Vikan


Vikan - 05.12.1974, Page 19

Vikan - 05.12.1974, Page 19
Vigdís og bu&umst til a& gera allt endurgjaldslaust, ef viö fengjum húsnæ&i einhvers staöar”. „Viö vorum nýiega komin utan iír löndum....” ...og alveg i skýjunum yfir nýju framúrstefnuleikritunum”. hékk I ljósastúkunni, fylgdist meö æfingum á sviðinu og hlustaði á leikstjórana, m.a. Indriða Waage, Harald Björnsson, og Lárus Pálsson, sem þá voru aðal- leikstjórar Þjóðleikhússins. Ég hef stundum hugsað til þess, hvað hann Guðlaugur var öfundsverð- ur á þessum fyrstu árum leik- hússins, þvi hann gat valið af alls- nægtaborði leikbókmenntanna. Nú eru timarnir breyttir, þvi svo mikið er búið að sýna. Við höfum fylgst ákaflega vel með i leiklist hér heima á undanförnum áratugum, og ef maður litur til baka yfir það, sem sýnt hefur verið i atvinnuleikhúsunum tveimur er alveg með eindæmum, hve vel íslendingar hafa fylgst með nýjungum. Það kemur ekki fram erlendis það leikrit, sem eitthvað kveður að, að það spyrj- ist ekki strax til tslands og farið sé að huga að þvi, hvort ekki hæfi að sýna það hér. — Er lifið orðið erfiðara hjá leikhússtjórum nú? — O-nei, ég segi það ekki. Til allrar guðs lukku er á öllum tim- um af miklu og góðu efni að taka. En það hlýtur að hafa verið ægi- lega gaman að hefja starf i nýju Þjóðleikhúsi með þeim góðu leik- urum, sem þangað réðust, og eiga allt þetta efni ósýnt. Vigdis var viðloðandi Þjóðleik- húsið af og til i tiu ár. Þar sem starfið var aðeins hálfan daginn lá beinast við að fara að kenna — frönsku. Jafnframt þvi tók hún BA-próf I frönsku, til að hafa kennararéttindin i lagi. En leik- listaráhuginn fékk ekki næga út- rás i Þjóðleikhúsinu, svo hún gerðist einn af stofnendum til- raunaleikhússins Grimu. — Við jókum okkur saman, 6 kunningjar, sem höfðum verið saman i menntaskóla eða kynnst gegnum leikhúsið: Magnús Páls- son leikmyndateiknari, Þorvarö- ur Helgas. fyrrverandi leiklistar- gagnrýnandi Morgunblaðsins — við þrjú höfðum verið saman i menntaskóla — leikararnir Er- lingur Gislason og Kristbjörg Kjeld og Guðmundur Steinsson leikritaskáld. Við vorum óskap- legt hugsjónafólk og gengum fyr- ir dyr framámanna og buðumst til að gera allt endurgjaldslaust, ef við fengjum húsnæði einhvers staöar. Við vorum nýlega komin utan úr löndum og alveg i skýjun- um yfir framúrstefnuleikritun- um, sem enn höfðu ekki verið sýnd hjá leikfélaginu og i Þjóð- leikhúsinu. Stefna okkar varö þvi að sýna verk framúrstefnuhöf- unda. Það skyldu a.m.k. vera einn eöa tveir atvinnuleikarar I hverri sýningu.sem kjarni sýn- ingarinnar, en siöan fengi unga fólkið, sem gekk um og beið eftir hlutverkum, að spreyta sig. • — Það sem mér finnst merki- legast við þessa stofnun, þegar ég lit til baka, er að við, þessir græn- jaxlar, nýlega komin heim frá út- löndum og ekkert nema loftið, skyldum með áhuga okkar og ákafa geta fréistað manna eins og Haraldar Björnssonar, Þorsteins ö. Stephensen, Indriða Waage, Baldvins Halldórssonar og fleiri traustra leikara og fengið þá til 49. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.