmálestir að stærö. 1 lúkar
var rými fyrir ellefu menn/ Þar
var eldað, og þar geymdu menn
hlifðarföt sin. Fyrir aftan
lúkarinn var geymsla fyrir
matvæli og innangengt úr
lúkarnum. Lestin var tóm nema
salt i stiu.
I káetu aftur i voru fjórir menn,
skipstjóri, stýrimaður og tveir
hásetar.
Fyrir viðvaninga var þetta
mikill dagur. Langþráðu marki
náð, að komast á skip og sigla til
veiða. Allir voru þeir samt vanir
sjónum. Höfðu verið á róðrar-
bátum heima viö og kunnu að
fara með ár og stýri. En hér voru
þeir komnir á stórt skip, þilskip
með ratti og fimm seglum, þegar
best lét, og nú kepptust þeir viö að
læra handtökin, nöfn á hinum
ýmsu hlutum og önnur vinnu-
brögö en þeir voru vanir frá
áraskipum.
Stýrimaðurinn vigtaði mönnum
út vikuskammtinn. Maturinn var
geymdur i smáskápum undir
kojunum eða i kistlum. Þar var
lika ýmislegt góögæti, sem þeir
höfðu komið með að heiman.
Sigling út Eyjafjörð gekk vel,
og siðan var haldið vestur með.
49. TBL. VIKAN 13