Vikan


Vikan - 05.12.1974, Qupperneq 68

Vikan - 05.12.1974, Qupperneq 68
jarðsyngja hann. Nú var þessi góöi maöur þorpsbúi, og datt mér i hug, að úr þvi hægt er að kalla mann borgara, þá væri eins hægt að kalla hann þorpara. Ekki var ég þó alveg viss, og i likræðu minni hafði ég orðið þorpari i svigum. Þegar ég kom til Djúpa- vogs, sýndi ég einhverjum setn- ingu i ræðu minni, þar sem orðið þorpari kom fram. Ég man ekki núna, hver það var, en strax benti hann mér á villuna. En upp úr þessu atviki spannst sú saga, að ég heföi kallaö manninn, sem ég jarðsöng, „góðan þorpara”. Það er áreiðanlega gott að vera léttur i lund og taka lifið eins og þaö er. Ég var ekki búinn að vera lengi á Heydölum, þegar ýmislegt kom fyrir, sem mér fannst fyrir neðan allar hellur. Þegar komiö var fram i september, hætti svokallaður kassabill hálfsmán- aðarlegum ferðum frá Reyðar- firði til Breiðdalsvikur, sem byrj- uöu um miðjan júni. Eftir þann tima hausts var algjört sam- gönguleysi á landi við aöra hluta Austurlands og var vegurinn, sem var reyndar rétt sæmilegur troðningur, lokaður á Breiðdals- heiði. Þegar kassabillinn var i förum var mögulegt að fá ein- hverjar vörur heim að Heydölum, en um veturinn þurfti hver bóndi að hafa fyrir þvi að flytja sinar eigin vörur heim til sin úr kaupfé- laginu á Breiðdalsvik. Frá Hey- dölum að kaupstaðnum var um 6 kilómetra leic og til þess að kom- ast þessa leið varð að fara yfir Fellsána, sem var oft ill viður- eignar sökum vatns og isa. Það var komið fram að veturnóttum árið 1944, þegar eitt- hvað af nauðsynjavörum vantaði i litla búið okkar. Fannst mér ekki önnur leið fær en aö fá lánað- an reiðing hjá bónda á staönum, skella honum á Stjarna og teyma hann i kaupstaðinn og til baka. Sigurlina reyndi að telja mig af þvi. Hún benti mér á, að vegna ókunnugleika væri réttara að reyna að semja viö einhvern um að flytja íyrir mig. Hún sagði mér, að Fellsá mundi var- hugaverð og ég þekkti ekki tor- færurnar. Ég vissi, að uppeldi mitt i stórborg i Skotlandi var ekki góður undirbúningur undir slika sendiferð i búð. Samt sem áður datt mér ekki i hug að biðja aðra að hjálpa mér. Fyrsta ferðin með Stjarna gekk ágætlega, og kom ég aftur að Heydölum með um 200 pund af vörum. Hesturinn þekkti leiðina betur en ég og var óhræddur við Fellsána. Það er ánægjulegt að hafa lifað þann tima á Islandi, þegar hesturinn var ennþá þarf- asti þjónn manna: þegar hestur og maður voru vinir. 1 bók á ensku, sem kom út eftir mig, fyrst i Kanada og seinna i Bretlandi, Arctic Living, sagði ég, að ef ég kæmist einhverntima til himna- rikis og sæi ekki Stjarna þar, mundi ég ekki verða fullkomlega hamingjusamur. Það er satt. Þær voru margar kaupstaðar- ferðirnar, sem við fórum saman, Stjarni og ég, og aldrei kom neitt fyrir. Stefán Guðmundsson bóndi á Felli reyndist mér einnig góður fylgdarmaður yfir ána, þegar þessgerðist þörf. Hann var ágæt- ur maður og.sýndi mér og konu minni hlýju og góðvild á meðan við vorum i Breiödal. Sonur hans, Arni, er nú hótelstjóri i Höfn i Hornafirði, mætur maður og kennaralærður. Þegar ég kom til Hornafjarðar fyrir nokkrum árum, hitti ég Stefán, sem var þá starfsmaður á hóteli sonar sins. Hann sagði mér, aö hann væri viss um, að ég væri fyrsti klerk- urinn á Heydölum, sem hefði lagt út i að sækja vörur einn með reiöingshesti i Breiðdalsvik. Allir prestar á undan mér höfðu vinnu- menn, sem önnuðust slikar ferðir. Ef til vill var ég að skapa nýtt for- dæmi, að annast mina eigin þjónustu án þjónustufólks I ver- aldlegum skilningi. Að minnsta kostihugsaði égstundpm