Vikan

Tölublað

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 23

Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 23
ÍSUMAR- BÚSTAÐINN svefnpláss og dýnurnar eru margar. Svona dýnur má fá skornar eftir máli, og hægt er að fá þær klæddar, eða maður getur klætt þær sjálfur með hverju sem vill. Þessi lausn á reyndar ekki bara við í sumarbú- staðnum, þótt við séum í þeim hugleiðingunum núna. Svona nýting á hús- rými á líka ágætlega við hjá ungu fólki, sem er að Byrja búskap í lítilli íbúð. Enda þótt íslendingar hafi um margt að hugsa þessa dagana, eins og á- standið í efnahagsmálum og atvinnumálum þjóðar- innar, þá er þó áreiðanlega efst í hugum flestra að njóta sumarsins sem mest og best. Borgarbúinn þráir að komast úr borgarysnum í sveitasæluna og dreymir um lækjarnið og lólukvak, og hann leggur á sig langar bílferðir i rykmekki um hverja helgi til þess að komast i jarðsamband ein- hvers staðar í sveitinni. Margir eru svo lánsamir að hafa náð sér í landskika undir sumarbústað, og þá þarf ekki að spyrja að leið- arlokum þeirra, þegar lagt er af stað úr bænum um helgar. Og þegar húsið ér risið, þarf að búa það ein- hverjum þægindum, þótt kröfurnar séu ólíkt hóf- legri en þegar um heilsárs- bústaðinn er að ræða. Sumarbústaðir eru yfir- leitt mjög litlir að flatar- máli, og þar gildir að nýta hvern fermetra sem best. En það getur orðið gest- kvæmt í litla bústaðnum, og oft þarf að hýsa miklu fleiri en rúmstæði eru fyr- ir. Lausnin, sem sjá má á meðfylgjandi myndum, er afar þægileg og skemmti- leg. Hún felst í því að eiga dálítið af svampdýnum, sem hlaðið er saman yfir daginn og þjóna þá sem setubekkur, en á nóttunni má gera úr þeim eins mörg 24. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.