Vikan

Tölublað

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 18

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 18
skyldi hringja í skakkt nUmer. Ég skal reyna að lál.a það ekki koma fyrir aftur. — Heyrðu, sagði ég. — Bara eitt orð, áður en þú leggur á: Hringdu ekki til Eyvindar. Ég held það væri bara timasóun. — Já, kannski, sagði hún og lagði svo á. Ég slökkti á náttlampanum og lagðist fyrir aftur. Ég var i þann veginn að festa blund, þegar siminn hringdi aftur. Ég kveikti ljósið og leit á klukkuna. Tæpur klukkutími var liöinn frá fyrri hringingunni. — Já? sagði ég. — Sæll aftur, sagði hún. — Þetta er Mona, sem áðan hringdi i skakkt númer. Ég er búin að vera að hugsa um simanúmerið þitt. Ég hef bara ruglað tveimur tölum. Sniðugt, finnst þér ekki? — Jú, hvort mér finnst. — En það var ekki þess vegna, sem ég hringdi. Ég hef verið að hugsa um það, sem þú sagðir. Um Eyvind. Að ég skyldi ekki hringja til hans. Kannski er það rétt hjá þér. — Áreiðanlega. — Mér heyrist þUsvera óþolin- móður. — Ég er syfjaður. — Já, ég skil það vel, sagði hún og hló. Hlátur hennar var tær og léttur. Dásamlegur hlátur. Ég vaknaði til fulls. — Hvernig Hturðu annars út? Það er næstum eins og að hafa rangt við að trúa manni, sem maöur veit ekki einu sinni, hvernig litur út, fyrir vanda- málum si'num. Má ég geta? Þú ert hár og dökkhærður og ert með brún augu. Er það rétt? — Ekki alveg. Ég er ekki sérlega hár. Ég er lika fremur ljóshærður en hitt, og reyndar er ég með blá augu en ekki brún. — Ég er viss um, að þú ert sætur, sagð hún. — Það heyrist alveg á röddinni. Mér finnst svo gaman að röddum. Mér finnt þær segja svo margt um fólk. Þess vegna vil ég heldur hlusta á út- varp en horfa á sjónvarp. Ég heyri, hvernig fólkið litur Ut. Auðvitað heyrist það á röddinni. En fyrirgefðu, að ég spyr: Sefurðu aldrei? — Jújú, auðvitað sef ég stundum. Meira að segja reglu- lega vel. Heyrðu, þú varst alveg eins og pabbi, þegar þú sagðir þetta. Mér heyrist þú'vera frekar ungur, en hvað ertu eiginlega gamall? — t fyrramálið verð ég áreiðanlega þúsund ára. Hiin hló þessum leiftrandi hlátri aftur. — Aumingja strákurinn, þU ert áreiðanlega hræðilega þreyttur. Geturðu ekki hringt i vinnuna á morgun og sagt, að þú hafir sofið svo illa, að þú getir ekkí komið strax? Það er lika alveg satt. ÞU hefur sofið fremur illa. Ég get staðfest það, ef þú vilt. Ég hugsaði um rektorinn i skól- anum, þar sem ég kenndi. — Það var fallega hugsað, en ég er ekki viss um, að það kæmi sér vel. Yfirmaður minn er svolítið gamaldags, og honum þætti það undarlegt, ef þú vissir, hvernig ég hefði sofið. — Það var synd, sagði hún. — Heyrðu, getum við ekki kynnst nánar — hist á ég við? Ég á við, að stúlka á alveg jafnmikinn rétt á þvi að stinga upp á svoleiðis nokkru og piltur. Þú getur til dæmis gefið mér fleiri góð ráð varðandi Eyvind. — Ertu ekki enn búin að gleyma honum? — Hvernig ætti ég að geta gleymt honum? Þú þekkir mig Megrunar Fæst i öllum apótekum £'MO0Wl P. O. BOX 5)82 SUÐURLANDSBRAUT 30 REYKJAVlK - ICELAND ekki sérstaklega vel enn sem komið er. Við erum búin að vera allt of lengi saman til þess að ég geti bara sagt bless og fundið einhvern annan. Mér finnst ég vera hreint alveg tóm að innan. Kannski gengur mér betur að gleyma honum, ef ég fer eftir ráðleggingum þinum. — Það er best að ganga hreint til verks, þegar svona stendur á, og vera ekki að pina sig með neinum málalengingum. — En hvað þú ert klár, Henrik! Veistu, ég er ekki vitund hjátrúarfull, og ég trúi ekki vitund á stjörnuspár og þess háttar, en ég held það hafi ekki verið tilviljun, að ég hringdi i mímerið þitt. Maður getur ekki þvertekið fyrir svona nokkuð. — Ég hef ekkert á móti þvi að hitta þig, sagði ég. — Ef ég á að vera hreinskilin, þá hefur fólk það yfirleitt ekki. Ertu ekki forvitinn að vita, hvemig ég lít út? Eða heyrir þú það llka á röddinni? — Ég heyri nú ekki slikt á röddinni. — Ég lit Ut alveg eins og þú, sagði hún. — Eins og ég? — Já, ljóshærð