Vikan

Útgáva

Vikan - 20.03.1975, Síða 13

Vikan - 20.03.1975, Síða 13
það í leyfisleysi. Svo ég geri hvorki að leyfa það né banna. — Ég verð að drepa mig, sagði maðurinn. — Þetta er ekkert líf að lifa. — Á, sagði Sæmi. — Mig minnir þú hafir verið búinn að.segja það. — Það fellur á mig vixill á morgun, sagði maðurinn. Ein milljón, fjögurhundruð þúsund, fimmhundruð niutiu og fimm. Og ég á kannski fimmtiu upp i það. A, sagði Sæmi. — Það er þá ekki von þú viljir eyðileggja drossi- una. — Kerlingin heldur fram hjá mér. Alveg undir drep. Svo hlær hún að mér og segir, að ég sé ræf- ill. Og ég, sem hef gefið henni 260 fermetra villu og bil. Ég mátti kannski vita, að svona færi. Ég náöi i hana i Klúbbnum. — Og eru svo börnin mörg? spurði Sæmi. — Kerlingin á eina stelpu. Þær eru kynóðar báðar tvær. Og stelp- an i dópinu. Hvað heldurðu það þýði að lifa við svona? — Ég hef nú bara kindurnar minar. — Ég er bara hræddast-ur um, að einhver bjargi mér. Viltu lofa mér þvi, að skera mig ekki niður, þótt ég hengi mig i kofanum þin- um? Sæmi hóstaði, ræskti sig, skyrpti, sagði svo: — Ja, ég hef nú litið gert af þvi' um dagana, að skera niður fólk. — Ef þú skerð mig niður, drep ég mig annars staðar og geng svo aftur i kofanum þinum. — Svo, sagði Sæmi. — Þú fengir þig nú fullsaddan af þvi eins og slagar i honum i frostum. Maðurinn tók kaðalhönk ofan af nagla á kofagaflinum og leysti hana upp. Sæmi fór með orfið inn i kofann og lagði það undir garð- ann, stakk ljáendanum undir þverspýtu til að ljárinn lægi flatur og yrði siður að slysi. Þegar hann kom út aftur hafði maðurinn gert rennilykkju á annan kaðalend- ann. — Ætlarðu að nota minn kaðal? spurði Sæmi. — Já, svaraði maðurinn. — Þá skerð þú mig siður niður. Ég verð dauður eftir fimm minútur, og þú átt mig á fæti, ef þú skerð mig niður fyrir þann tima. — Ég er að fara, sagði Sæmi. — Mér datt i hug, að þú kannski hættir við að hengja þig og við gætum orðið samferða niður i bæ- inn á drossiunni þinni. — Samferða? Nei karlinn. Ef þú kannt að keyra, máttu fara á Benzinum. Ég ætla aðra leið, og ég ætla á kaðlinum þinum. Þú vogar þér ekki að skera mig nið- ur. Maðurinn snaraðist inn i kofann og lagði hurðina að stöfum á eftir sér. Sæmi gekk vestur fyrir kof- ann og vætti jörðina. Siðan rölti hann niður að hliðinu og tók hjólið sitt. Hann leiddi það i kringum bláu drossiuna og skoðaði inn i hana, áður en hann settist á bak og lét hjólið renna niður stiginn. Hjá lygnunni nam hann staðar, skildi hjólið eftir og bar grjótið úr dysinni aftur upp undir barðið og reyndi að leggja það sem likast þvi, sem það hafði áður verið. Þegar þvi var lokið, leit hann upp að kofanum. Þar var engin hreyf- ing, og bláa drossian var enn á sinum stað. Kinda-Sæmi settist aftur upp á hjólið sitt og lét það renna niður á afleggjarann. Svo steig hann hægt og sett, þar til hallinn varð of mikill og hann varð að leiða hjólið upp á holtsendann. Þegar kofinn var að hverfa á bak við holtið leit hann enn viö, en sá enga hreyfingu. Hann gekk frá hjólinu á bak við hús og fór inn i kjallaraherbergið, sem hann leigði hjá Sigga pól. Hann fékk sér kaffi frá i morgun úr brúsa og kremkex með. Svo hallaði hann sér upp i divaninn aö fá sér miðdegislúrinn. Hann var þreyttur i fótunum af að stiga hjólið. Bráðum yrði hann að hætta að hafa féð. Hann myndi ekki hafa þrek til að hára i roll- urnar og hirða þær um svona langan veg nema kannski einn, tvo vetur enn. Ef hann hefði ein- hvern tima lært að aka bil og get- að eignast svona bláa drossiu, gæti hann kannski brangsað eitt- hvað við þetta lengur, en ekki var þvi að heilsa. En kannski væri það ekki til neinna bóta. Aldrei hafði fallið vixill á hann. Aldrei höfðu rollurnar haldið fram hjá honum. Og ekki voru þær I dóp- inu. Hann settist upp, snýtti sér, reis á fætur. Hann gekk fram úr her- berginu, upp kjallarastigann og bankaði á eldhúsdyrnar. Svo opn- aði hann þær, hallaði sér inn fyrir og kallaði ýin: — Imba min. Viltu skila til hans Sigga, þegar hann kemur af vakt- inni, að það hafi likast til veriö maður að hengja sig uppi i kofan- um minum. 12. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.