Vikan

Tölublað

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 20

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 20
Nsfn. Heimiiisfang. Sendist! Vángur H.F. Vesturgötu 10, Reykjavík. Báðar tegundir ofnanna hafa öryggisstraumrofa, sem kemur í veg fyrir, að ofninn geti ofhitað og getur hann því ekki brennt föt eða klæði. Á hverjum ofni er sjálfvirkur hítastíllír, sem lagar sig eftir lofthita herbergis, en ekki eftir yfirborðs- hita ofnsins. Ofnarnir eru— sérstak- lega hentugir, þar sem næturhitun verður viö- komifi, og kemur þá spar- neyti þeirra mjög vel I l|ós. VANGURHE VESTURGÖTU10 SÍM119440 & 21490 REYKJAVIK Vinsamlegast sendlð mér verð og myndallsta um Dimplex rafmagnsofna. Dimplex OLÍUFYLLTIR RAFMAGNSOFNAR ÞOGULT ÓP Framhaldssaga eftir lillian O’Donnell „Þaö gerði ég”, viðurkenndi Silvia Petrie. ,,Ég var bara að reyna að hjálpa”. „Hvað áttu við með þvi að hjálpa?” „Fran var i rusli út af kærast- anum”. Nora trúði naumast eigin eyr- um. „Kærasti?” át hún eftir. „Já, þau áttu reglulega vel saman, — bæði einmana, feimin, dáldiö gamaldags. Fran var verulega snortin af þvi, aö hann skildi aldrei gerast nærgöngull viö hana. Vildi ekki einu sinni koma inn með henni” Það skýrði það, að enginn i hús- inu hafði séð hann með henni. Nora heföi veriö til i að bölva sér upp á að þetta var Dana — hver annar hefði haft ástæðu til að fara svo laumulega? „Hvernig kynntust þau?” Sylvia Petrie brosti. „Þaö var tilviljun. Fran för með bilinn á verkstæði til að láta líta á hann...” „Atti hún bil?” „Nei,nei, hún var að hugsa um að kaupa sér notaöan bil og vildi láta lita á hann. Sá, sem það gerði, réð henni frá að kaupa hann. Hún var honum þakklát. Nokkrum dögum seinna sá hún hann i nágrenninu og vék sér að honum til að þakka honum”. Skyldi Dana ekki hafa orðiö svolitið bylt viö, varð Noru hugs- að. „Framan af var Fran hrifin af þvi, hvaö hann var óágengur, en þegar frá leið fór hún að hafa á- hyggjur af þvi. Ég sagöi henni, að ef til vill léti hann hana ráöa ferð- inni og hún skildi stiga ögn meira i vænginn við hann. Láta honum skiljast, að hún væri nú ekki alveg heilög. Hún féllst ekki á þaö, héit þvi fram, aö hann kynni að missa allt álit á henni. Það var þvi ekki um annaö að ræða fyrir hana en aö reyna að gera hann afbrýðisam- an. Ég stakk upp á þvi, að næst þegar hann hringdi, skildi hún segja honum, að hún ætti stefnu- mót við annan — og láta verða af þvi”. _ „Og’hún hefur fallist á það?” „Já”. „Sagði hún...” Nora var rét.t búin aö nefna Dana með nafni. „Sagöi hún kærastanum frá þvi?” „Auövitað. Hún var skimandi i kringum sig allt kvöldið, eins og hún byggist við honum”. Ef til vill hafði hann ekki elt hana, en hann gæti hæglega hafa beðið nálægt héimili hennar. „Tókstu nokkuö eftir, hvort ein- hver var að sniglast fyrir utan hjá Frances, þegar þið skiluöuð þeim af ykkur um kvöldið?” „Nei”. Frances Russo hafði verið að svipast um eftir honum allt kvöldið og ef til vill komið auga á hann að lokum. Hugsanlega var það þess vegna, sem henni var ekkert um að karlinn kæmi inn meö henni. Hún var fljót að losa sig viö hann, en ekki nógu fljót. Dana lagði allt til versta vegar. Kærastinn var sá eini, sem heföi getað fengið hana til að fara út aftur. Sjálfsagt hefur hann ekki þurft annað en að hringja i hana ogbiðja hana u,m aðhitta sig. Hún þá hugsað sem svo, að brellan heföi heppnast og hann ætlaði að segja henni hug sinn. „Hvernig stendur á þvi, að þú skýrðir lögreglunni ekki frá þessu?” „Það var ekki leitað til min. Þaö er að segja ekki fyrsta dag- inn á eftir. Raunar vissum við ekki um þetta fyrr en seinni part- inn daginn eftir, að einhver rakst á þaö i kvöldblaðinu. Ég varð al- veg miður min. Daginn eftir fór égtil Evrópu með yfirmanni min- um. Viö vorum þar i þrjár vikur”. „Þú.hafðir nógan tima til þess um kvöldið”. „Ég segi það satt, það hvarflaði bara ekki að mér. Samkvæmt blöðunum var það ókunnugur maöur, sem myrti Fran. Ég hitti aldrei kærastann hennar. Ég veit ekki einu sinni, hvað hann heitir”. Noru dámaði ekki. „Hún var si- talandi um hann, eitthvað hlýtur hún að hafa kallað hann”. „Hún kallaði hann Buzz. Hvaða vitleysa annars, ég sá hann einu sinni, i Central Park. Þaö var á siöustu páskum. Ég og vinur minn vorum i, þú veist, svona léttivagni, og Fran var á hjóli með ungum manni. Viö mætt- umst og veifuöum. Við fórum hægt, svo að ég hafði nógan tima til að viröa hann fyrir mér”. „Geturðu lýst honum?” „Hvort ég get. Þetta var hippi. Ég meina, hann leit þannig út — með sitt ljóst hár. Ég hafði sist átt 20 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.