og bláeyg og ekki sérlega hávaxin. Hvers vegna andvarpar þú? Ertu orðinn þreyttur á að tala við mig? Hvaö er klukkan eiginlega orðin? Ó, að verða hálf fjögur. Nei, nú verð- urðu að afsaka mig stutta stund. Ég verð að sofa svolitið. Drottinn minn, hvað ég er orðin syfjuð! Hittu mig klukkan fimm, er það i lagi? Hún Iagði á. Hitta hana klukkan fimm? Ég hló með sjálfum mér og slökkti ljósið. Þetta var i fyrsta skipti á ævinni, sem ég ætlaði að hitta ljóshærða, bláeyga og ekki sérlega hávaxna stúlku, sem hét Mona, án þess að vita, hvar ég átti að hitta hana. Nu náði ég ekki að festa blund, áður en slminn hringdi. Nei, hugsaði ég, nú læt ég hann hringja. Og það gerði hann, þangað til ég gafst upp og svaraði. — Þvllik heppni, að þú skulir ekki vera sofnaður, sagði hún. — ÞU verður að fyrirgefa, en ég 'er svo hræðilega gleymin. Ég gleymdi alveg að ákveða, hvar þú ættir að hitta mig. Ertu á bíl? — Jájá, ég er á bil. — Fint, þá skaltu ekki koma klukkan fimm,heidur sex. Þá hef ég tlma til að komast heim og lagá mig svolltið til. Ef kjafta- kerlingarnar hérna I húsinu væru ekki alltaf með nefnið Ut um gluggana, hefðirðu getað komið heim til min. Við hefðum getað fengið okkur drykk, áöur en við förum Ut. Nei, hvernig læt ég! ÞU mátt auðvitað ekki drekka, ef þU ert á bll. En allavega glas af appelslnusafa. Þykir þér hann ekki góður? — JU, mér þykir hann ágætur. — En það liti ekki vel Ut, að þU kæmir með mér upp. Þær liggja alltaf Uti I glugggum. NU eru þær bUnar að sjá Eyvind hvað eftir annað, og svo sæju þær þig... já, þU skilur. Ég skildi. — Það er betra, að þú hittir mig fyrir utan nýja verslunar- hUsið á horninu. — Hvaða horni? — Hvaða horni? Horninu hjá mér, auðvitað. Ó, er ég ekki bUin að segja þér við hvaöa götu ég bý. Miklubraut. Ég bý ekki í nýja appelsinugula hUsiriu, heldur hUsinu við hliðina. ÞU veist, hvaða hUs ég á við. — Já,ogég ásem sagt að hitta þig f yrir utan bUðina klukkan sex. — Agætt, Henrik. Ég er svo forvitin. Sofðu nU vel og reyndu að fá ekki martröð Ég veit ekki almennilega, hvernig mér gekk að fylgja þvl ráði. Að minnsta kosti hlýt ég að hafa sofið ansi fast, þvi að vekjaraklukkan hafði næstum hringt Ut, þegar ég opnaði augun. Ég stöðvaði hringinguna með erfiðismunum. Um leið hringdi slminn. — Já sagði ég. — Það er ég, Mona, sagði lág rödd. — Heyrirðu til mln? — Já, ágætlega. — Ég er með kodda yfir höfðinu. NU er allt orðið svo erfitt aftur. Ég get ekki komið með þér Ut I kvöld eins og þU varst að tala um. Það er ekki mér að kenna, en Eyvindur er kominn heim. — Heim? — Já, hann býr hérna oft. Ég hélt hann væri farinn heim til sin, en hann hafði þá bara verið á slysavarðstofunni, þar sem var settur á hann plástur. Þetta er hræðilegt með hann. Það er Ut af honum, sem ég er með kodda yfir höfðinu. Til þess hann vakni ekki, skilurðu? Hann fékk auðvitað nokkrar svefntöflur hjá mér, en þær eru svo veikar. Hann yrði alveg frá sér, ef hann vissi, að ég er aö tala I simann. — Plástur? spurði ég. — Hvað I ósköpunum gerðir þU við hann? — Æ, það var ekkert. Ég bara réöi ekki við mig, þegar ég sá hann sitja hjá þessari rauðhærðu. Ég fleygði ihann öskubakka. Ekki fast, og hann meiddi sig sama og ekkert, þó öskubakkinn brotnaði, þegar hann datt á gólfið. Og hugsaðu þér, hvað hann er hugsunarsamur Hann er bUinn að borga öskubakkann. Hefðir þu gert það? ' — Það veit ég ekki. — ÞU ert ekki reiður Ut I mig, er það? — Nei, alls ekki. — ÞU ert nú svo sætur og, Henrik... — Nei, hættu nU.... Þaö var mikill hávaði, sem kvaö viðUr simanum. Rödd Monu I miklu uppnámi og reiðileg karl- mannsrödd. Svo skarkali eins og slminn hefði fallið á gólfiö. Svo alger þögn, uns karlmannsrödd heyröist I slmanum. — Hvað er eiginlega um að vera hér? baulaði hann. — Þetta hefði ég nU átt að segja, sagði ég og lagði á. Svo hringdi ég I skólann og sagði, að þvi miður gæti ég ekki mætt I fyrsta tima, þvl að ég heföi sofið illa um nóttina.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.