Vikan

Útgáva

Vikan - 20.03.1975, Síða 49

Vikan - 20.03.1975, Síða 49
Þessi næturöskur hans gerðu Guy alveg frá sér af reiði. Maxine sagði, hægt og rólega: — Það getur verið, að einhver hafi fyllt hann með alls konar skröksögum um forfeður hans og hans eigin föður. Þér er það sennilega ljóst, Blanche, að fólkið i þorpinu heldur þvi fram aö Bertran f jölskyldan standi i sam- bandi við sjálfan djöfulinn. Eulalia er líka á þeirri skoðun. Kolsvört augu fóstrunnar log- uðu af hatri og hún tautaði: — Ennþá einn hrokafullur Bertran. Hún þagnaði, þegar Maxine leit til hennar. Hún vissi nú, að hún hafði eignast erfiðan mótstöðu- mann innan veggja hallarinnar. Nokkru siðar voru það Gaston Rondelle og Alan Russel, sem fullvissuðu hana um, að þetta sem hún hafði reynt um nóttina, hefði ekki verið hugarfóstur. — Það hefur einhver hreyft lik Guys Bertan i nótt, sagði Russel við hana á ensku. — Mér þykir leitt að þurfa að segja yður það, ungfrú Maxine, en i nótt var herbergi hans bókstaflega sett á annan endann, þar hefur verið framin leit að einhverju. — Vitið þið hver hefur verið þar að verki? Og hvers vegna? Rondelle var fölur undir sól- brunanum. — Afturgöngurnar hafa sannarlega verið á ferðinni i nótt. Ég sá þær með minum eigin augum. Það er sagt að þær vakni, þegar ættarhöfðinginn á Arlac falli frá, til að vera vissar um að hann verði jarðsettur innan hall- armúranna. Maxine varð hrollkalt. — En það getur bókstaflega ekki stað- iðst.... Ég sá það sjálf, en það geta alls ekki verið afturgöngur... Gaston yppti öxlum. — Ef þér veröið hér lengi, ung- frú Maxine, þá munið þér kom- ast að þvi, aö hér skeður ýmis- legt, sem visindin geta ekki út- skýrt. Hann leit háðslega á bretann. Russel gat heldur ekki leynt óvild sinni til gósseigandans. — Ég hef þá trú, að einhverjir geri sér það að leik að leika aftur- göngur, til að hrekja þá siðustu af Bertran fjölskyldunni héðan. Maxine leit forvitnislega á Rondelle og hugsaði með sér hvort það gæti verið að þessi hjá- trúarfulli fransmaður ætti ein- hvern þátt i þessum draugaleik, til að hagnast á þvi sjálfur.... Jarðarförin tók ekki langan tima. Guy Bertran hafði sjálfur sagt svo fyrir, að hann vildi ekki hafa neinn iburð við jarðarför sina. Það var kalt og drungalegt i litlu kapellunni. Maxine stóð við hliðina á svörtu kistunni, sem var úr íbenholti. Roland hafði sam- þykkt að vera þarna viðstaddur, ef hann fengi að standa við hlið hennar. Hún fann að litla höndin titraði ekki og hann virti allt vandlega fyrir sér. Blanche leit yfir kistuna og það var greinilegt að hún leit Maxine öfundaraug- um. Maxine hugsaði: — Hvers vegna kennir hún mér um þetta. Það litur ekki út fyrir að hún hafi sýnt þessum syni sin- um mikið ástriki og nú er hún af- brýðisöm yfir þvi að ég sýni syni hennar vinsemd. Fyrir utan hana, var Alan Russel eini maðurinn, sem dreng- urinn bar ekki ótta til. Hann horfði á englendinginn, þögull og alvarlegur og honum fannst ef- laust, að það væri furðulegt, að fullorðinn maöur gæti ekki talað lýtalausa frönsku. Gaston Rondelle gerði allt sem á hans valdi stóð, til að ná hylli drengsins. Samt var Roland tor- trygginn I hans garð. Og i hvert sinn, sem Eustace Clermont, frændi Rolands, leit á hann, fann Maxine að drengurinn fór að skjálfa af ótta. Það var reyndar ekkert undarlegt, að drengurinn hefði ótta af manni, sem hafði svo takmarkalaust vald yfir móður hans, hugsaði Maxine. Paul Marchand var mjög skartlega klæddur i svörtum föt- um. Hann leit á drenginh eins og hann væri andstyggilegt skor- kvikindi. Og Annette, móðir Pauls, sagði hvasst, þegar hún kom auga á drenginn: — 1 guðs 'bænum látið hann ekki koma ná- lægt mér! Þessar skitugu hendur hans gætu eyöilagt kjólinn minn! (Henni datt að sjálfsögðu ekki i hug, að drengurinn vildi ekki siður forðast hana). Þegar hitt fólkið var allt farið, stóð Maxine eftir við gröf föður sins með litla bróður sinum. Rétt hjá þeim stóð þéttvaxinn eldri maður, hrukkóttur og strangur á svip. Það var Hubert, bryti Guys. Bertran. Hann virti Maxine fyrir sér, með forvitni og greinilegri óvild — sennilega gerði allt þjón- ustuliðið á Arlac það sama, þegar Bertran fjölskyldan átti i hlut. Það voru engin blóm á gröfinni. Um morguninn hafði Maxine slit- ið upp viilirós, sem óx ein á runna viö hallarmúrinn. Hún tók nú rósina og lagði hana á gröfina. Augu hennar fylltust tárum, þeg- ar hún hugleiddi siðustu ósk Guys Bertran. Hann hafði óskað þess að láta grafa sig með mynd af hinni óþekktu dóttur sinni i hönd- unum .... Heit tár hennar drupu niður á hönd Rolands^ — Þú ert að gráta. Liður þér illa, sagöi mjóa drengjaröddin. — Hann getur ekki gert þér neitt illt héðan af. — Gert mér illt? hvislaði Maxine og lét sig engu skipta háðssvip brytans. — Hann var faðir okkar, hann elskaði okkur bæði. — Nei, sagði drengurinn. — Maöur af Bertranættinni getur ekki elskað 'neitt eða neinn. Þeir gela aðeins orsakað hatur og eyðileggingu. Blóðsprengd augu brytans báru vott um að hann var sigri hrosandi, en stoltur svipur Max- ine kom honum til að lita und- an. Hún þurrkaði af sér tárin. — Þetta, sem þú ert að segja, Roland, er hreinasta bull. Við er- um bæði tvö af Bertranættinni og okkur þykir vænt hvoru um ann- að. Er það ekki rétt, Roland? 12. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.