Vikan

Eksemplar

Vikan - 20.03.1975, Side 10

Vikan - 20.03.1975, Side 10
■■ pósturinn Með flugu i höfðinu. Kæri Póstur! Ég hef verió með smáflugu i höföinu i langan tima, og svo datt mér I hug aö skrifa þér, og ég vona, aö þú getir svaraö spurn- ingum minum. 1. Hvar lærir maður leirkera- smiöi? 2. Hvaða próf þarf maöur aö hafa tekiö áöur, og hvert er ald- urstakmarkiö? 3. Hvaö er þetta langt nám, og hvað er það dýrt? Ég vona, aö bréfiö lendi ekki i ruslakörfunni. Hvað lestu úr skriftinni, og hvaö helduröu, að ég sé gömul? Meö fyrirfram þökk. E.J. 1. Leirkerasmiöi er kennd i Handiöa- og myndlistarskólanum i Reykjavik og auk þess i Iönskól- anum. 2. Báöir þessir skólar setja þaö lágmark, aö nemendur hafi lokiö gagnfræöa- eöa iandsprófi, og aldurstakmarkiö veröur þá 16 ára. Til þess aö hefja leirkera- smiðanám sem iönnám þarf aö komast á samning hjá leirkera- smiöameistara, og það ihun vera ákaflega erfitt sem stendur. 3. Leirkerasmiöanám tekur fjögur ár i báöum tilfelium. t Handiöa- og myndiistarskólanum eru nemar fyrstu tvö árin i al- mennu listnámi i svoköiluöum forskóla. Kennslugjald á ári er nú 6.000,- krónur og efnisgjald sama upphæö. Aö forskólanum ioknum stunda væntanlegir leirkerasmiö- ir nám i svokallaðri keramikdeild skólans i tvö ár. Kennslugjald þar er nú 6.000,— krónur á ári, en efn- isgjaldið cr 8000,- krónur. Nám leirkerasmiöanema i iönskóla skiptist I bókiegt nám i skólanum og verklegt nám undir hand- leiöslu meistara, og fá nemar laun meöan á verklega náminu stendur. tJr skriftinni má einkum lesa jafnlyndi og nákvæmni. Þú ert fjórtán ára. Nudd og karla- f egurðarsamkeppni! Sæll Póstur minn! Hvaö segiröu þá? Ég ætla að leggja fyrir þig nokkrar spurningar, sem ég vona, aö þú veröir svo elskulegur aö svara. Og hér kemur svo demban: 1. Hvaða gagn gera þessi brjóstnuddtæki, sem alltaf er ver- iö aö auglýsa, og hvaö kosta þau? 2. Er satt, aö veriö sé aö undir- búa kappaksturskeppni á Islandi, og ef svo er, hvenær er þá ráö- gert, aö hún fari fram? 3. Hvaöa menntunar er krafist til inngöngu I Handiöa- og mynd- listaskólann, og er vont aö kom- ast aö I honum? 4. Hvenær ætliö þiö, elskurnar minar, aö koma meö karlmanna- fegurðarsamkeppni? Og svo þetta, sem allir biöja um: Hvað lestu úr skriftinni? Vertu svo blessaður. bin einlæg Manuella. Pósturinn segir bara allt gott eins og vant er. Varöandi fyrstu spurninguna skaltu leita þér upp- lýsinga hjá þeim, sem alltaf eru aö auglýsa þetta brjóstnuddtæki, og ekki sakar aö hafa samráö viö lækni um notkun þess. Eitthvað hefur Pósturinn heyrt minnst á fyrirhugaöa kappaksturskeppni á tslandi, en enn sem komiö er mun ekki fastákveöiö hvar og hvcnær hún veröur haldin. Væntanlega geturöu lesið nánar um þetta I bilaþættinum, þegar dregur nær vorinu. Eins og fram kemur i svarinu viö bréfinu á undan, cr gagnfræðaprófs eöa landsprófs krafist af þeim, sem hyggjast stunda nám i Handiöa- og mynd- listarskólanum. Auk þess þurfa nemendur aö þreyta inntökupróf. og alltaf er töluverður hluti um- sækjenda, sem ekki hlýtur náö fyrir augum prófdómenda. Það hcfur mikið verið rætt um að efna til eins konar karlafegurðarsam- keppni I Vikunni, en ekkert verið ákveðiö þar að lútandi á þessu stigi máísins. (Jr skriftinni má lcsa óvenju mikið draumlyndi. Svar til Einnar í vanda! Reyndu að standa ekki stjörf næst, þegar hann reynir að kyssa þ'g- Að skrifa sögu Þannig er mál meö vexti, aö ég er að skrifa sögu — barnasögu. En nú vantar mig ráðleggingar, og ég komst aö þeirri niöurstööu, aö þú værir rétti aðilinn að leita ráða hjá. Mig langar að reyna aö fá bókina mina gefna útl Ég veit þó, að það er ýmsum vandkvæð- um bundið, en þvi ekki að reyna? Mér er mjög mikils virði að fá skilmerkileg svör. Hvert á ég að snúa mér? Gefðú mér gott ráð, Póstur minn. Svo þakka ég allt gott efni i blaöinu, og óska ykkur ævinlegr- ar velgengni á komandi árum. Ein, sem biður eftir svari. A blaðsiðu 332 I simaskránni er listi yfir bókaútgáfur og sima- númer hverrar einstakrar. Reyndu aö hringja til þeirra og athuga, hvaða svör þú færö. Jafn vel þótt þau veröi neikvæð, skaltu ekki leggja árar I bát og hætta aö skrifa. Þú ert svo ung ennþá, aö þú átt eftir aö þroskast mikiö á allan hátt, og ef þú heldur áfram aö semja sögur, getur vel veriö, aö þú eigir eftir að veröa rithöf- undur, þó aö barnasagan þin veröi aldrei gefin út. Fött í baki. Sæll herra eða fröken Póstur! Ég hef skrifað þér áður, en fékk þá ekki neitt svar, svo aö ég reyni bara aftur, það sakar aldrei. Mig langar að fá svör við nokkrum spurningum eins og flesta: 1. Er nokkuð hægt að hjálpa fólki, sem er mjög fatt i baki og þess vegna með útstæðan rass? 2. Hvað þarf að læra til aö veröa danskennari? 3. En söngkona? 4. Er Pétur I Pelican giftur eða trúlofaður? Hve gamall er hann? 4. Við hvaða merki passar tvi- buramerkiðbest? a) 1 ástum? b) i vináttu? Ég vona, að ég fái góð svör eins og þú gefur yfirleitt. Þakka svo gott efni Vikunnar. Og i lokin: Geturðu lesið eitthvað úr hrafna sparkinu minu? Hvað heldurðu um aldur minn? Ein mjög forvitin. Pósturinn á bágt með aö trúa þvi, aö þú sért svo fött í baki, aö þaö sé til nokkurra lýta. Ef þú á hinn bóginn þreytist i bakinu vegna þess, cöa færö vcrki I bak- iö, skaltu endilega leita læknis. Danskennsiu verðurðu að læra hjá danskennurum, og þú getur Linguaphone Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tuhgumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RETT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra. PaydcAA^, \'cuu±obus nuMsév'oöb' \cá LINGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 -sími 13656 10 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.