Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 40
ffllg
Bleikklædd.
Kæri draumráðandi!
Mig langar mjög mikið til að biðja þig að ráða fyrir
mig eftirfarandi draum, sem mig dreymdi fyrir
stuttu.
Hann var á þessa leið:
Mér fannstég vera stödd inni í tískuverslun að máta
föt. Fyrr en varði var ég komin í buxur og peysu úr
sama efni, sem var mjög þykkt og bleikt á litinn. Mig
langaði ekki til að eiga þessi föt, en samt fannst mér
eins og ég yrði að vera í þeim, svo ég f ór í þeim heim.
Þá fannst mér eins ogég ætti að fara að vinna í
f rystihúsi á Kirkjusandi, en núna er ég í skóla. Ég hef
unnið í f rystihúsi úti á landi í tvö sumur, en aldrei inni
á Kirkjusandi og það hef ur aldrei staðið til, að ég færi
að vinna þar. Heima hjá mér var staddur frændi
minn, sem heitir Þ.... Hann ætlaði að aka mér í f rysti-
húsið, en þegar ég kom út að bílnum til hans, sagðist
hann ekki taka mig upp í bílinn í þessum fötum. Og
þótt mig langaði ekkert til að fara í þessum fötum,
fannst mér ég verða að fara í þeim. Þess vegna fór ég
i strætisvagni, en f rændi minn ók á undan mér.
Þegar ég kom á Kirkjusand, sá ég bílinn hans
frænda míns þar í klessu.
Svo vaknaði ég.
Með fyrirfram þökkum fyrir birtinguna og von um
ráðningu á þessum draumi,
G.H.Á.
Þessi draumur er svolítið einkennilegur, en heppin
varstu/ að frændi þinn skyldi neita að aka þér í
draumnum, því að þá hefði hann orðið fyrir alvarleg-
um veikindum, eða öðru áfalli. Sú neitun hefur hins
vegar þau áhrif, að draumurinn telst ekki vera fyrir
neinualvarlegraenþví, að þú verður aðtaka að þér að
vinna verk, sem þér er þvert um geð. Reyndu að sætta
þig við það, því að margur verður að gera f leira en
gott þykir.
Tveir draumar.
Kæra Vika!
Ég yrði afar þakklát, ef þú sæir ér fært að ráða
fyrir mig tvo eftirfarandi drauma.
Fyrri draumurinn er um mig og strákinn, sem ég er
með og við skulum kalla hann N.
Við sátum tvö við borð í stóru eldhúsi, sem mér
fannst vera heima á íslandi. Allt í einu langaði N í
ávexti og við stóðum upp og f órum að leita. Við rákum
augun ístóran poka, sem var á gólf inuog var fullur af
rauðum og þroskuðum eplum. Við h'reyfðum ekkert
við þeim, en héldum áfram að leita. Við opnuðum
skáp og inni í honum voru skemmdir ávextir og græn-
meti, tómatar, græn epli og fleira, en allt var þetta
óætt. Ég vaknaði upp við það, að við vorum að virða
þetta fyrir okkur í skápnum.
Seinni draumurinn var á þá leið, að ég var að tala
við strák sem heitir M. Svo f ór hann í burtu og til mín
kom maður, sem spurði mig, hvað sakkarín væri. Ég
svaraði því játandi og þá sagði hann: Já, hann er
nefnilega sykursjúkur og það er þess vegna, að þú
hef ur ekki séð hann svona lengi. Hann hef ur verið að
hlíf a þér við því að vita þetta öll þessi ár.
Mér fannst eins og hann hefði verið mjög veikur á
tímabili, en væri á batavegi.
Dreymin.
P.S. Að lokum þakka ég Vikunni f yrir gott ef ni, og mig
langartil aðspyrja, hvernig greiðslum er háttað, þeg-
ar f ólk, sem býr erlendis, gerist áskrif endur, og hvað
ársáskrift kostar?
Sama.
Draumarnir eru báðir fyrir þvi, að þú þarft að velja
á milli annars af einhverju tvennu og þú velur þann
kostinn, sem flestir ráða þér frá.
Viljirðu gerast áskrifandi að Vikunni, skaltu senda
skriflega beiðni þess efnis til afgreiðslu blaðsins að
Síðumúla 12. Áskriftargjaldið er 4.100 krónur hálfs-
árslega, eða 8.000 krónur árlega. Ofan á það bætist
sendingarkostnaður, ef þú getur ekki fengið blaðið
sent í félagspósti (company mail). Askriftargjaldið er
rukkað með reikningi á gjalddaga og greiðist fyrir-
fram.
Sláturtíð.
Kæri draumráðningaþáttur!
Mig langar til að biðja þig að gera mér þann greiða
að ráða fyrir mig þennan draum, sem mig dreymdi
ekki alls f yrir löngu, því að mér þykir allundarlegt að
dreyma svona draum á þessum árstíma, þegar ég er
meira að segja búin með allt slátrið úr f rystikistunni.
Mér þótti vera haust og sláturtíðin stóð sem hæst.
Ég og tengdamóðir mín vorum að gera slátur og sauð
og kraumaði í mörgum pottum hjá okkur. Ég þurfti að
bregða mér f rá sem snöggvast, en þegar ég kom aft-
ur, segist tengdamóðir min vera búin að selja allt
slátrið og haf a keypt mör í staðinn og sé nú að bræða
hann í tólg. Ég lít of an í P ottana , einn á ef tir öðrum,
þeir eru þá allir fleytifullir af tólg.
Með von um ráðningu.
Húsfreyja.
Þessi draumur gæti nú vel stafaö af því, að blóö-
mörinn er búinn úr frystikistunni. Þó skal ég ekki full-
ýrða neitt um það og víst er, að tólg hefur til þessa
veriö talin fyrir góðum fréttum í draumi.
Kartöflur.
Hr. Fr. draumráðandi!
Viltu gerá svo vel að ráða fyrir mig eftirfarandi
draum?
Mér fannstég vera í strætisvagni í Sviss, en ég vissi
ekki, hvert ég var að fara. Með mér var gömul kona,
sem einu sinni bjó í næsta húsi við mig og var góður
vinur minn.
Allt í einu sneri bílstjórinn sér við og spurði f arþeg-
ana, hvort þeir vilji kaupa kalktöflur, en enginn gaf
neitt út það. Þá spurði hann mig, hvort ég vilji ekki
kaupa töflur, því að þetta geti verið eina tækifærið
fyrir mig að fá þær næstu f immtán árin. Ég svaraði
því til, að mér væri sama, ég tæki bara áhættuna.
Þegar hér var komið draumnum, var ég vakin svo
draumurinn varð ekki lengri.
Vinsamlegast birtist sem fyrst.
Virðingarfyllst.
S.K.
Þú hafnar boöi, sem mörgum þætti freistandi.