Vikan

Tölublað

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 5

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 5
um. Þaö eru bara viö og engir aörir, sem þora, og þessvegna munu stjórnarskipti fljótlega koma til framkvæmda. — Hverjar eru yöar sparnaöar- tillögur? — Varnarútgjöldin veröa aö lækka, en mikið fer eftir þvi, hvort við veröum áfram í NATO eöa ei. Þátttaka okkar I NATO leggur okkur vissar skyldur á herðar og veldur þvi, hversuu lit- ið viö getum skoriö niður til varnarmálanna. Ég get ekki skiliö, hvers vegna danir eru i NATO. Við höfum ekkert þar að gera. Það er alltof dýrt fyrir okk- ur. Af okkar þingmannaliöi eru bara ég og þrir aðrir hlynntir úr- sögn úr NATO. Ytri áhrif geta samt sem áður komiö til meö að breyta þessari stöðu innan tiöar. — Nú hafa danir árum saman eytt ógrynni fjár til þess að reyna að byggja upp Grænland og styðja grænlendinga á leið til há- þróaðs þjóðfélags. Opnast þá meiri möguleikar á þvi sviði? ■ — Nei, alls ekki! Grænland er sorgarleikur.Ég efast ekki um að margt gott lá á bak við hugsjónir þeirra manna, sem mótuðu Grænlandsstefnuna fyrir 25 ár- um. En nú blasir við, að þetta hef- ur verið til litilla hagsbóta fyrir grænlendinga. Þeir eru rótlausari og óánægðari með tilveruna en nokkru sinni áður. Það besta, sem við getum gert, er að láta þá i friði — hætta allri danskir þátt- töku i stjórn og framkvæmdum landsins. Þvi lengur sem núver- andi ástand varir, þeim mun erfiðara verður fyrir græn- lendinga sjálfa að taka við stjórn- taumunum. Þeim, sem hafa tekið upp danska siði, mundi e.t.v. liða betur annars staðar en i Græn- landi. Ef þeir óska éftir að flytja — ættu þeir að fá styrk til þess að geta byrjað nýtt lif. — Ég geri mér ljóst, að þetta er erfittog áhættusamt. Mikið hefur verið lagt i uppbyggingu á mörg- um stöðum á Grænlandi, og væri ærin ástæða til að fá eitthvað til baka. En var það nokkuð auðveldara fyrir belgi, þegar þeir urðu að yfirgefa Kongó? Breytingatiminn ætti ekki að taka meira en 1/2 ár, að öðrum kosti yrði ekki hægt að hrinda þessu i framkvæmd, eins og ég sé þetta fyrir mér. — Grænlensk stjórn og sjálf- stæði eftir 1 1/2 ár mundi ekki verða með sama hætti og rikis- stjórn i hverju öðru „þróuðu” vestrænu riki. Ég þori að halda þvi fram, að yfirbyggingin yrði mjög einföld, ef þá yfirhöfuð nokkur. Ég gæti hugsað mér sjálfstæða þéttbýliskjarna með nærliggjandi veðimannabústaði. Ef svo herseta yrði áfram á þessu stöðum þyrfti að fá samþykki hjá næsta þorpi — punktur basta! — Það sama gæti komið til greina i sambandi viö hugsanlega námuvinnslu, en Grænland býður óneitanlega upp á gifurlega fram- tiðarmöguleika á þvi sviði. Við verðum að horfast i augu við það, að grænlendingar eru einföld veiðiþjóð meö allt annað lifsvið- horf en tiðkast hjá okkur. Þar að auki búa þeir við gjörólikar land- — Gömlu flokkarnir eru múlbundnir af úreltum stefnuyfirlýsingum. — Jafnaðarmenn hafa erfiðum hlutverkum að gegna. Mogens Glistrup er umdeildur persónuleiki U)VEN-G0R-FRI | 24. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.