Vikan

Tölublað

Vikan - 15.05.1975, Blaðsíða 13

Vikan - 15.05.1975, Blaðsíða 13
húsi i Eskiltuna, Central Lasa- rettet, og á Karolinska sjúkra- húsinu i Stokkhólmi. Þú áttir þá þrjú systkini, tvær systur og einn bróöur, Stefán. Svo fluttust þið aftur til Islands, en komuð a.m.k. einu sinni hingað i heimsókn eftir það. Um það leyti rofnaði sam- band okkar. Hvers vegna? Þaö væri fjarska gaman að geta tekið upp þráöinn að nýju. Þú hlýtur nú aö vera orðin 17 ára, og ef ég man rétt, þá áttu afmæli 4. april. Ef þú eða einhver kunnugur lest þetta bréf eða fréttir af þvi, hikaðu þá ekki viö að skrifa Kaisa RSty frá „Vaxelhuset” i Eskiltuna. Ég er reyndar flutt til Uppsala. Skrif- aðu mér! Kaisa Raty Stabby Allé 5 S-75229 Uppsala Sverige. Undir 16 Sæll Póstur góður! Mig langar aö fá svör við nokkrum spurningum. Ég hef einu sinni skrifað áður, en rusla- karfan hefur sennilega verið tóm þá, en ég vona, að hún sé full núna og taki ekki við meiru. Jæja, hér koma þá spurningarnar: 1. Af hverju fitnar maður, þeg- ar maður er á túr? 2. Hvar getur maður fengið Ayds megrunarpillur, sem aug- lýstar eru i Vikunni? Ég hef hringt i mörg apótek. 3. Hvar fær maður upplýsingar um iýðháskóla? 4: Hafa foreldrar rétt til þess að láta krakka borga heim, sem eru undir 16 ára aldri? 5: Getur læknir neitað manni um pilluna? Má hann segja for- eldrum frá þvi, að maður sé á pillunni, ef maður vill það ekki? 6. Aö lokum: Hvað lestu úr skriftinni? Hvernig eiga saman meyja (stelpa) og hrútur (strák- ur)? En fiskur (stelpa) og hrútur (strákur)? Hvernig er stafsetn- ingin, og hvað heldurðu, að ég sé gömul? Jósefina Það lá nú við, að þetta bréf færi lika i ruslakörfuna, af þvi að þvi fylgdi ekki fullt nafn frekar en þvl fyrra. En þú spurö hér spurninga, sem mér finnst rétt, að þú fáir svör viö, og hér koma þau þá. 1. Leitaöu læknis, ef þú átt við einhver vandamál aö striða á þessu sviði. Ég hef aldrei heyrt þess getið, að þarna sé samband á milli. 2. Þú verður vist bara að halda áfram að hringja i apótekin. I auglýsingunni i Vikunni er aðeins sagt, að þetta megrunarlyf fáist i flestum apótekum, og frekara get ég ekki upplýst i málinu. 3. A tslandi er starfandi einn lýðháskóli, sem sé i Skálholti. Skólastjórinn þar heitir Heimir Steinsson, og skaltu leita til hans um upplýsingar. Þá eru starfandi lýðháskólar vlða um Norðurlönd- in, og fjöldi Islendinga hefur stundað nám I þeim. Norræna fé- lagið gefur allar upplýsingar um þá. 4. Börn eru talin á framfæri foreldra til 16 ára aldurs, þó að mörg séu það lengur. Vilji þau láta börnin borga til heimilisins, finnst mér það verða að vera samkomulagsatriði, en ekki ein- liliða ákvörðun. 5. Ég býst viö, að læknir sé I fullum rétti til þess að neita stúlku um pilluna af læknisfræði- legum ástæðum. Sé stúlka ekki orðin 16 ára, þá þarf hún leyfi for- eldra til þess að fá pilluna, en ég hélt, að læknar væru bundnir þagnareiði gagnvart sjúklingum sinum. 