Vikan

Tölublað

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 24

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 24
ETYÐA I Hún var töfrandi og ástrik — stolt i ástinni og ákaflega góðviljuð i vináttunni —hún var blið drottning, sem leit niður á allt úr miklum hæðum. Þetta var sagt um skáldkonuna George Sand, sem um skeið var ástkona Chopins. „Enginn kann betur aðunna, en éngin hryggir jafnskjótt þá, sem hUn ann.” Þessi orö skrifaöi rúm- lega tvftugur maöur um fjörutfu og sex ára konu — hina dáöu George Sand. Þótt ungi maöurinn væri aldrei elskhugi hennar, tókst honum samt undravel aö koma oröum aö eyöingarmætti ástar hennar. Alla ævi var George Sand jafnötul viö aö skrifa sögur og hrærast I ástinni. Aöur en hUn „drósig Ihlé” frá ástinni og sett- ist aö Uti f sveit til aö skrifa draumkenndar sögur, voru bækur hennar undir sterkum áhrifum af ástarævintýrum hennar. Nafnið, sem hUn varð þekkt undir, tók hUn upp eftir ástarævintýri sitt meö Juies Sandeau. Réttu nafni hét hUn Aurore Dupin. HUn fæddist f jUIÍ 1804 og var dóttir einkasonar heföarkonu og ungrar konu, sem misjafnt orö fór af og olli tengdamóöur sinni ó- skaplegum áhyggjum. Kannski varö þaö Aurore til happs, að hUn ólst mestmegnis upp hjá ömmu sinni og erföi dágóöar eignir og laglega peningaupphæö eftir hana. Ariö 1822, þegar Aurore var átján ára, giftist hUn ungum baróni, Dudevant aö nafni, og ól honum fljótlega státinn son. En áöur en langt um leiö, fór Aurore aö veröa þreytt og leiö á sveitalff- inu. Hvenær sem ungur og snotur maöur varö á vegi hennar, lét hUn ekkert tækifæri ónotað til aö elska hann. Annaö barn hennar var tal- iö vera dóttir gamals kærasta, sem hún heimsótti á ferðalagi i Parfs. Þegar timarliðu fram, dvaldist hUn stöbugt lengur og lengur I Parfs, og þar kynntist hUn Jules Sandeau, sem varö fyrsti elsk- hugi hennar til langframa. Bráö- lega veitti hUn þvi athygli, að eiginmaður hennar var farinn að hafa fyrirlitningu á henni, og henni þótti sem „það væri að deyja lifandi að halda áfram aö bUa meö manni, sem hvorki sýndi henni virðingu né traust”. Ár. nokkurra vlfilengja ákvað hUn að fara frá honum eftir að hafa tjáð honum.aöhún vildi fá eyðslufé af tekjum af eignunum, sem höfðu orðib hans við giftinguna. Slöan fór hUn meö litlu dóttur sina til Parísar, þar sem hún bjó með Jules. Astarsamband þeirra Aurore og Jules Sandeau varöi lengi. Þau áttu fleira sameiginlegt en ástina, þvl aö þau unnp saman. HUn fór aö skrifa satiru, sem hUn kallaði Flgaró. Aurore vildi, að bókin yröi gefin út undir höfundarnafn- inu J. Sand. En elskhugi hennar kvaöst ekki geta sett nafn sitt við bók, sem hann ætti engan hlut aö. Aurore var eigi aö siöur staöráöin I þvi aö nota karlmannsnafn, og til málamiðlunar tók hún sér rit- höfundarnafniö George Sand, sem átti eftir aö veröa frægara en hana óraöi fyrir — og af öðrum sökum. George Sand, eins og hún vildi láta kalla sig, tók nú upp lifs- háttu, sem hún hélt sér viö árum saman. Sem uppreisnarmaöur, sjálfstæö kona og frjálslynd hafn- aöi hún öllum þeim höftum á persónufrelsi, sem konur I þá daga voru dæmdar til að gangast undir. Til að leggja enn frekari á- herslu á sjálfstæði sitt fór hún að klæöast karlmannsfötum og reykja vindla. Hún storkaöi sam- félaginu af öryggi og sjálfsvitund, og henni veittist þaö létt. Hún var alltaf umkringd vinum sinum úr bókmenntaheiminum, sem unnu henni og dáöu hana — og I staöinn