Vikan


Vikan - 05.12.1974, Page 84

Vikan - 05.12.1974, Page 84
H.F ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON REYKJAVÍK ekkert lík. Síðan klæddi Georges ltk nunnunnar i búninginn og skildi það eftir rétt hjá klaustrinu, svo ók hann yfir það, svo þetta liti út sem slys. Nú hafði ég aðeins áhyggjur af einu og það var frú Desgranges. Ég vissi ekki hve mikið hún vissi og ég vildi ekki hætta á það, að þú hittir hana aftur. Ég fór til að hitta hana, en þá komst ég að þvi, að hún var farin til Spánar, það frétti ég hjá nágrönnum hennar. Og þa fékkst þú þá flugu, að finna frú Desgranges og fórst til Boniface, til aö vita hvort hann gæti ekki aðstoðað þig við að finna frú Desgranges. Ég vissi llka hvernig hann myndi bregðast við: hann myndi visa til min: Gautier veit þetta allt saman og þér hafið liklega lika talað við móöursystur yðar, systur Marie- Claire. Ég gat ekki hætt a það. Ég hringdi ekki heldur til að sjá til þess, að hann byði þér að snæða með sér hádegisverð, ég þekkti svo vel venjur hans. Með þvi að segja þér, að þú værir boðinn til hádegisverðar hjá honum, vissi ég, að þú kæmir of seint til að ná honum á l(fi, því að ég var búinn að senda Georges til að sálga honum. Þá var ég lika búinn að segja Paul, að þú myndir fara til gamla bæjarins, til að hitta frú Desgranges. Um kvöldið.sendi ég Paul og Georges til að aka á þig. Þegar þetta misheppnaðist, þá lagði ég á ráðin um aðra árás á þig i höllinni, en i það skiptið, sá ég svo um, að Helen væri ekki viðstödd. Hann brosti. — En einu sinni ennþá slappst þú úr greipum okkar, David. Siðar heyrði ég að þið Helen hefðuð farið burt úr borginni. Mér var ljóst, að þú haföir ekki gefið upp vonina, að ná fundum frú Desgranges. Ég ákvað þvi að fara hingaö, heim til Boniface og fjar- lægja öll sönnunargögn, ef einhver væru. Ég var búinn að hugsa mér að koma annarri mynd fyrir á vegginn fyrir morgundaginn. Það var sannar- lega óheppni, að þú skyldir rekast hingaö i kvöld. David lokaði augunum andar- tak. Það komst ekkert annað að I heila hans, en hvernig hann gæti varaö Helen við þessari hættu. Hvernig átti hann aö sjá við Gautier? — Finnurðu til i handleggnum? spuröi Gautier. — Ef svo er, þá ætlar þú senni- lega aö losa mig viö allan sársauka. Hvernig a það að fara fram? Eitt slysiö ennþá. Hann heyröi fótatak fyrir framan dyrnar. Helen myndi ekki hirða um að fara hljóölega, hana grunaöi ekki það sem hér fór fram. Gautier stóð snögglega upp til að hafa gætur á dyrunum og hélt byssunni samt i réttum skorðum. — Mundu það, sagði hann, — engar viövaranir. Helen kom inn. Hún hélt á tappalausri vinflösku og þrem glösum i poka. Hún brosti glaðlega til mannanna tveggja. — Sæll Jaques, sagöi hún. — Er David búinn að segja þér frá ævintýri okkar? David, þú sagðir <Svo hringdi ég til Pauls Derain. Ég skipaði honum að ná í Ge- orges, eiganda bensinstöðvarinn- ar, vegna þess að ég vissi að þeir höföu áöur eldaö saman grátt silf- ur, og sagði honum að fara til hússins. Ég sagði honum, að nunnanhefði staðfest, að þú værir sonur Carriers og aö ég hefði óvart orðið til að svipta hana lifi. Ég lét I það skina, að ég vissi hitt og þetta um hann og að hann ætti mikiö undir þagmælsku minni og skipaði honum að láta Georges hjálpa sér við að fjar- lægja likið. Hann var búinn að sjá þig á hótelinu og sagði mér, að þú værir á leið til að hitta mig. Ég flýtti m,ér af skrifstofunni, til að forðast að hitta þig strax, en þá komst þú mér i opna skjöldu. Ég hélt þú hefðir gefið frá þér að skoða húsið strax og ég bauð Helen heim, til að dreifa huga þinum. En svo komst þú eftir klukkutima, með þær rosafréttir, að þú hefðir fundið lik af konu i húsinu. Ég þóttist ætla að hringja til Pinets, en hringdi raunverulega i Paul, sem var á bensinstöðinni hjá Georges, til að vita hvað hefði skeð. Þeir höfðu þá séð að frú Desgranges var I húsinu og litlu siðar séð þig koma þangað og álitu of hættulet, að láta sjá sig, svo þeir óku aftur til stövarinnar. Ég sagði þeim að flýta sér þangað aftur og fjarlægja likiö, meðan þú værir heima hjá mér. Það tókst. Likið af systur Marie- Claire og fötin hennar, sem ég hafbi stungið undir dýnuna, var komið heim til Georges. Ég ætti nú eiginlega að bæta þvi við, að Georges ætlaði sér að hafa mikiö fé út úr Paul, þegar honum tæmdist hinn mikli arfur. Mér létti stórlega, þegar við fórum svo til hússins og þú sást það sjálfur með eigin augum, að þar var 84 VIKAN 49. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.