6. Skriftin bendir til þess, aö þú sért skapstór, en raungóð. Ef meyja vill endilega bindast hrúti, er eins gott fyrir hana að gleyma öllum draumum um ró og öryggi. Sanibúö fisks og hrúts getur orðiö skemmtileg og viöburöarik. Bréf- iö þitt var ekki alveg villulaust og svolitiö kæruleysislcga frágengiö, t.d. gleymdirðu of oft að setja kommur og punkta yfir stafi, þar sem þess þurfti. Þú hlýtur að vera undir 16 ára aldri. Pennavinir Sharon Denrim, „Holmdeme"i 88 Cecil Road, Hale, Cheshire, WA 15 9NX, England óskar eftir bréfa- skiptum við Islendinga. Margrét Bragadóttir, Vogabraut 22, Akranesi og Valdis Heiöars- dóttir, Bjarkargrund 13, Akra- ncsi.báðar 14 ára að aldri, óska eftir bréfaskiptum við krakka á öllum aldri. Sigriöur Björnsdóttir, útlilið II, Biskupstungum, Arn. óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldr- inum 10-12 ára. Petrina Helga Ottesen, Ytra- Hólmi, Innri Akraneshreppi, Borgarfjarðarsýsluer að verða 16 ára og langar aö skrifast á við pilt eöa stúlku á aldrinum 16-17 ára. Sigurbjörg Karlsdóttir, Mel rakkanesi, Alftafirði, S-Múlóskar eftir bréfaskiptum við stráka og stelpur á aldrinum 14-15 ára. Er það peninganna virði? Dós af Classic bílabóni kostarmeira en dósir helztu bóntegunda keppinauta okkar, enda miklu stærri. En samt munuð þér telja mestu kjárakaup í Classic eftir að þér hafið reynt það. Classic bílabóniö hefur tvo frábæra eiginleika: Það er mjög fljót- legt og auðvelt að bera það á og það hefur skínandi, glitrandi gljáa, sem endist lengur en_gljái af nokkru öðru bóni. Það er í föstu formi, því enginn vökvi getur rúmað það vax, sem þarf til þess að ná þessum árangri. En Classic er samt gjörólíkt öllum öðrum bóntegundum í föstu formi. Hvernig Classic er öðruvisi Harðasta og endingarbezta vax, sem þekkt er, er unnið úr carn- auba vax-pálmanum í Brazilíu. Og það er dýrt. Það kann að vera ástæðan fyrir því, að aðrir framleiðendur nota svo lítið af því. Þeir nota parafín. Classic er þrungið carnauba-vaxi. Þegar þér opnið Classic dósina, þá veitið þér því strax eftirtekt hve magnið er mikið og hve þétt bónið er. Það hefur ekki verið mýkt upp fyrirfram, því slíkt er raunar hlægilegt, vegna þess að mjúkt bón er mjúkt og hart bón er hart. Að mýkja bón fyrirfram eða þeyta það, bætir aðeins lofti í bónið og minnkar vaxmagnið í dósinni. Um leið og Classic er borið á, eyðir sérstakt hreinsiefni, sem nefnt er diatoms (þetta efni fyrirfinnst í betri tegundum tann- krema) öllum blettum og óhreinindum af bílalakkinu. Það er svo auðvelt að bera Classic á, að þér haldið fyrst í stað að það muni ekkert gagn gera. En þér komizt á aðra skoðun, þegar þér berið saman bletti, sem búið er að bóna og þá staði, sem ekki hefur verið byrjað á. I Classic er blandað nákvæmlega hæfilegu magni af dufti, sem notað er í fægilög fyrir silfur, og gefur efni þetta lakkinu hinn spegilfagra og glitrandi gljáa. Jafnframt fyllir carn- auba-vaxið hinar örsmáu holur og sprungur í lakki bílsins og gef- ur öllu yfirborði hans sterka og fallega verndandi húð. Hve sterka? Carnauba er næstum eins hart og gler, þér getið ekki rispað það með nöglum yðar. Bónið bilinn í sólskini Þér getið bónað með Classic í sólskini, það koma engar rákir undan því né flekkir. Og það þarf ekki að nuddá fast. Það þarf heldur ekki að Ijúka við smáfleti í einu, það má bera á allan bíl- inn fyrst og síðan nægir að strjúka þurrt bónið af á aúðveldan hátt. Efnin I bóninu gera það sem gera þarf, en ekki þér. Þeir, sem segja að það sé púl að bóna bíl, hafa ekki notað Classic- bílabón. Classic er drjúgt 500 gr dósin af Classic nægir til þess að bóna meðalstóran bíl .10—15 sinnum. Má því með sanni segja að þegar öllu er á botn- inn hvolft, þá sé Classic bónið í raun og veru ódýrt. 20. TBL. VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.