um það, þegar ég bar vatnsföturnar úr læknum 100 metra leið upp til bæjarins, eða þegar rigning foss- aði inn i herbergi okkar Sigurlinu, nótt eftir nótt þar til við stóðum i ökla i vatni. Það var þvi ekkert undarlegt þótt móöir min, sem heimsótti okkur árið 1946, vildi að við kæmum heim til 'hennar til Glasgow með fyrstu ferð. Þegar hún leit á Heydala- hreysiö og allar aðstæðurnar þar varð henni að orði, aö islenska rikið ætti að skammast sin fyrir að bjóða embættismanni sinum upp á slikt. Hún likti húsnæði okk- ar á Heydölum viö ibúðir i fá- tækrahverfi i stórborgum Bret- lands, og lét hún ekki undir höfuð leggjast að segja biskupi það, þegar hún leit inn til hans á leið- inni aftur heim til sin i sitt fallega einbýlishús fyrir utan Glasgow. Eftir komu móöur minnar að Heydölum og bréf hennar þar sem hún skoraði á mig að yfirgefa þessa smán, eins og hún nefndi það þá, hvarflaði að mér um stund að fara aftur til ættlands mins. Mikil ekla var á prestum i Skotlandi eftir striöið og var mér bent á það i bréfum frá skoskum starfsbróöur, sem hafði verið herprestur hérlendis á striðsár- unum, að hafa samband við skrif- stofur skosku kirkjunnar I Edin- borg. Eftir nokkrar vikur fékk ég vinsamlegt bréf og ósk um að mæta á skrifstofunum i Edinborg, ef ég sæi mér fært aö útfylla eyðu- blöðin, sem fylgdu bréfinu. Spurningarnar á eyðublööunum fjölluðu aöallega um menntun mina i Skotlandi, á tslandi, og reynslu mina i kirkjulegu starfi. Mér fannst, að það gerði ekkert til, þó að ég fyllti út skýrslurnar og sendi þær. Þaö mundi, að minnsta kosti friöa foreldra mina i bili. Annaö barn okkar Sigurlinu, Maria Lovisa fæddist einn bjart- an og sólrikan morgun i ágúst. Það mátti ekki tæpara standa. Maria var komin i heiminn um leið og ljósmóðirin kom inn úr dyrunum. Bilaöldin var þá ekki hafin og mig minnir að hestur Ijósmóðurinnar væri heldur latur i þetta skipti. En breiödælingar voru ekki alveg billausir. Þaö var einn vörubill i Breiðdalsvik, sem var notaður á sumrin. Það bar þó litið á honum, og var þaö eðlilegt, þvi algjör vegleysa var heim á flesta bæi. I septemberlok mætti ég i aðal- bækistöövum skosku kirkjunnar, og hitti ég þar aö máli fimm manna nefnd presta, sem höfðu lesiö upplýsingar minar. Þeir voru vingjarnl. en auðsjáaniega dálitið tortryggnir á hvort islensk guðfræöimenntun fullnægöi þeim kröfum, sem skoska kirkjan geröi. Mér fannst þetta fyrirtekt hjá þeim, óþarfa mikilmennska. Þó aö sumu leyti skiljanleg, þvi tsland var þá litt þekkt land á sviöi menntunnar og menningar. Að loknum fundi var mér sagt, aö nefndin mundi láta mig vita álit sitt I bréfi heim til min. Það létti af mér þungu fargi, þegar ég gekk út úr skrifstofunum og niður aö Waverley-járnbrautarstöðinni til aö ná lest til Glasgow. Ég var ekki i neinum vafa um, hvaö ég vildi. Ég ætlaði mér að vera áfram á tslandi. Þegar ég kom á heimili for- eldra minna, voru þau eftirvænt- ingarfull aö frétta, hvað skeð hefði á fundinum i Edinborg. Ég sagöi þeim, aö ekkert heföi verið ákveðiö, og urðu þau fyrir dálitl- um vonbrigöum. Þaö tók nokkur ár aö sannfæra þau um þaö, að framtiö min væri á Fróni. Heimsóknin var stutt. Þaö sat enn i móöur minni við hvaða aðstæöur ég starfaði á Heydölum, og lét hún óánægju sina i ljósi. i VETRARTÍZKAN Uilarkápur. Tweedkápur. Kápur með skinnum. Terylenekápur. Jakkar með kuldafóðri. Kápur úr skinnliki. Úlpur með kuldafóðri. Nylonpelsar. Leðurjakkar. Siðbuxur með vestum. Blússur — pils. Buxnadragtir. þernhor# lax^al A KJÖRGARÐ/ 68 VIKAN 49. TBL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.