Vikan


Vikan - 05.12.1974, Side 27

Vikan - 05.12.1974, Side 27
— Slepptu mér! — Ég er gömul kona... — Hvað ertu gömul? — Attatíu ára? kallaði hún. — Attatiu... endurtók ég, og það fór hrollur um mig — áttatiu á ný- ársnótt? — Já... — Klukkan... klukkan tólf? — Já, já, sagði hún og kinkaði áköf kolli. Þá fór klúturinn frá andlitinu og ég sá stórnefjaðan karlmann með penna milli tann- anna, en ekki gamla kerlingu. Ég hrópaði upp yfir mig af skelfingu og sleit mig lausan. En maðurinn náði i mig aftur og við slógumst. — Ég skal kenna þér! öskraði hann ög lamdi mig i höfuðið með krumlunum. — Ég skal kenna þér! En ég greip yfrum hann og brá fyrir hann fæti. Og við duttum báöir I skurðinn. Ég fann, hvernig kaldur snjórinn lagðist að likama minum. Ég barði frá mér, en hann kaffærði mig i snjónum, svo að mér lá við köfnun. Ég tók á öllu, sem ég átti til, og hrópaði. I örvæntingu: — Þú skalt fá peningana þina, Gvendur! Þá hvarf hann. Og ég reis upp neri á mér augun og þurrkaði bleytuna framan úr mér. - Framan við rúmið mitt stóð lögmaðurinn með tómt vatnsglas i hendinni. — Hann er vist háfættur! sagði hann. * — Ert þetta þú? spurði ég. — Já, þetta er ég... Hvert þó I... þú sefur þó ekki með hnjáskjólin? Þú ert vist áreiðanlega hrifinn af þeim. — Við drukkum... drukkum dá- litið i gærkvöldi. - — Ja, það gerðum við!... Og þú vannst i lomber! — Vann ég? spurði ég glaðvak- andi. — Hvað mikið? — Áttatiu... — Krónur? — Nei, nei. Aura, gamli minn. Aura! sagði lögmaöurinn, sneri sér við og gekk út úr svefnher- berginu. Ég sat uppi i rúminu minu og hugsaði um það, hve lifið væri erfitt. Fólk skilur mig hreint ekki... En stuttu seinna opnuðust dyrnar ofurlitiö, tvö augu horfðu glettnislega á mig, og djúpur bassi söng: Gamli vinur, farðu á fætur og flýttu þér! Peninga aö gjalda Gvendi, gef ég þér. Og svo kom fallegt umslag fljúgandi og lenti næstum i andlit- inu á mér. Þegar ég hafði gengið úr skugga um.hvað i umslaginu var, minntist ég jólatrésins frá kvöld- inu áður og raulaði fyrir munni mér: Góð eru jólin, góð hnjáskjólin. Bestur þó lögmannsdrjólinn. ★ Canon Ef þér kaupiö Canon- vasavéL þá er ekki tjaldað til einnar nætur. Sendum í póstkröfu Einkaumboð/ varahlutir, ábyrgð og þjónusta. Skrifvélin Suðurlandsbraut 12, simi 85277. badedas Eftir Badedas Vítaniins bað mun yður liða sérstaklega vel. Skinn yðar mýkist og verður ferskt, liflegt, og blóðið rennur eðlilega um likamann. Umboð H A.TuHnius heildverzlun 49. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.