Vikan


Vikan - 05.12.1974, Page 67

Vikan - 05.12.1974, Page 67
oröiö var viö neina verulega sælu hjá sveitamanninum. Þegar tækifæriö gafst á styrjaldarárunum siöari, tæmd- ust heilar sveitir, og nú lifir aö- eins brot af islensku þjóöinni viö bústörf i sveitum landsins. I upphafi prestsskaparára minna kynntistég bændum á besta aldri, sem voru dauöuppgefnir og heilsulitlir um aldur fram af of miklu striti. Þeir voru aö frá morgni til kvelds og höföu rétt of- an i sig og fjölskyldu sina. Þaö var þess vegna, aö mér datt i hug aö setja upp nuddstofu til þess aö reyna aö hjálpa þessum sóknarbörnum minum, sem þjáö- ust meira og minna af Villous Arthritis, Fibrositis og Scoliosis eöa af ýmsum sjúkdómum, sem snertu liöabólgu, vöövabólgu og hryggskekkju. I ættlandi minu haföi ég lært dálitiö i nuddlækningum þar sem ég sótti námskeiö, sem var haldiö á vegum knattspyrnusambands Skotlands. Enn fremur horföi ég stundum á nuddfækni hins fræga liös i Glasgow, Queens Park, aö störfum sinum. Bert Manderson var talinn með bestu læknum i sinni grein i Evrópu. Ég held, aö ég hafi hjálpaö þeim er til min komu. Að minnsta kosti komu margir til min meö ýmsa kvilla. Næst þegar ég feröaöist til Skot- lands fékk ég i heildsölu töluverö- ar birgöir af meðulum, sem feng- ust ekki hérlendis, og ágætan á- burð. Ég geröist lika áskrifandi aö læknariti, sem ég keypti i fjölda ára. Ég haföi gaman af þessu, og aldrei tók ég neitt fyrir hjálp mina. Um þessar mundir fékk ég áhuga á náttúrulækning- um, og i tilraunaskyni flutti ég inn frá Skotlandi dálitið magn af alls- konar þurrkuöum rótum, sem ég sauð saman, og úr þeim fékk ég ágæta kvefmixtúru, sem ég gaf þeim, sem vildu. Þegar ég var á ferð i Breiðdal fyrir nokkrum ár- um, i fyrsta sinn siöan ég fór þaö- an árið 1947, fékk ég mikið lof fyrir kvefmeöulin min gömlu. Þvi var ekki aö neita, aö erfitt reyndist þaö fyrir mig i fyrstunni að halda uppi samræðum viö bændurna um störf þeirra. Til þess skorti mig málakunnátturia. Búskapur er sergrein i atvinnulif- inu, og þar af ieiöandi á hann sitt fagmál og orðatiltæki auðvitaö ekki á hraöbergi i guöfræöideild háskólans. Ég var i rauninni kominn i annan skóla, þegar ég settist aö i Breiödal. Kennarar minir voru kona min, sveitakona að ætt og uppruna, og bændurnir sjálfir. Ég varð að læra orð yfir tækin, sem menn notuöu þá til aö slá túnin sin meö, ég varö'aö læra nöfn á húsunum, sem hýsa kýr og kindur, og óteljandi margt annaö, sem ég heyrði nefnt, en fann hvergi i islensk-ensku oröabók- inni minni. Mér gekk strax vel að semja verijulegar stólræöur, en þaö var dálitiö annaö aö semja likræöur, þvi mig vantaöi ýms hugtök til aö lýsa lífi og starfi sveitamanns eöa konu, en viö þetta hjálpaöi Sigur- lina mér eftir bestu getu. Ég var ekki lengi aö komast aö raun um, aö viö jarðarfarir hefur prestur einstakt tækifæri til aö flytja kjarna boöskapar kristinnar trú- ar og meö honum hugga þá, sem syrgja og sakna. Enn fremur eru islendingar þannig geröir aö til eru menn, sem sjást ekki I kirkju nema viö jaröarfarir, og hef ég vandað mig eftir fremsta megni viö samningu likræöna minna til þess aö ná til allra, þó sérstaklega til nánustu vandamanna hins látna. Og þaö minnir mig á jaröarför á Djúpavogi. Þar haföi dáiö gam- all maöur, og var ég beöinn aö 49. TBL. VIKAN 67

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.