Vikan

Tölublað

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 32

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 32
og missti þar með tækifæri, sem ég átti ekki eftir að fá aftur. Haustlaufiö var falliö og trén stóöu ber eftir, þegar pabbi og stjUpa okkar komu heim úr brúð- kaupsferðinni. Þau höfðu fram- lengt dvölinni 1 London og svo langaði Rósu svo afskaplega mikið til að fara til Parls. Það var kominn nóvember, þegar við fengum skeyti um heimkomu þeirra. Ég var svo óþolinmóð eftir að hitta pabba, að ég vafði um mig sjali og gekk út á veginn, en ég hafði ekki gengið lengi, þegar ég sá i gegnum runnagróðurinn að maöur stóð á hæðarbrúninni. Hann hafði þá ekkí gleymt gömlum venjum, — að koma okkur á óvart. Þessi þægilega til- finning kom mér til að taka til fót- anna og fleygja mér upp um háls- inn á honum. — Pabbi! Pabbi) — Ellen, elskan mln, mikið er ég búinn að vera lengi I burtu, alltof lengi. Eruð þið báðar frlskar? Hvar er Lucy? Hvernig Hður Binnie? Og arm I arm gengum við niður brekkuna, þarsem sinan vargrá I hálfgerðu rökkrinu og ég hrasaði um rætur og steina og hló af gleði. — Það er svo margt sem ég hefi að segja ykkur, sagði hann. — Þetta hefur verið dásamlegur tlmi og sérstaklega spennandi fyrir Rósu. Ég er lika ánægður, þegar ég veit að hUn er glöð, það er ekki of gott að hún njóti ein- hverrar ánægju eftir allt það erfiði, sem hún hefur gengið i gegnum. Trúðu mér Ellen, þetta hefur sannarlega, sannarlega verið allra peninganna virði. Það var eitthvað I fari pabba, sem ég kannaðist ekki við. Mér fannst hann svo yfir sig ákafur, að það var eins og hann þyrfti að fá staðfesta einhverja afsökun. Við vorum komin hálfa leið niöur hallann, rétt fyrir 'ofan hUsið, þá nam ég staðar til að hlusta á niðinn I vatninu. — ó, þetta er allt svo yndislegt, sagði ég. — Finnst þér þaö? 1 raun og veru? Þarna fannst mér ákafi hans eitthvað óeðlilegur: hann vissi vel, að ég hafði mikið dálæti á umhverfinu. Rósa virtist vera I góðu skapi eftir ferðina. En þegar hún var buin að taka upp úr töskunum allan varninginn, sem hún hafði keypt: kjóla, selskinnskápu, hUfu og handskjól og komið þvl öllu fyrir I vesturherberginu, sem hún og pabbi notuðu nú fyrir svefn- herbergi, féll hUn aftur I sömu deyfðina. Hún var yfirleitt þögul, löt og eirðarlaus. Það var einn morguninn I mars,. Ég var að enda viö æfingar mlnar á pianóið, þegar faðir minn kom inn I stofuna. — Ég þarf að tala við þig, Ellen. Hann var með bréf i höndunum. Ég tók eftir ein- hverjum áhyggjuhrukkum milli augnanna og það greip mig einhver hlægilegur ótti fyrir þvl, að hann væri að eldast. Við settumst á gluggabekkinn. — Sjáðu nú til, hélt hann áfram, — ég hefi orðið að taka dálitið óþægilega ákvörðun. Nei, þUskalt ekki vera svona áhyggju- full! Sjáðu nU, þetta eru reikn- ingar, það er ekkert undarlegt við það. Þeir verða greiddir, að sjálf- sögðu verða þeir allir greiddir. En það er dýrara að reka heimili en ég haföi haldið. Og það verður ekki ódýrara, þegar maður á tvær fullvaxnar heimasætur. Rósa vill Hka gjarnan fá létti- vagn og það er sanngjarnt, við þurfum eitthvert farartæki, eins og aðrir. En þá þarf að eignast hesta og hesthUs og einhvern til að hirða það. — Höfum við ráð á þessu? — Við erum ekki beinlinis fátæk, elskan min, en ég hefi komist að þeirri niðurstöðu, að ég verð að fara á sjóinn aftur, að minnsta kosti I nokkur ár. Það er nU Hka«alltof snemmt fyrir mig, að leggja upp laupana og setjast i helgan stein. Þetta var ósköp sennileg skýring, en kom mér samt ónota- lega á óvart, svo mér varð fyrst á að mótmæla þvi. — Nei, nei, þU mátt ekki fara aftur. Honum hefur fundist ég ósanngjörn og taugaæst, en ég hélt áfram: Þú mátt ekki fara, það er alls ekki nauðsynlegt. Við þurfum ekki að hafa vagn og hesta. Það skiptir engu máli með fötin okkar. Við getum látið okkur nægja, það sem við eigum. Faöir minn fór að hlæja. — Það getur verið. ÞU hefur aldrei tjáð þig svona hressilega. Mér fannst þU minna talsvert á Southern. Hann heldur svona ræður, við og við. En ég er bUinn að athuga þetta allt saman og taka ákvörðun. Ég skrifaði skipafélag- inu og fékk svar i morgun. Þeir vilja að ég komi strax. Það er sannarega gott, bætti hann við, með slnum gamla drengjalega ákafa. — Hafa þeir boðið þér að taka Miröndu aftur? — Já, gamla skipið mitt I nokkrar ferðir. Þaö verður gott að finna þilfarið undir fdtum sér aftur. Hann virtistánægöur með þetta fyrirkomulag og þegar hann hafði gengið frá farangri slnum, vorum við farnar að jafna okkur á þessu. Hannfór fyrsta mal, nákvæmlega einu ári eftir að Rósa frænka hafði komið til okkar. 32 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.