Vikan

Eksemplar

Vikan - 20.03.1975, Side 17

Vikan - 20.03.1975, Side 17
kvennasögusafnsins, minningarsjóðs kvenna. ... markmið þess er i stórum dráttum að safna og varð- veita prentað mál um konur og eftir konui að fomu og nýju, svo og hand- rit, bréf og skjöl... norræna kvenréttindafundinum á Þingvöllum um kvennasögusafn- ið i Gautaborg og fór þá að gæla við þá hugmynd að hliðstæðu safni yrði komið upp hér. Sú hug- mynd komst, eins og fyrr segir, i framkvæmd i fyrra, er ákveðið var aö stofna til norrænnar sam- vinnu um rannsókn og söfnun á heimildum um sögu kvenna, og sóttu tvær islenskar konur — bókasafnsfræðingar — fund um málið. Þær hófu að þvi búnu, ásamt önnu undirbúning aö stofnun safnsins, sem nú er oröið að veruleika. I litla herberginu hjá önnu er fyrir utan bókahillurnar, skrif- borð, vélritunarborð og stór ljós- riti. Safnið mun ekki lána út bækur eða rit, en ljósrita það, sem óskað er eftir. Þar sem safnið hefur ekki fengiö neina fjárveitingu enn — hefur sótt um til Alþingis og menningarmála- sjóösins — keypti Anna ljósritann sjálf með þvf að taka vfxil. Kvennasögusafnið er sjálfs- eignarstofnun, þar til öð'ruvisi verður ákveöið, og er markmið þess i stórum dráttum að safna og varðveita prentað mál um konur og eftir konur að fornu og nýju, svo og óprentuð handrit, bréf og skjöl um málefni, sem konur varða sérstaklega og einnig ljós- myndir, segulbönd, hljómplötur o.fl. Safnið mun gera skrár yfir ýmsar heimildir um sögu islenskra kvenna, sem er að finna annars staðar, svo sem listaverk kvenna og muni og verkfæri, sem konur hafa notað við vinnu. — Við leggjum mikla áherslu á, að fólk láti okkur vita af hvers konar fróðleik um þessi mál, sem það kann að eiga i fórum sinum eða vita um, þvi okkur finnst fengur aö öllu, segir Anna. — Við stefnum ekki endilega að þvi að eignast frumheimildir, en fá að vita, hvar þær eru niður komnar, svo aö við getum visað á þær. Hornsteinn safnsins er Ævi- minningabók Menningar- og minningarsjóðs kvenna, mikið rit og vel innbundið, sem Anna fékk að gjöf frá samstarfskonum i Kvenréttindafélaginu. 1 bókinni eru minningargreinar um fjöl- marga lslendinga, nær eingöngu konur, sem minningargjafir hafa verið gefnar um. Or sjóðnum eru veittir námsstyrkir, sem hingað til hafa eingöngu verið veittir konum. En i stofnskrá sjóðsins frá árinu 1941 stendur: „Komi þeir timar, að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu vinnu og sömu aðstæður til menntunar, efnalega, lagalega og samkvæmt almenningsáliti, þá skulu bæði kynin hafa jafnan rétt til styrk- veitinga úr þessum sjóði.” í hillum safnsins kennir margra grasa: Skáldverk is- lenskra kvenna og erlendra, nýj- ar erlendar bækur um kvenrétt- indamál, staflar af kvenréttinda- timaritum, ýmsar skýrslur frá Sameinuöu Þjóðunum. tvö stór bindi svissnesks uppsláttarrits um konur, er nefnist Lexikon der Frau, ýmis lög og reglugerðir og íslendingasögurnar svo fátt eitt sé nefnt. Anna hefur farið marg- sinnis gegnum allar lslendinga- sögurnar með tilliti til þess, sem þar er sagt um konur. — Sjáðu til, segir hún. 1 lslend- ingasögunum er t.d. mikið um lýsingar á klæðnaði og skrauti, en það eru nær eingöngu karl- mannabúningar, sem lýst er. Um kvenbúninga er litið vitað um- fram það, sem sagt er um Hall- gerði. Höfundur Laxdælu gefur enga glögga mynd af búningi Guörúnar Osvífursdóttur, enda þótt klæðnaður sé honum sérlega hugleikið efni og fatnaður ýmiss konar gripi inn i atburðarás sög- unnar, t.d. moturinn frægi. Fatnaði Bolla Bollasonar og ýmissa annarra karla lýsir hann aftur af mikilli nákvæmni. Asvipaðan hátt hefur Anna far- ið gegnum norræna goðafræði og gert ásynjum góð skil f 13 útvarpserindum, en handrit þeirra eru i safninu. — Samantekt min á efni um ás- ynjur var upphaflega hugsuð sem kafli um trú Hallveigar Fróða- dóttur i bók, sem ég var að láta mig dreyma um að skrifa um sögu islenskra kvenna, segir Anna. Undanfarið hefur Anna verið að undirbúa útvarpserindi um is- lenskar verkakonur og viðað að Höfundur Laxdælu gefur enga glögga mynd af búningi Guðrúnar Ósvifurs- dóttur, enda þótt klæðnaður sé hon- um sérlega hug- leikið efni. sér miklum heimildum, fornum og nýjum. Þá hefur hún gert ár- talaskrá yfir helstu áfanga i sögu islenskra kvenna. Hún birtist i 19. júnf, ársriti Kvenréttindafélags Islands, árið 1969, en nú hefur Anna nógar heimildir til að prjóna bæði neðan og ofan við ár- talaskrána. Þannig iiggur margháttaður fróöleikur i möppum i safninu, og verður þaö mikii vinna að skipu- leggja og skrá heimildirnar, þannig að þær geti orðið sem að- gengilegastar fyrir þá, sem áhuga hafa á. — Þaö er ánægjulegt, að fólk er þegar farið aö leita til safnsins, segir Anna. — Um daginn komu til dæmis til min tvær stúlkur úr Kennaraháskólanum, sem voru ab hugsa um að skrifa ritgerö um Islenskar konur í bændasamfé- laginu og ætluðu að sjá, hvað hér væri af heimildum eða upplýsing- um um heimildir. Þvi miður gat ég ekki veitt þeim nægilega að- stoö, þvi um þetta efni eru litlar heimildir, eða a.m.k. svo mjög á víð og dreif, að það yrði allt of mikil vinna fyrir eina skólarit- gerð að leita þær uppi. En að safna heimildum um lif islen=kra kvenna og störf þeirra á ýmsum sviðum þjóðlifsins fyrr og nú og skrá þær heimildir, er megintak- mark Kvennasögusafns tslands. Þ A Elsta og reyndasta málningavöruverzlun landsins i nýjum húsakynnum að Grensásvegi 11 — simi 83500. Erum einnig á gamla staönum Bankastræti 7 simi 11496. 12. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.