Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 16
1 fyrstu hélt ég það væri
morgun og þaö væri vekjara-
klukkan, sem hafði hringt. En
þegar ég hafði fálmað i náttlamp-
ann og séö, hvað klukkan var, sá
ég, að ég hafði ekki sofið nema I
nokkrar klukkustundir. Um leið
hringdi aftur. bað var slminn.
— Já, sagði ég syfjulega.
— Ó, hvað ég er fegin að þú
skulir vera heima, sagbi björt
stúlkurödd. — Þú hefur lfklega
ekki búist við þvl að ég hringdi.
Ég veit að ég hefði ekki átt að
gera það. En ég held það hefði
verið rangt af mér að reyna ekki
að koma þessu I lag.... Heyriröu
til mln, Eyvindur?
— Já, ég heyri vel til þln, en ég
er ekki...
— Ég skil meira en þú heldur,
hélt hiin áfram. — Og mér þykir
þetta óskaplega leitt. Þú trúir
mér kannski ekki, en ég er búin
Kennarí getur ekki sleppt því að fara i
skólann, bara af þvi að honum dettur það
i hug. En þegar velja skal milli Monu og
skólans, þá...
aö gráta og gráta hræðilega lengi.
Það er svo asnalegt, að þetta
skuli hafa farið svona. Ég er búin
aö reyna að segja við sjálfa mig,
að svona gerist hlutirnir, en mér
lföur ekkert skár fyrir það. Og ef
ég A að vera alveg hreinskilin, þá
hefði mér aldrei dottið I hug, aö
þetta kæmi fyrir mig. Þú veist
hvernig það erTEyvindur, maöur
heldur alltaf, aö maður sjálfur sé
öruggur. Svo gerist það samt allt I
einu, og þá er maður alveg óvið-
búinn, eins og.....
— Fyrirgefðu, en...
— Þú þarft ekki að biðjast
fyrirgefningar, Eyvindur. Mér
finnst það alveg óþarfi. 1 fyrstu
fannst mér þú ekki koma vel
fram, en svona bregst fólk jú
alltaf við. A eftir, þegar maöur
áttar sig betur, skilst manni, að
þetta ristir dýpra. ftg áttaði mig
ekki nærri strax. Ég finn það
liggur eitthvað meira að baki.
Þess vegna tek ég það svona.
nærri mér. En mér finnst maður
ekki geta afgreitt svona I fljót-
heitum. Við þurfum að ræöa
málið og hlusta hvort á annað,
svo við skiljum þetta betur. Svo
getum við skilið þykkjulaust.
Þess vegna verður þú að leyfa
mér að utskýra, hvernig þetta
kemur við mig!
Hun haföi fallega rödd. En heföi
ég ekki verið farinn að verða for-
vitinn, hefði ég llklega sofnað
aftur.
— Þú segir ekkert, Eyvindur,
sagði hún allt I einu.
— Kannski það sé af þvi...
— Af því að þér finnst það ekki
svaravert. En þar skjátlast þér.
Eg fer ekki fram á neina fyrir-
gefningarbeiðni, það er ég búin að
segja. Þú þarft ekki að útskýra
neitt. Þótt þú reyndir það, myndi
ég ekki trúa þér. Ekki vegna þess,
aö ég haldi, að þú ljúgir, að
minnsta kosti ekki viljandi. En þú
sérð þetta ekki i réttu ljósi. Ég
þekki þig betur en þú heldur, og
mér haföi aldrei dottið I hug...
Það kvað við hræðilegur hávaði
I tólinu, og allt I einu var ég glað-
vaknaður.
— Hvað i ósköpunum ertu að
gera?
— Ég snýtti mér, svaraði hún.
— Má ég ekki einu sinni þurrka
mér um nefið? Nú ruglaðirðu mig
aftur. Ef þú leyfir mér að tala,
getum við kannski komist tií
botns I þéssu. Ef ég má gefa þér
eitt ráð, Eyvindur, þá skaltu
alltaf minnast þess, að á hverju
máli eru að minnsta kosti tvær
hliðar Sjálf hef ég enga gleði af
þessari ráðleggingu, en ég er
afskaplega gjafmild. Ef það
kynni að hjálpa þér seinna meir,
þá er ég ánægð, jafnvel þótt þú
verðir þá með annarri. Og það
ertu nú þegar. Nei, það þýðir
ekkert að þræta. Þú skalt bara
ekki láta þér detta i hug, að ég láti
auðmýkja mig. Ekkert getur
orðiö eins og áður milli okkar.
Þaö verður þú að skilja.
Mér hlýtur að hafa runnið i
brjóst eitt andartak, en allt i einu
hrökk ég við. Röddin hafði hrópað
eitthvað.
— Hvaö er að? Af hverju öskr-
arðu svona?
— Einmitt það, svo ég öskra?
Ég sagði bara nafnið þitt
nokkrum sinnum, þvi ég hélt að
sambandið hefði rofnað. Ég
heyrði eitthvað svo undarlegt
hljóö.
— Ég hef liklega hrotið svolitið,
sagði ég.
— Hrotið! Þú hefur sannarlega
kímnigáfu, Eyvindur. I fyrsta
lagi veit ég, aö þú hrýtur aldrei.
En þú ert sjálfsagt búinn að
gleyma þvi, Og af hverju ættirðu
allt I einu að fara aö hrjóta,
meðan ég er að tala við þig? Er
svona þreytandi aö hlusta á mig,
eða hvað? Þú hefur sannarlega
breytst upp á siðkastið, Ey-
vindur. Kannski þú hafir ekki
tekið eftir þvl sjálfur, en það hef
ég. Það er vegna þess, að ég veit,
að það, sem gerst hefur, hefur
afdrifarlkari afleiðingar en þú
heldur. Það, sem gerðist fyrr I
dag, á ég við.
— Það er orðið svolltið fram-
orðið, sagði ég og leit á klukkuna.
— Láttu ekki svona. Þti reynir
alltaf að kjafta þig út úr öllu. Ég
veit þetta er svolltið erfitt fyrir
þig. En hvernig helduröu, aö mér
16 VIKAN 24. TBL.