Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 15

Vikan - 10.04.1975, Blaðsíða 15
„Hvað varð um alla....?” SigriðurHagalin i hlutverki Svövu Back. Itagnar Back hringir á neyðarlækni. (Sigrún Edda og Helgi.) Það kemur i hlut Þóris að halda heimilinu hreinu. (Hrönn og Harald.) t fyrravetur frumsýndi Lilla Teatren i Helsinki leikritið Fjölskylduna eftir sænskumæl- andi finna að nafni Claes Andersson. Auk ritstarfanna hef- ur Andersson iagt gjörva hönd á margt. A yngri árum var hann þekktur jasspianisti, hann lagði stund á læknisfræði og tók geð- lækningar sem sérgrein4og hefur starfað sem geðlæknir. Andersson er þvi nákunnugur efni Fjölskyldunnar, enda tekur hann það engum vettlingatökum. Heimilisfaðirinn, Ragnar Back, er drykkjusjúklingur, sem varpar skugga á alla fjölskylduna og lif hennar. Sússanna, yngri dóttirin, er grunuð fyrst af öllum, þegar upp kemst um hassneyslu i skól- anum, og hefur hún þó komið hvergi nærri. Svava Back hús- freyja hefur fyrir löngu hætt sam- skiptum við fyrri vinkonur sinar, þvi að hún afber ekki spurningar þeirra um hagi sina. Lif hennar snýst ekki um annað en standa i biðröð eftir húsaleigustyrknum og búa um bónda sinn á gólfinu, þegar hann kemur fullur heim, og hafa til fatið, ef hann skyldi æla. Eldri börnin tvö, frumburður- inn Marta og sonurinn Þórir, bera sig skár, en skuggi Bakkusar vof- ir þó yfir þeim. Marta verður að deilá herbergiskytru með yngri systur sinni, og Þórir sefur I sama herbergi og foreldrar hans, enda veit hann allt um samfarir hjón- anna og hefur uppi ákveönar kenningar um, hvers vegna þau séu löngu hætt að gera það. Þó er eins og þau nærist öll á drykkjuskap húsbóndans, og þegar Ragnar hefur dvalist á drykkjumannahæli I sex vikur og náð sér svo á strik, að hann bragðar ekki dropa næstu vikurn- ar, bresta taugar Svövu. Hún Geðlæknirinn ræðir við sjúkling sinn, Svövu Back. (Sigurður og Sigriður.) kann ekki að bregöast við þessu nýja lifi, segist sjálf ekkert kunna nema... Svava fer á sjúkrahúsið, fær nokkurn bata og fjölskyldan tekur henni opnum örmum, þegar hún kemur heim. Þá fær hún að vita, að ýmislegt hefur gengið úr- skeiðis, meðan hún var fjarver- andi, og þá dregur að leikslokum. Leikfélag Reykjavfkur frum- sýndi Fjölskylduna um miðjan mars og leikstýrði Pétur Einarsson verkinu. Sigriður Ilagalin og Helgi Skúlason leika foreldrana og Sigrún Edda Björnsdóttir, Hrönn Steingrims- dóttir og Harald G. Haraldsson börn þeirra, Sigurður Karlsson leikur geðlækni og Guðrún Asmundsdóttir trúð, sem tengir atriði leiksins með söng og leik. Gunnar Þórðarson samdi tónlist við sýninguna, Jón Þórisson á hciðurinn af leikmyndinni, Magnús Axelsson sér um lýsing- una, og þýðingu leiksins gerðu nokkrir leikfélagsmenn i sam- einingu, nema hvað Heimir Páls- son þýddi söngtextana. Guðrún Asmundsdóttir leikur trúðinn, sem tengir atriðin saman. FJÖLSKYLDAN 15.TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.