elskaði hún aöra af ástrlðu. Besta vinkona hennar, Marie Dorval, spuröi einu sinni: „Hvaö olli þvf, að hún var svona tilfinn- ingarlk?” Hún komst að þeirri niöurstöðu, aö „það væri ósk um eitthvað mjög frábrugðið, ástrlöufull þrá eftir að finna þá sönnu ást, sem ætlð er reiðubúin aö beygja sig um leið og hún svíf- ur”. Sé þetta rétt ályktun, varð óskin til þess að draga hana frá Jules, sem gat ekki veitt henni neitt meira. Hún' fór frá honum iörynarlaust. Næstu mánuðina varö hún fyrir hverri ástarsorg- inni á fætur annarri, og þvl lýsir hún I bók, sem hún skrifaði um þetta leyti — bók, þar sem hún kom öllum tilfinningahita slnum og angistarfullri leit sinni að ást- inni að. Auk karlmanna bar hUn heita ást I brjósti til hinnar miklu vinkonu sinnar, Marie Dorval, sem var ágæt leikkona, og henni skrifaði George Sand innileg bréf. Þetta hleypti svo illu blóöi í elsk- huga Marie, að hann harðbannaði henni að svara „þessari lesbiu, sem væri alltaf á eftir henni” George Sand var ekki lesbisk, þótt ást hennar færi ekki alfara- leiöir. Manninum, sem hún elsk- aöi, vildi hún ekki einungis vera ástmey, heldur einnig húsfreyja, fóstra og umfram allt móðir. Kannski þessi hafi verið ástæð- an til þess, að elskhugar hennar voru svo margir og margvlslegir. Meö hinu fræga ljóð- og leikrita- skáldi Alfred de Musset fór hún til Feneyja. En ástarævintýri þeirra var þrungið örvæntingu. Astriða þeirra beggja olli þvi, að þau voru ýmist á barmi örvilnunar eða I al- gleymi gleðinnar, og ást þeirra stóöst ekki öfgarnar í tilfinninga- llfi þeirra. George Sand fórnaði honum fyrir vel efnaðan feneysk- an lækni, sem vissi naumast hvað hafði komið fyrir hann, en var samt sem áður ósegjanlega stolt- ur af sinni frægu ástmey. Hafi henni fallið vel við hann, hefur þaö líklega verið vegna þess, að hann var umhyggjusamur og leyföi henni að vinna I friði. Nokkrum mánuðum síðar var hún aftur komin til Parisar, þar sem hUn tók upp fyrra ástasam- band viö Alfred de Musset, en I þaö sinn fóru þau svo illa út úr ást sinni, aö þau ákváðu aö sjást ekki oftar. Maurois lýsir slitum ástasam- bands þeirra á þessa leið: „Þau voru bæöi haldin þeim veikleika aö krefjast hins algera. Tryggða- rof á tryggðarof ofan, sættir og aftur sættii%_leiddu til þess, að ástriöa þeirra dvlnaði í stööugt meira ósamkomulagi. Þau voru eins og tveir menn, sem berjast upp á líf og dauöa, bæöi svita- storknir og blóðrisa, sem takast á og reyna að koma nýju höggi á hinn...” Ýmist yfir sig glöð eða yfir sig komin af örvæntingu hélt George Sand áfram að yrkja óð ástar og listar, þar sem ástin speglaöist I listinni. Hún hafði nú skilið lög- lega viö mann sinn, sem hafði yfirráðarétt yfir syni þeirra og hélt eignum þeirra í París, en hún fékk aftur á móti sveitahúsið, sem hún unni svo mjög, og hún hélt dóttur sinni. Hún fékk smám saman meiri áhuga á þjóðfélag- inu og umhverfi sinu og tók póli- tlska afstöðu til dægurmálanna. En hún hélt áfram að eiga ástarævintýri. Einn elskhugi hennar var Michel de Bourges, lögfræðingur og nokkrum árum eldri en George, sem þá var þrjá- tiu ogeins árs. En hann var þegar orðinn sköllóttur og leit út fyrir að vera beygður maður — og ekki beint karlmannsimynd hennar, þar sem mest gætti æsku, breysk- leika og fegurðar, og auðvitað þurfti hann að þarfnast hennar sem móðurfmyndar. Ekki leið á löngu, áður en hún þoldi ekki T 24 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.