Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 13

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 13
á flnlegan hátt — umfram allt ekki áberandi — aö koma honum til. Bogmaður og steingeit eiga ágætiega saman. Skriftin bendir til þess, aö þú hafir létt og gott skaplyndi, en varaðu þig á óþolin- mæöinni. Oftast lamin Viröulegi Póstur, hvort sem þú ert kvenkyns, karlkyns eöa hvorugkyns! Ég ætla aö spyrja þig nokkurra spurninga. 1. Hvernig kemur ljóninu (stelpu) og geitinni (strák) saman til frambúöar? 2. Mér kemur ekkert sérstak- lega vel saman viö mömmu og stjúpa minn. Ef ég geri eitthvaö af mér, er ég oftast lamin. Ég hef nokkur smáör eftir neglurnar á mömmu. Er ekkert hægt aö gera viö þessu? 3. Hvernig er stafsetningin, og hvaö lestu úr þessari hrossa- skrift? Hvaö heldurðu aö ég sé gömul? Þfn hjartkæra vinkona, fröken D. 1. Agætlega. 2. Aö öllum likindum er þaö ekki eingöngu mömmu þinni og stjúpa aö kenna, ef ykkur kemur svona illa saman. En þaö er ekki til nokkur afsökun fyrir þvl aö lemja fólk og allra síst börnin sln. Eina ráöiö væri aö bæta sam- komulagiö. Gætuö þiö sest niöur og rætt máliö, öll þrjú? 3. Þú þarft aö æfa þig betur i stafsetningu og skrift, og ég held þú hljótir aö. hafa timann fyrir þér, þvi þú ert varla meira en 13 ára giska ég á. Keramiknámskeið Viröulegi Póstur! Mig langar til aö spyrja þig nokkurra spurninga, þar sem ég er forvitin að eölisfari. 1. Hvert á ég aö snúa mér, ef ég vil komast á keramiknámskeiö? 2. Ég er alltaf meö bauga undir augunum. Er til ráö viö þvi? 3. Er hægt aö læra sjúkra- þjálfun hér á landi? Ef svo er, þá hvar? 4. Hvert á aö snúa sér, ef maöur vill æfa badminton? Jæja, nú hætti ég þessum bjánalegu spurningum, en vona samt, aö þú svarir mér. Svo aö siðustu, sem þú hlýtur aö vera oröinn dauöleiöur á: Hvernig er skriftin? Ég er nefnilega örvhent. Og hvaö helduröu, aö ég sé gömul? Fyrirfram þökk, Guörún Guðjónsdóttir. 1. Snúöu þér til myndlistarskól- anna. 2. Ég hef ekkert sérstakt ráö viö baugum annaö en þaö aö lifa reglubundnu og heilsusamlegu lffi, sofa nóg og reglulega, boröa hollan mat á reglulegum timum og njóta hæfilegrar útivistar. 3. Nei, þaö er ekki hægt. islenskir sjúkraþjálfar hafa yfir- leitt hiotiö sina menntun á Noröurlöndunum, og til þess aö stunda þaö nám, þarf aö hafa stúdentsmenntun. Leitaöu upp- lýsinga hjá Styrktarfélagi lam- aöra og fatlaöra Háaleitisbraut 13, slmi 8 45 60. 4. i Reykjavik eru fjögur félög, sem sinna badmintoniþróttinni aö einhverju marki, Tennis- og bad- mintonfélag Reykjavikur, KR, Valur og Vikingur. Auk þess er badminton stundað vlöa um land og vinnur stööugt á, t.d. I Stykkis- hólmi, Siglufiröi og viöar. Þú skrifar nokkuö vel, og ég get mér þess til, aö þú sért ekki yngri en 17 ára. Matreiðslumappan Get ég fengiö matreiösluslöuna keypta, og hvaö kostar hún? Svar óskast sem fyrst. Ingibjörg Siguröardóttir Ég er reyndar ekki alveg viss um, hvaö þú átt viö, Ingibjörg. En Vikan birtir I hverju blaði þætti um matreiöslu, aöra vikuna köllum viö þá Eldhús Vikunnar og hina vikuna Matreiöslubók Vikunnar. Uppskriftunum úr þeim siöarnefndu er auövelt aö halda saman, og Vikan hefur látiö gera sérstakar möppur, sem passa utan um þær. Þessar möppur fást á afgreiöslu Vikunnar, Siöumúla 12, pósthólf 533, Reykjavlk og kosta kr. 200 stykkiö. Viljiröu fá slfka möppu, er hægt aö fá hana senda gegn póstkröfu. Pennavinir Ungir bangladeshbúar á aldrinum 16-20 ára óska eftir bréfaskiptum viö Islendinga á sinum aldri. Þeir, sem vilja skrifa þeim, skrifi til Sufi Shariffuddin Ahmed,. Cadet No- 496, Hunain House, Jhenidah Cadet College, Jessore, Bangla- desh, og hann mun gefa bréfrit- urum upp heimilisföng ungs fólks á þeirra aldri. Halldóra Gunnarsdóttir, Hjöllum 3, Patreksfiröi óskar eftir aö skrifast á viö strák eöa stelpu á aldrinum 13-16 ára. Arnheiöur Jónsdóttir, Aöalstræti 124, Patreksfiröi óskar eftir bréfaskiptum viö strák eöa stelpu á aldrinum 13-15 ára. John P. Nowak, 2084 The Plaza, Schenectady, N.Y. 12309, U.S.A. óskar eftir bréfaskiptum viö islendinga. Hann hefur mikinn áhuga á frimerkjum og vill skiptast á vönduöum og góöum frimerkjum frá öllum heimshornum. * (r kl Púóar Stórir og smáir, fylltir eóa skornir eins og þú vilt. _________js „ Vesturgötu 71 sími 24060^/ 15. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.