Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 20.03.1975, Qupperneq 43

Vikan - 20.03.1975, Qupperneq 43
Um Davíd Bowie Kæri þáttur, — múslk meö meiru. Viltu vera svo vænn aö segja mér ailt, sem þú veist um David Bowie. Mig langar aö vita, hvar og hvenær hann er fæddur, hvenær og hvern- ig hann varö frægur og hvaö hann hefur gefiö út margar plötur og hvaö þær heita. Meö fyrirfram þökk, Eva Jóhannsdóttir. Já, Bowie er mörgum umhugs- unarefni, enda ef til vill engin furöa. Hann á aö baki sér litrikan feril sem stjarna og listamaöur, og enn viröist hann bæta viö sig vinsældum. Þaö má þó vera, aö hann tapi vinsældum til jafns viö þaö núoröiö, en um það er erfitt aö dæma. Bowie hefur dregiö sig i hlé og snúið aftur svo aö segja jöfnum höndum sl. tvö ár eöa þar um bil. Enginn veit, hver hans næsti leikur verður eöa hvar hann kann aö bera niður. Hann breytir sifellt um gervi eöa „image” og viröist alltaf hitta jafn-örugglega i mark. Fyrst var það framtiöin, sem heillaöi. Ariö 2001 var um- talsvert ár, og geimferðir og geimverur tóku hug hans allan. Hann var og einlægur aödáandi rithöfundanna Albert Camus og Oscar Wilde. En áöur en geim-timabiliö upp- hófst, gekk David Bowie i gegn- um þessi venjulegu „erfiöu” timabil, sem langflestir lista- menn og hljómsveitir ganga i gegnum. Fyrsta hljómsveitin hans hét David Jones and the Lower Third. Það var nokkru áö- ur en The Monkees geröu allt vit- laust i poppinu. En af hverju Dav- id Jones? Jú upprunalegt nafn hans var David Robert Jones. En The Lower Third var dæmigerð brauöstrits hljómsveit, sem varb aldrei frægari en svarar einu hverfi iLondon. Næsta hljómsveit hét The Buzz, og hún náöi þvi marki aö fá aö spila i Marquee klúbbnum fræga I London. En þó The Buzz fengi aö spila i Mar- quee, var efnahagur hljóm- sveitarmeölima ekki beysinn, og þeir bjuggu saman i gömlum sjúkrabil i nálægu hverfi, á meö- an á spilamennskunni stóð. Arið 1967 dró David sig I hlé og tók sér tveggja ára fri i Skotlandi. Hann geröist meðlimur i Buddha- söfnuöi. Ariö 1969 fór hann fyrir tiiviljun i bió og sá mynd Stanley Kubricks, A Space Odyssy. Mynd- inhaföi djúp áhrif á Bowie, og aö lokinni sýningunni hraðaði hann sér heimleiðis og samdi lagiö Space Odyssy eftir kvikmyndinni. Þar lýsir hann sömu sögu og myndin. Nú, Bowie varö frægur, en þoldi ekki álagiö að eigin sögn og dró sig enn á ný i hlé og aftur i tvö ár. A þessum tveimur árum samdi hann töluvert og kvæntist dóttur bandarisks verkfræbings og átti meö henni eina dóttur, sem hlaut nafnið Zowie. Arið 1970 gaf hann svo út nýja L.P. plötu. Hún hlaut nafnið The Man who Sold the World. Næst kom The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars. Platan er eitt verk og segir söguna af Ziggy Stardust og popphljómsveitinni The Spiders frá Mars, hvernig og hvar leiöin til frama lá, hátindi frægöarinnar og siöan falli hljóm- sveitarinnar og endanlegri tor- timingu. Þaö hefur siöar komiö i ljós, aö Ziggy Stardust er sjálfur David Bowie. Bowie hefur gefiö út töluvert margar L.P. plötur. Tvær þær fyrstu uröu aldrei þekktar, en þær voru gefnar út árin 1966 og 67. Eftir aö Bowie haföi hlotiö frægð voru þær endurútgefnar i tvö- földu albúmi ásamt nokkrum lög- um, sem ekki höföu verið gefin út áöur. Eitt lag af þvi albúmi komst inn á breska vinsældalistann, en siöan ekki söguna meir. Fyrsta L.P. platan, sem hlaut vinsældir, var Space Odyssy. Þar næst kom The Man who Sold the World. svo Honky Dory, þá Ziggy Stardust, ’Aladin Sane, Pin Ups, Diamond Dogs og nú siöast Bowie Live. e.s. 12. TBL. VIKAN 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.