Vikan - 12.06.1975, Blaðsíða 4
w
Fylgi Glistrups virðist fara vaxandi þessa dagana.
— Við sjáum. að kannanir
Gallupstofnunarinnar sýna vax-
andi fylgi við yður þessa dagana.
Hver er ástæðan fyrir þvi, að
loksins tókst að mynda nýja rikis-
stjórn?
— Gömlu flokkarnir eru múl-
bundnir af úreltum stefnuyfir-
lýsingum. Okkar stefna er hins-
vegar sniðin eftir óskum nútim-
ans. Við vorum að visu illa leiknir
i kosningunum. Tilraun til þess að
knésetja okkur tókst samt ekki. —
Stjórnarmyndunin dróst á lang-
inn og varð aö lélegum leikþætti.
Fólk missti tiltrúna á getu og
röggsemi stjórnmálamanna. —
Jafnaðarmenn hafa erfiðum hlut-
verkum að gegna. Niðurstöður
hafa sýnt, að þeir geta aðeins
stjórnað, þegar allt leíkur I lyndi.
Vandamál dagsins I dag eru of
stór, til þess að stjórnin geti tekið
þau réttum tðkum. Ég spái henni
ekki langlifi.
— Hvaö tekur þá við?
— Fólk kemur auga á fleiri
möguleika i okkar flokki, einfald-
lega einu vonina. Auðvitað getur
svo farið, að hinir verði neyddir
til að taka tillit til okkar aðal
stefnumála. Það þarf \>6 mikinn
kraft til þess, eftir þá útreið sem
við fengum. Undanfarið hálft
annað ár hefur þingið verið starf-
rækt i aðeins 5 mánuði, svo að um
nýjar kosningar verður ekki að
ræða. Maður má ekki láta flækja
sig i allskonar úreltum siðvenj-
um. Nú verðum við að fá að taka
þátt, hafa áhrif, — og getum við
aðeins komið i gegn 20-30% af
hugmyndum okkar, þá erum við
ánægðir. Fjárveitingaræði rikis-
valdsins er eins og krabbamein,
sem drepið getur okkar vestræna
lýðræði.
— Hvernig viljið þér svo hef ja
aðgerðir?
— Við höfum á siðastliðnum 20-
30 árum upplifað óhemju vel-
gengni hér heima, og lifsafkoman
hefur gjörbreyst. Þegar sjálft
þjóðarbúið er orðið svona vel
efnað, er alveg ástæðulaust fyrir
rikið að láta útgjöldin aukast
svona án allra takmarka.
— Stjórnmálamenn hafa yfir-
boðið hver annan með slfellt nýj-
um tilkostnaði — án nokkurs
samráðs við meiri hluta þjóðar-
innar. Við „veröum þessvegna að
minnka fjárlögin stórlega.
Skattaþrýstingurinn, þ.e.a.s.
sameinaðir skattar, beinar og
óbeinar greiðslur til rikisins, gera
I dag 54% að meðaltali. Sam-
kvæmt okkar stefnuskrá getur
þetta lækkað nú þegar niður I 48%
og eftir eitt ár i 35% — en slöan
niður i 32%.
— Það er þrennt, sem við
viljum alls ekki hrófla við, og þar
á ég við ellistyrkinn, fjárveiting-
ar til sjúkrahúsa og svo um-
hverfisvernd, baráttu gegn
hverskyns mengun. Við viljum
jafnvel frekar auka fjárveitingar
til þessara liða. Lækkun á skött-
um mundi leiða til betri vinnuaf-
kasta og aukinnar vinnugleði. Við
reiknum með, að þjóðarfram-
leiðslan myndi aukast um 7-8% á
ári.
— Núverandi stjórn verður
auðvitað að leggja fram
sparnaðaráætlun, en það er I
fyrsta skipti, sem fjárlög fela I
sér niðurskurð. Gallinn er bara
sá, að jafnaðarmenn geta ekki
gengið nógu langt i þessum efn-
Dýrt I Danmörku
Okkur islendingum finnst dýrt
að lifa á tslandi, en danir eru
heldur ekki beint hrifnir af dýr-
tlðinni þar f landi.
Vissuð þið t.d., að ef afskap-
lega venjuleg fjölskylda á lftinn
bfl þar f landi og notar hann að-
eins öðru hvoru til einkaaksturs,
þá kostar hann samt sem áður
300.000 á ári. Ef hjónin reykja
svo 20 sfgarettur á dag samtals,
kostar það 95.000 á ári. Drekki
þau svo tvo Tuborg eða C'arls-
berg og tvær gosdrykkjaflöskur
á dag, kostar það 54.000 kr. á
ári. Þessi munaður kostar þau
sem sagt samtals 449.000 kr. á
ári. Til þess að geta veitt sér
þetta þarf fjölskyldan að þéna
tvöfalda þá upphæð, eða sam-
tals 898.000 kr. — hinn
heimingurinn fer I beina skatta
og gjöld. Skattar og gjöld af
ofannefndum munaði er þó eftir
sem áður 270.000 (söluskattur,
bensfnskattur, tappagjald o.fl.
o.fi.) Svo raunverulega fá hjrtn-
in til munaðarneyslu aðeins
u.þ.b. 108 þúsund kr. isl. af
þessum 898000 kr. U'kjum.
Þannig tekur danska rlkið I dag
gróft sagt 9 af hverjum 10 krón-
um, sem danir afla. — Og er þá
nokkur furða, þótt fólkið vilji
breytingar, sem sumir tclja
Glistrup einan færan um að
koma á.
Astæðan fyrir þvi, að rfkið
seilist svo frekt f vasa almenn-
ings er m.a. stí, að I dag vinnur
tæplega þriðji hver vinnufær
dani hjá rikinu, eða um 736.000
manns. Rlkiðsér I æ rlkari mæli
fyrir'stærri fjölda af fólkinu en
áður, litt vinnandi fólki og fólki,
sem alls ekkert vinnur, oft á tið-
um að ástæðulausu, er haldið
uppi af rlkinu.
Frá margra bæjardyrum séð,
er á hvers manns ábyrgð að
skila heiðarlegri vinnu og vinna
fyrir sér sjálfir. Og þeim, sem
enn eru fylgjandi þvi að draga
hlassið, fer óðum fækkandi.
mwl.
4 VIKAN 24. TBL.