Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 2

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 2
 Morö eöa mannrétt Mikið hefur verið rætt og ritað um fóst- ureyðingar að undanförnu, bæði gegn þeim og með. Andstæðingar fóstureyð- inga hafa kveðið svo fast að orði, að þeir hafa sagt fóstureyðingu vera allt að þvi morð. Hinir, sem harðast hafa barist fyr- ir frjálsum fóstureyðingum hafa sagt það vera sjálfsögð mannréttindi, að kona fái fóstureyðingu skilyrðislaust, óski hún þess. Við ákváðum að freista þess að kanna afstöðu hins almenna borgara til málsins og gerðum i þvi skyni simakönn- un, þar sem spurningin: Þykir þér rétt, að barnshaf andi kona ráði þvi ein, hvort hún lætur eyða fóstri? var lögð fyrir hundrað manns. Auk þessa svöruðu þrjár konur spurningunni i lengra máli. Eitt umdeildasta málið, sem nú er á döfinni, er áreiðanlega frumvarp það, sem lagt hefur verið fyrir alþingi um fóstureyðingar og kynferðisfræðslu. Frumvarp um sömu málefni var lagt fyr- ir siðasta þing, en hlaut þá ekki af- greiðslu. Fyrra frumvarpið gerði ráð fyrir þvi, að barnshafandi konur fengju rétt til þess að láta framkvæma fóstur- eyðingu fyrstu þrjá mánuði meðgöngu- timans, án þess að leggja fram vottorð um læknisfræðilegar eða félagslegar á- stæður til fóstureyðingarinnar. í frum- varpinu, sem nú liggur fyrir alþingi, er hins vegar gert ráð fyrir þvi, að „sérfróð- ir” aðilar —einkum læknar og félagsráð- gjafar þurfi að leggja blessun sina yfir fóstureyðingu, áður en hún er fram- kvæmd. Munurinn á frumvörpunum virðist þvi fyrst og fremst vera fólginn i þvi, hver eigi að taka ákvörðun um fóst- ureyðingu, en ekki, hvort rétt sé að fram- kvæma hana eða ekki. r Skoðanir þingmanna Rauösokkar hafa sennilega barist hvað harðast fyrir þvi, að fóstureyðingar verði gefnar frjálsar og konur hafi sjálfar úr- skurðarvald i þessum efnum. f Staglinu, fréttabréfi Rauð- sokkahreyfingarinnar, kemur fram, að rauðsokkar hafa kann- að persónulega afstöðu þing- manna til sjálfsforræðis kvenna varöandi fóstureyðingar og kynferðisfræðslu i skólum. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- ráöherra og formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins færðist undan að svara spurn- ingum rauðsokka, vegna þess að þingflokkurinn hefði ekki tekið afstöðu til frumvarpsins um fóstureyðingar. Þórarinn Þórarinsson formaður þing- flokks Framsóknarflokksins kvaöst ekki svara fyrir hönd þingflokksins, en sagðist per- sónulega vera fylgjandi sem mestu sjálfræði kvenna varð- andi fóstureyðingar. Ragnar Arnalds formaður þingflokks Alþýðubandalagsins sagði það vera sjálfsagt réttlætismál, að konurréðu. Magnús Torfi ólafs- son þingmaður SFV sagði allt tal um jafnrétti kynjanna vera hégóma, nema ákvörðunarvald konunnar yrði viðurkennt. Gylfi Þ. Gislason formaður þing- flokks Alþyðuflokksins vildi ekki svara spurningunni um sjálfsforræði, vegna þess að málið hefði ekki verið tekið fyrir hjá þingflokknum. Gunnar Thoroddsen vildi heldur engu svara um viðhorf sitt til kynferðisfræðslu i skól- um,en allir hinir þingmennirnir lýstu sig mjög hlynnta henni, og allir töldu þeir, að hún ætti að vera hluti af almennri kennslu. Þórarinn kvaðst þó ekki tilbúinn að svara til um fyrirkomulag i smáatriðum. Magnús Torfi gat þess, að sér þætti sérstök náms- grein, kölluð kynferðisfræðsla, afkáraskapur, en vitneskja um kynlifið ómissandi þáttur I námsgreinum eins og liffræði, liffærafræði og samfélagsfræði. 2 VIKAN 15. TBL. Nærmynd af sjö vikna fóstri. Fótur verður til á tólf dögum. 34. dagur meðgöngu 7mm. 37. dagur meögöngu, 10 mm.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.