Vikan


Vikan - 05.12.1974, Page 29

Vikan - 05.12.1974, Page 29
Framhaldssaga lega. — Jæja, hann sagði mér einu sinni að hann hefði lært i Ox- ford. óljós bakgrunnur tók að mynd- ast á bak við veru hans. en hann hvarf á ný við næstu athugasemd hennar. — Samt sem áður hef ég enga trú á þvi. — Hvers vegna ekki? — Ég veit það ekki, sagði hún. — Ég held aðeins að hann hafi aldrei verið þar. Eitthvað i rödd hennar minnti á stúlkuna, sem sagði ,,ég er viss um að hann hefur drepið mann”, og jók það enn á forvitni mina. Ég hefði trúað þvi umyrðalaust, heföi einhver sagt mér að hann hefði komið frá mýrum Louisiana eöa frá East Side i New York. Slikt mátti skilja. En unga menn var ekki vant að bera að, — eða það hélt ég i reynzluleysi minu sveitamennsku, — utan úr ein- hverju tómi og kaupa sér skraut- hýsi við Long Island sund. — Að minnsta kosti heldur hann stór samkvæmi, sagði Jordan og skipti um umræðuefni að hætti borgarbúans, sem ekki er um langar vangaveltur gefið. — Og ég hef gaman af stórum sam- kvæmum. Þar kemst maður I samband við fólk. 1 litlum sam- kvæmum fær enginn að vera I friöi. Nú heyrðust drunur frá bassa- trumbunni og rödd hljómsveitar- 'stjórans endurórriaði i garðinum. — Dömur minar og herrar, hrópaði hann. — Að ósk herra Gatsby ætlum við að leika nýjasta verk herra Vladimirs Tostoffs, sem vakti mikla athygli i Car- negie Hall, nú i mai. Ef þér hafið fylgst með blöðunum, vitið þér að hrifningin var geysimikil. Hann brosti hjartanlega og bætti við litillátlega: — já, vægast sagt geysimikil. Og allir hlógu. — Verkið er þekkt, sagði hann glaðhlakkalegri röddu, — sem Jazzsaga heimsins, eftir Vladi- mir Tostoff. Tónverk herra Tostoffs fór að mestu fram hjá mér, þvi þegar þaö hófst kom ég auga á Gatsby, þar sem hann stóð einn sins liðs á marmaraþrepunum og horföi vingjarnlega frá einum hópi til annars. Dökk húðin á andlitinu var áberandi slétt og snöggt hárið virtist vera snyrt daglega. Ég gat ekki komið auga á neitt skugga- legt i fari hans. Mér dðtt i hug að það væri vegna þess að hann hefði ekki drukkið, að hann var svo ó- likur gestum sinum, en fram- koma hans virtist verða æ fág- aöri, eftir þvi sem gleðskapurinn varö meiri og látbragö manna kumpánlegra. Þegar „Jazzsaga heimsins” var á enda, mátti koma auga á stúlkur, sem lagt höfðu höfuð að öxl einhvers karl- mannsins, þar sem þær hjúfruöu sig eins og litlar brúður, meðan aðrar stúlkur létu sig liða aftur á bak i arriia þeirra, jafnvel inrii i miðjum hópi, öruggar um aö ein- EGE GÓLFTEPPIN VEGGFOÐUR ÚRVAL GÓLFDÚKA MÁLNINGARVÖRUVAL 49. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.