Vikan

Tölublað

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 26

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 26
um saman. Um þetta leyti komst hUn aö þeirri niðurstöðu, að Chopin væri ekki fæddur til ástriðuþrunginnar ástar, og sál hans væri ekki nógu sterk til að þola miklar tilfinningasveiflur. Þrátt fyrir mótmæli hans, hélt hUn fast við viðhorf sitt, og smám saman nutust þau æ sjaldnar, uns svo var komið, að þau voru hætt að gista eina sæng. Hann hélt þó áfram að unna henni andlega, og hUn bar i brjósti móðurtilfinning- ar til hans — og auðvitað dáðu þau og virtu hæfileika hvors ann- ars. Smekkur þeirra var mjög ólik- ur. T-il dæmis kunni George Sand ákaflega vel að meta fjörugan fé- lagsskap, eins og gjarnan var að hafa á heimili þeirra i Paris, en Chopin hafði andstyggð á ölíum látum. Stjórnmálaskoðanir þeirra voru gerólikar, og oft uröu þau ósammála um athæfi og skoðanir vina sinna. Chopin virt- ist gersamlega fyrirmunað að setja sig i spor annarra og skilja sjónarmiö þeirra, og þetta fór oft ákafiega i taugarnar á George, en hUn hélt stöðugt vörð um við- kvæma heilsu hans og reyndi á allan hátt að draga Ur þunglyndi hans og hvetja hann og styrkja, þegar verst lá á honum. En ólikur hugsunarháttur þeirra setti eng- an blett á djUpa og einlæga vin- áttu þeirra. Hann var ætið hinn tryggi aðdáandi hennar, sem stöðugt hreifst og dáðist að henni. A þessum árum tók ástriða George Sand að dvina og eðli hennar að mýkjast. Hún skrifaði nokkursinna bestu verka —Spiri- don, en margir vinir hennar kváðust ekki skilja orð i bókinni, Consuelo, La Comtesse de Rudol- stadt, og Les Sept Cordes de la Lyre. HUn hafði einnig tima til að blanda geði við listamenn og kunningja, þeirra á meðal ást- konu Liszts, sem ætið hafði imu- gust á George Sand, þótt hUn lét- ist vera vinur hennar. Verst af öllu voru þó deilur fjöl- skyldunnar i Nohant. Solange dóttir George varð fögur og á- kveðin kona, þegar hUn óx Ur grasi, og hUn tók ekki hið minnsta tillit til móður sinnar eða nokkurs annars. Hún var ákaflega ákveð- in I framgöngu og örugg með sjálfa sig og þar sem hún dáðist að Chopin og var ein þeirra fáu, sem ekki komu fram við hann eins og óþægan krakka, tók hann gjarnan upp hanskann fyrir hana. Maurice, sonur George Sand, var hins vegar hændur að móður sinni, en þegar George ættleiddi fjarskylda unga stúlku með það i huga, að hún giftist Maurice sið- ar, var heimilisfriðnum stefnt i voða. Ekki bætti það ástandiö á heim- ilinu, þegar Solange krafðist þess að fá að giftast ungum og glæsi- legum höggmyndara, sem móðir hennar hafði rennt hýru auga til, jafnvel sem tengdasonar, en hann reyndist vera hinn mesti friðspill- ir og jafn rótlaus og Solange. Einu sinni varð George Sand aö skilja son sinn og tengdason, en Solange stóð hins vegar hjá og hvatti þá til skiptis. Eftir það visaði George 26 VIKAN 24.TBL. Solange og manni hennar á dyr og kvaðst aldrei vilja sjá þau aftur. Þetta gerðist i Nohant, og með- an á þessum heimiliserjum stóð, var Chopin i Paris. Þegar Solange og maður hennar komu til höfuð- borgarinnar, fóru þau beint til hans og tóku að rægja George við hann. Solange kvað George hafa átt alla sök á ösamkomulaginu, og hún hefði rekið þau á dyr til þess að reyna að koma i veg fyrir að þau uppgötvuðu, að hún hafði tekið sér nýjan elskhuga — ungan mann, sem hét Victor Borie. Hann var i einum bókmennta- kiúbbi George og tiður gestur i Nohant. Auk þess sagði Solange, að Maurice ætti vingott við frænku hans og notfærði sér þvi komur Bories til Nohant til að breiða yfir ástarmang sitt. Chopin trúði hverju einasta orði, sem Solange sagði. Hann var særður og skrifaði George hvassyrt bréf. HUn brást ilia við. HUn kvaðst hafa verið i Nohant og átt von á honum frá Paris á hverjum degi og haft áhyggjur af þvi að hann kom ekki. Sjálf sagð- ist hún hefði verið farin fyrir löngu til Parisar, hefði hún ekki óttast, aö þau færu á mis á leið- inni. Akveðnum og yfirveguðum orðum sagði hún honum, aö hún væri særð og móðguð, en ef hann vildi taka málstað dóttur hennar, þá hann um það, en sjálfri stæöi henni stuggur af þess háttar kon- um. Úr þvi að hann hafði svo hreinskilnislega játað, hvað hon- um bjó i brjósti, ætlaði hún ekki að reyna að telja honum hug- hvarf. Þótt hún kvæðist vera hissa á breytingunni á honum og þvi viöhorfi hans að telja sig frjálsari með þessu, ætlaði hún ekki að láta þaö eftir sér aö láta sér sárna það. Hann gæti látið hana frétta af sér við og við, en þýöingarlaust meö öllu að imynda sér, að samband þeirra gæti orðiö hið sama á nýjan leik. Þvi sterkari sem tilfinningarn- ar eru, þeim mun meiri hætta er á, að vinslitin snúist i hatur. George Sand var ekki svo smá- sálarleg, að hún færi að hata Chopin, en upp frá þessu vildi hún aðeins heyra talað lítillækkandi um Chopin. Þegar allt kom til alls, þótti henni hreint ekki svo leitt, að svo fór sem fór. HUn fann, að vinir Chopins voru farnir að notfæra sér hana, og hann var farinn að láta eins og hann ætti hana meö húð og hári. HUn reyndi þvi að láta sem minnst á vonbrigðum sinum bera og gerði ekkert til að ná sætturn viö Chopin, kannski vegna þess, aö hún bjóst við þvi, að vinir Chopins teldu hana hafa losað sig við hann til þess að fá sér annan elskhuga. En vissulega var George særðari en hún lét uppi I bréfum til vina sinna. Þreijiur mánuöum eftir vinslit þeirra, kom upp misskilningur vegna pianós, sem Chopin hafði skilið eftir I Nohant og hún hélt, að hann heföi haft á leigu. En hann kom til hennar skilaboðum með Solange þess efnis, að hún gæti haldið þvi og hann skyldi sjá um fjárhags- legar skuldbindingar vegna þess. En hún sendi honum það. ,,Ég er 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.